Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Síða 42

Fréttatíminn - 20.12.2013, Síða 42
Var með skýr markmið og fékk draumastarfið Margrét Linnet er ein af fáum konum sem vinna sem flugmenn en konum hefur verið að fjölga í stéttinni að undanförnu. Hún segir fordóma gagnvart kvenkyns flugmönnum sjaldgæfa en þá komi þeir líklega fram hjá karlrembum. Á fermingardaginn til-kynnti ég að ég ætlaði að verða flugstjóri á farþegaþotu. Ég vissi því frá því að ég var lítil hvað ég vildi verða. Ég tel mig vera mjög heppna hvað það varðar. Ég byrjaði í raun strax og ég gat að læra og tók einkaflugmannsprófið með mennta- skóla. Þegar þú hefur safnað upp í 500 flugstundir þá ertu gjaldgeng að sækja um hjá íslensku flugfélög- unum. Ég var með skýrt markmið og hélt áfram að klára þetta og fékk svo vinnu,“ segir Margrét Linnet, ung kona sem er í draumastarfinu sem flugmaður hjá Atlanta, en kon- ur eru í miklum minnihluta í þessu starfi. Hún segir mikla samkeppni um að fá vinnu á Íslandi en þeir sem hafa raunverulegan áhuga megi ekki gefast upp þó að það geti tekið langan tíma að fá fasta vinnu hjá flugfélagi. Margrét hefur unnið hjá Atlanta í þrjú ár en hafði áður verið tvö ár hjá Flug- félagi Íslands. „Frá því að ég man eftir mér þá ætl- aði ég að læra flug. Afi átti litla rellu og var með einkaflugmannspróf og fékk ég stundum að fara með honum vestur á firði,“ segir Margrét. Hún fékk vinnu hjá Flugfélagi Íslands árið 2007 og vann þar til ársins 2008 en þá hafði efnahagshrunið þær afleiðingar að mjög margir misstu vinnuna. Lenti Margrét í uppsögn en uppsagnirnar eru framkvæmdar eftir ströngum reglum. Margrét fékk svo vinnu hjá Atlanta á árinu 2010. Konum er að fjölga Konur sem starfa sem flugmenn eru í miklum minnihluta en Margrét telur að hlutfallið sé mjög svipað hér og annars staðar á Vesturlöndum. „Ég tel að ástæða þess að konur eru ekki fleiri hjá Atlanta sé sú fjarvera sem fylgir starfinu. Segir hún að mikil aukning hafi verið á fjölda kvenna sem fara í flugnám. „Við vorum tvær í mínum bekk í atvinnuflugnáminu en núna eru þær talsvert fleiri. Það er mýta, eins og með flest önnur störf þar sem karlar eru í meirihluta, að starfið henti þeim frekar. Þú þarft ekki að vera sérstaklega líkamlega sterkur til fljúga flugvél. Ég held að það sem skipti mestu máli sé að hafa almenna skynsemi og mjög mikinn áhuga á þessu,“ segir Margrét, sem flýgur núna Boeing 747 vélum en þær vélar geta flutt allt að 500 farþegum. Fjórar ungar konur vinna sem flug- menn hjá Atlanta. „Ef maður fer í flugið og er ánægður þá hagar maður lífinu eftir því,“ segir Margrét. Flug- menn hjá Atlanta vinna í þrjár vikur er- lendis og koma svo heim í þrjár vikur. „Prinsessustælar“‘ virka ekki Þar sem konur eru í minnihluta í fluginu heyrast stundum raddir for- dómafullra aðila með óskemmtilegar og tilhæfulausar athugasemdir um að konum sé til dæmis ekki treystandi. „Allir flugmenn sem við vinnum með taka okkur sem jafningjum,“ segir Margrét. „Ég held að konur taki ekki svona athugasemdir inn á sig en við erum eins misjafnar og við erum margar. Ég held að það sé mjög lítið um fordóma innan flugmannastéttar- innar,“ segir Margrét. „Ég held að þú getir fundið mjög góðan flugmann af hvoru kyni sem hann er,“ segir Mar- grét. „Það eru ekki bara karlar sem geta sinnt þessu starfi. Ég veit ekki til þess að karlkyns flugmenn séu að láta kvenkyns flugmenn fara í taugarnar á Framhald á næstu opnu Margrét við hjólabúnað Boeing 747 vélar. Mynd/ Óskar Eggertsson Margrét í flugstjórnarklefanum þar sem hún nýtur þess að vera. Mynd/Ólafur Sigmundsson Ég tel að ástæða þess að konur eru ekki fleiri hjá Atl- anta sé sú fjarvera sem fylgir starfinu. 42 viðtal Helgin 20.-22. desember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.