Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 22

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 22
9 LÆKNABLAÐIÐ þannig, að svör við þeim voru aðeins +, — eða tölustafir. Að ráði skólamanna voru spurning- arnar hafðar fáar og einfald- ar til þess að fá sem áreiðan- legastar upplýsingar. Spurningaseðillinn var þann- ig gerður: BORGARLÆKNIRINN Reykjavík. Könnun á reykingum unglinga í skólum, í apríl 1959. Aldur ...... 1) Reykirðu sígarettur? a) alls ekki ..... b) sjaldan.....hve marg- ar á mánuði? ....... c) oft......hve margar á viku ? ..... d) daglega.....hve marg- ar á dag? ..... 2) Notarðu annað reyktóbak? 3) Hve mörg af bekkjarsvstkin- um þínum er þér kunnugt um að revki? stúlkur: ....... piltar: ...... Seðlarnir voru tvenns lconar: gulir, merktir stúlkur, og hvít- ir, merktir piltar. Svörin við spurningu 3), þ. e. „hve mörg af bekkjarsystk- inum þínum er þér kunnugt um að reyki?“, voru í hverjum bekk fvrir sig borin saman við svörin við hinum spurningun- um til þess að fá frekari vitn- eskju um sannleiksgildi svara unglinganna. Reyndist fjöldi þeirra, sem sjálf kváðust reykja, mjög svipaður því, sem önnur bekkjarsystkini sögðu frá. Eins og fyrr greinir, var reynt að framkvæma könnunina á sama tíma til að forðast.aðungl- ingarnir gætu rætt það, sem i vændum var og komið sér sam- an um svör við spurningunum. Samanburður á svörum barn- anna innan bekkja, skóla og aldursflokka, bendir og ein- dregið til, að svo hafi ekki verið. Af 'þeim 2731 unglingi, sem þátt tóku í könnuninni, svöruðu 29 ekki spurningunum. Af hin- um gáfu 32 ekki upp aldur, og eru þeir taldir með þeim aldurs- flokkum, sem bekkur Iivers um sig er kenndur við. 54 nemendur, allir piltar, reykja auk vindlinga annað tó- bak, aðallega píputóbak, sbr. töflu A. Mjög var misjafnt, live marg- ar sigarettur nemendurnir í hverjum aldursflokki reyktu, en til að auðvelda útreikning, var magninu skipt í þrjú stig: a) sjaldan, og miðað við fjölda í mánuði (1—10 sígarettur), h) oft, og miðað við fjölda á viku (1—10 sígarettur), og c) þau, sem reyktu daglega (1—20 síg- arettur). í töflu A er nemendum raðað eftir aldri og kynjum, en í töflu R eftir skólum og kynjum. Þess ber að gæta, að bekkjafjöldi og þar af leiðandi aldur nem- enda í hverjum skóla, er nokk-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.