Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 26

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 26
6 LÆKNABLAÐIÐ pilta og 10.920 stúlkna, á aldr- inum 14—17 ára. Niðurstaðan var sú, að meðal pilta reyktu að staðaldri 14,5% 14 ára, 25,2% 15 ára, 31,1% 16 ára og 35,4% 17 ára og hjá stúlkum á sama aldursskeiði, 4,6%, 10,6%, 16,2% og 26,2%. Aukningin þessi 4 skólaár hjá þeim, sem reykja reglulega um 10 sigarettur á dag, er úr 13,8% hjá 14 ára drengjum í 38,5% hjá 17 ára og frá 7% hjá 14 ára stúlkum í 15,4% hjá 17 ára. Þar höfðu reykingar foreldra mikil álnif á reykingar ungl- inga. Meðfvlgjandi töflur sýna, að hér i Reykjavík reyktu sjaldan 28,2% 13 ára pilta, en 16,1% 17 ára, 13,3% 13 ára stúlkna og 7,3% 17 ára. Oft reyktu 3,9% 13 ára pilta og 12,9% 17 ára, 0,8% 13 ára stúlkna og 2,4% 17 ára. Daglega reyktu 2,7% 13 ára pilta og 25,8% 17 ára, 3,2% 13 ára stúlkna og 9,8% 17 ára. Alls voru farin að reykja, meira eða minna, 37,8% piltanna og 18,3% stúlknanna. Séu fyrrnefndar tölur Itornar saman við tölur frá þeim lönd- um, sem hér er getið til saman- hurðar, sést, að í Reykjavík eru minni hrögð að daglegum reyk- ingum skólaharna, en fjöldi þeirra, sem reykja við og við, er svipaður hér og annars stað- ar. Þess ber þó að gæta, að mik- ils ósamræmis gætir um fram- kvæmd og tilhögun kannana, þótt tilgangurinn sé hinn sami og helztu útkomur fengnar á svipaðan hátt. Æskilegt væri að samræma slíkar kannanir, að minnsta kosti á Norðurlöndum, með til- liti til aldursflokka, tegunda skóla, umhverfis barnanna og þétthýlis og strjálbýlis. Með því fengist áreiðanlega samanhurð- ur, sem mun auðveldara væri að athuga. Slíkar kannanir þyrfti helzt að gera á nokkurra ára fresti. Á þann Iiátt væri unnt að fylgjast með, hvort um aukningu eða minnkun á tóbaksnotkun væri að ræða frá ári til árs meðal ákveðinna aldursflokka. Þannig mætti um leið fylgjast með ár- angri þess áróðurs, sem beitt væri með og móti tóbaki. Auk þess mætti fá upplýsingar um það, bvers konar áróður eða að- gerðir gegn reykingum gæfi bezta raun. Menn eru ekki á eitt sáttir um það, hvaða aðferðum beri að beita, þótt allir séu sammála um, að eitthvað þurfi að gera til að stemma stigu við tóbaks- notkun barna og unglinga. Nauðsynlegt væri að kanna reykingavenjur vngri barna, þar sem hundraðstölur 13 ára barna, sem farin eru að reykja, eru svo háar. SUMMARY A survey of smoking habits among 13—17 years old students of secondary schools was conducted in

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.