Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 56

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 56
26 LÆKNABLAÐIÐ reikningar fengust ekki greidd- ir, var ákveðið að setja úrslita- kost, 48 stunda frest til að greiða reikningana, ella hættu kandí- datar að vinna aukavinnu. Þetta var gert og hættu kandídatar vinnu fyrir einni viku, en vfir- læknar liafa tekið vaktir. Heilbrigðismálaráðuneytið mun nú hafa fengið landlækni málið í hendur til lausnar, og átti hann marga fundi með kandídötum, stjórn og fulltrúa L. R., formanni L. 1. og fu'lltrú- um frá læknadeild og yfirlækn- um ríkisspitalanna. í gær náð- ist samkomulag, sem fól í sér a) Lengingu frítíma, b) 2400 kr. fyrir vaktir, c) Fæði. — Ar- inbjörn taldi niðurstöðuna góða og sennilega varanlega. Við umræður um málið tók fyrst til máls Sigurður Sigurðs- son. Hann taldi ekki í sínum verkahring að leysa launadeilur, en liefði ekki skorazt undan að taka afstöðu til málsins, þegar í óefni var komið. Hann taldi, að of harkalega hefði verið á eftir rekið af L. R. með 48 stunda fresti. Slíkt væri að sjálf- sögðu löglegt, en samrýmdist ekki að sínu áliti þeim etisku sjónarmiðum, er læknar ættu að hafa. Fyrir misskilning hefði ekki farið fram í júli sú atlnig- un á vaktatíma kandídata við Landspítalann, sem fyrirliuguð var, og málið því komizt í ein- daga. Páll V. G. Kolka tók til máls og taldi, að liarka hefði verið nauðsynleg í málinu til að fá fram lausn, og taldi það reglu hjá ráðuneytum og Trygginga- stofnun að drepa málum á dreif. — Enn fremur tóku til máls Ófeigur Ófeigsson og Kristinn Stefánsson. 2. Samninganefnd praktiser- andi lækna skilaði áliti. — Páll Gíslason hafði framsögu, — en liann hafði mætt til fundar þennan dag. Nefndin var kosin á síðasta aðalfundi. I henni áttu sæti: Guðm. Karl Pétursson, Jónas Bjarnason, Guðjón Klem- enzson, Björn Sigurðsson og Páll Gíslason. Nefndin skrifaði öllum prak- tiserandi læknum utan Reykja- víkur til þess að 'lieyra undir- tektir þeirra í málinu. Megin- sjónarmið nefndarinnar var, að sömu laun skuli greiða fyrir sömu vinnu, hvar sem er á landinu. — Flestir læknanna svöruðu og voru samþykkir uppsögn sanminga á þeim grundvelli að fá laup hækkuð til samræmis við iaun lækna í Revkjavik. Páll tók fram, að gerðardómsmál lækna í Kefla- vik hefði ekki verið afgreitt eða undirbúið í samráði við nefnd- ina. Nefndin hafði forgöngu um framlengingu samninga til 1. okt. með sömu hækkun, 10,5%, og samið var um í Reykjavík. Páll taldi, að gerð- ardómsmálið liefði þjappað mönnum saman.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.