Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 58

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 58
28 LÆKNABLAÐIÐ Auk þeirra, sem áður voru taldir, voru nú komnir til fund- ar eftirtaldir læknar: Ólafur Björnsson, Jón Gunnlaugsson (Selfossi), Bjarni . Guðmunds- son, Guðjón Klemenzson og Brynjúlfur Dagsson. Eftir 'hléiS var fundi haldiS áfram og rætt um sameiginlega samninganefnd. Ólafur Geirsson taldi, aS sjúkrasamlög í núverandi mynd væru víSa of lítil tryggingarein- ing. SigurSur SigurSsson upplýsti, aS oft liefSu veriS gerðar til- raunir til að sameina samlög, en allar slíkar tilraunir hefðu mistekizt algerlega og væri ann- aðhvort um að kenna „indi- vidualisma“ eða hreppapólitík. Kristinn Stefánsson bar fram eftirfarandi tillögu: „Fundurinn félur samninganefnd praktiser- andi lækna í samráði við stjórn L. f. að athuga möguleika fyrir sameiginlegri samninganefnd eða nefndum til þess að annast samninga fyrir alla praktiser- andi lækna landsins.“ Þessi tillaga var samþykkt með samhljóða atkvæðum og sama nefnd endurkjörin, en í lienni eiga sæti: Guðm. Karl Pétursson, Páll Gíslason, Jón- as Bjarnason, GuSjón Klemenz- son og Björn Sigurðsson. Fundarstjóri lýsti þeirri skoð- un sinni, að fundurinn hefði vald til að leysa málið nú, en vildi ekki ræða það frekar, þar eð tillagan liefSi verið sam- þykkt. Kristinn Stefánsson taldi, að lillagan um sameiginlega nefnd hefði komið svo seint fram, að ekki hefði gefizt timi til að ræða málið í L. R. Arinbjörn Kolbeinsson benti á, að ekki væri hægt að veita sameiginlegri nefnd samnings- umboð nema breyta lögum L. R., og það yrði aðeins gert á aðalfundi. 3. Næsta mál á dagskrá var skýrsla samninganefndar hér- aðslækna og gjaldskrárnefndar. — Fyrst flutti Brynjúlfur Dags- son erindi um gjaldskrá héraðs- lækna. (Otdráttur úr þvi er í fundargerð, en erindið er birt síðar í þessu hefti.) Næstur tók til máls |Ólafur Björnsson og ræddi um starf héraðslækna. Ilann taldi starf héraðslækna tvíþætt: heilsu- vernd og lækningar. Ilér á landi starfa læknar einir síns liðs, hafa ekki sér til hjálpar heilsu- verndarhj úkrunarkonur eða aðra lieilbrigSisstarfsmenn. Af þessum sökum hafa lieilsuvarn- ir þokað fyrir tímafrekum læknisstörfum öðrum. Heilsu- varnir eru þó, samkvæmt emb- ættisbréfi, æðsta embættis- skylda héraðslækna. Fyrir þau störf fær hann fasta greiðslu úr rikissjóði, en fyrir lækninga- þjónustu er greitt úr trygginga- sjóðum samkvæmt lögboðnum taxta. Embættislaun og greiðsla

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.