Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 35 hægt að gefa ákveðin heit um það að svo stöddu, hvenær það geti orðið. Þó er til þess ætlazt, að lánið sé vaxtalaust fyrstu fimm árin, — og er það vitan- lega nokkur fórn. En þeir bjart- sýnu meðal okkar vona, að fjár- hagur stofnunarinnar eflist svo með árunum, að einnig verði hægt að endurgreiða mönnum þá á einhvern hátt. Skilyrðin, sem Búnaðarbank- inn setti fyrir væntanlegri lánveitingu, voru svo ákveð- in, að getum við ekki upp- fyllt þau af okkar liálfu, er þetta lán okkur tapað og draum- urinn um Domus Medica úr sög- unni, hver veit hvað lengi, og heldur hún þá áfram að gnæfa sem hugarstórsmíði skýjum of- ar við skaut himins, eins og Ól- afur Tryggvason komst svo listilega að orði. Það er satt að segja búið að niðurlægja læknastéttina svo rækilega á undanförnum árum með allri „socialiseringunni“, sem beinlínis miðar að því að afsiða hana á ýmsan hátt. Ef til vill eigum við þar nokkra sök sjálfir, að hafa látið skipa okk- ur svo fyrir verkum sem gert hefur verið og færa laun okkar niður undir, eða jafnvel niður fyrir það, sem sumir hafa, er engrar verulegrar menntunar hafa notið. Þó mun þróun þjóð- málanna eiga þar mestan hlut að. Varla er þó svo komið, að við megum ekki undir því rísa, og sjálfsagt höfum við tök á að rétta hlut okkar og heiður með tímanum á þeim vettvangi, ef við höldum saman og beitum klónum hæfilega. En ef við leggjum nú árar í bát og heykj- umst á byggingu Domus Med- ica, er það niðurlæging, sem við erum ekki öfundsverðir af að bera og rísa undir. Ég er hræddur um, að ýmsir sendi okkur hornauga og háðsglott, ef svo fer. Þjóðin veit, að bygg- ing Domus Medica hefur staðið til og stendur til, þó að ekki hafi verið mikið um það mál rætt opinberlega. Það hefur þó verið skrifað um það og sagt frá því í blöðum hvað eftir ann- að, og læknar hafa ekki heldur haldið neinni leynd yfir því, enda ástæðulaust að gera það. Þjóðin veit líka — og kann- ske betur en við sjálfir —, að þó að við séum ekki risháir fjárhagslega, erum við þó ekki svo smánarlega á vegi staddir, að við getum ekki fest nokkur þúsund krónur í nokkur ár til þess að koma skriði á málið. Við vitum allir, að það getur enginn félagsskapur byggt sig upp án þess að leggja eitthvað í sölurnar. Það vill nú svo til, að við erum uppi á mestu fram- fara- og uppbyggingaröld, sem íslenzka þjóðin hefur lifað, og svo miklu hefur hún afrekað á stuttum tíma, að það má heita ævintýralegt. Við höfum ekki enn þá tekið neinn þátt í þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.