Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 71

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 71
LÆKN ABLAÐIÐ 39 129.00. Til eru þeir sjúklingar, sem notað hafa prednison mán- uðum eða jafnvel árum saman. Árlegur sparnaður við að nota Hicorton í stað Deltacortone í ofangreindum skömmtum yrði kr. 6900.00, miðað við núver- andi verð, en um kr. 3400.00, ef notað væri annað ódýrasta lyf- ið, Delcortin. Ég læt ofangreind dæmi nægja, en augljóst er, að með því að kynna sér verðið í lyf- söluskránni má oft spara sjúkl- ingum og súkrasamlögum stór- fé og þjóðarbúinu um leið nokk- urn gjaldeyri. Sérlyf, sem innihalda aðeins eitt virkt efni, eru yfirleitt greidd að hálfu af sjúkrasam- lögum. Þessi greiðsla hefur síðan verið afnumin, þegar tek- ið hefur verið að setja lyfin saman hérlendis (t. d. Gantri- sin, Largactil, Serpasil o. s. frv.), en innlenda framleiðslan greidd áfram að hálfu (t. d.tabl. og syr. sulfafurazoli, tabl. chlorpromazini, tabl. reserpini o. s. frv.). Þó tók ég eftir, að Pro-Banthine er áfram greitt að hálfu, eins og tabl. propan- thelini brom., sem slegnar eru hér heima. ' Ymis önnur lyf, sem inni- halda aðeins eitt virkt efni, eru ekki greidd af sjúkrasamlögum (nema e. t. v. með sérstöku samþykki trúnaðarlæknis), þótt ekki sé um samsvarandi innlenda framleiðslu að ræða. Svo er t. d. um öll prednison-, prednisolon- og nýrri barkste- ralyf í töfluformi. 1 hinni nýju skrá virðist þó gert ráð fyrir, að Meticorten (og Meticorte- lone) sé greitt eitt prednison- lyfja í töfluformi, einnig Led- ercort töflur, en vera má, að um prentvillur sé að ræða. Með nýju skránni eru af- numdar greiðslur á nokkrum sérlyfjum, sem greidd hafa ver- ið að hálfu til þessa, og sé ég í þeim hópi Acetylcholine, Chlotride, Diamox, Preludin og Salisan. Þá hafa allmörg nýleg lyf bætzt í hóp þeirra, sem greidd eru að hálfu, t. d. Ademil, Cardilan, Centyl, Dipsan, Mel- leril, Rontyl, Tofranil og hin nýju barksteralyf, Decadron, Kenacort og Ledercort, þegar ætluð eru til útvortis notkunar. Meðal nýlegra lyfja, er nú verða greidd að %, tók ég eftir Leder- mycin, Lederkyn og Midicel, en Diabinese fá sykursýkissjúkl- ingar hér eftir greitt að fullu, með samþykki trúnaðarlæknis. Meðal nýrri lyfja, er ekki verða greidd, má nefna t. d. Librium, Stelazine og Stemetil. Nokkur nýleg, prýðisgóð lyf við háþrýstingi hafa þann ókost að þau valda kalíumtapi í lík- amanum, og þarf því oftast að gefa með þeim kalíum, ef þau eru notuð í langan tíma, eins og venja er með slík IjT. Nú fást töflur, sem innihalda bæði

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.