Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 75

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 75
LÆKNABLAÐIÐ 43 hverfi, sem eigi nær lengra en 0,1 mílu frá heimili hans, ber honum fyrir hverja vitjun sjúkra þar á staðnum 35 aurar, nema öðruvísi hafi verið um samið, t. d. viss þóknun á ári. Fyrir ferð læknis fram á haf- skip, sem liggur á höfn, skal greiða 4 kr.“ Til samanburðar um verðlag, að svo miklu leyti sem saman- burður er mögulegur, skal þess getið, að kýrverð er þá sam- kvæmt verðlagsskrám 70—80 kr. og annað þar eftir. Hefur það því u. þ. b. fertug- til fimm- tugfaldazt. Árið 1899 eru enn sett ný lög um skipun læknishéraða á Is- landi og fleira nr. 24, 13. okt.5) Landinu er nú skipt í 42 lækn- ishéruð, sem skiptast í 5 launa- flokka. Launin eru frá 1500 kr. í stærstu héruðum og upp að 1900 kr. í hinum minnstu og fá- mennustu héruðum. Einnig er sett ný allýtarleg og hækkuð gjaldskrá (4 gr.). Viðtalsgjald er frá 1 krónu, eins þótt um stutta vitjun sé að ræða, ekki yfir 0,1 mílu, fyrir skoðun og minnstu aðgerðir eða ráðlegg- ingar og allt að 8 kr. fyrir að taka af stóran lim eða gera ann- an þvílíkan meiri háttar líkams- skurð. Fyrir að hjálpa sængur- konu 4 kr. Fyrir störf í þarfir heilbrigðis- og réttargæzlu (5. gr.) greiðist t. d. 2 kr. fyrir lík- skoðun og 16 kr. fyrir uppskurð á líki. Fyrir rannsóknir ásamt greinargerð 3—4 kr. o. s. frv. Fyrir ferðir (6. gr.), enda sé honum séð fyrir ókeypis flutn- ingi, „kr. 3 fyrir hverjar 12 stundir og að því skapi fyrir kafla úr 12 stundum“. Til sam- anburðar skal þess getið, að dag- kaup verkamanna á Eyrarbakka er á árunum 1890—1900 kr. 2, en tímakaup 20 aurar.0) Árið 1907 eru sett ný lög um skipan læknishéraða og fleira, no. 34, 16. nóv.5) Læknishéruð- in eru nú 43. Árslaun héraðs- lækna allra jafnt 1500 kr. á ári. 4. grein þessara laga er svo- hljóðandi: ,,Um borgun fyrir störf hjer- aðslækna fer eptir gjaldskrá, er ráðherrann semur, með ráði landlæknis [Guðm. Björnsson 1906—1931]. Gjaldskrá þessi skal yfirleitt eigi mæla fyrir um hærri borgun en þá, sem ákveð- in er fyrir læknisverk í 4. og 5. grein laga 13. okt. 1899 nr. 24.“ En í 5. gr. segir um ferðir héraðslækna: „Skal sjá honum fyrir flutn- ingi ókeypis og svo beina leið sem hægt er, og greiða honum enn fremur, auk borgunar fyrir læknisverkið, 30 aura fyrir hverja klukkustund að deginum til. milli niðmorguns og nátt- mála, en 50 aura fyrir stundina á öðrum tíma sólarhringsins.“ Helgidaga er að engu getið. — Fyrir ferðir í þarfir heil- brigðis- og réttargæzlu skyldi greiða 40 aura fyrir hverja

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.