Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 78

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 78
16 LÆKNABLAÐIÐ „Hsestu laun, sem full verð- lagsuppbót greiðist á, skulu vera 650 kr. á mánuði.“ Gjaldskrá héraðslækna var látin vera óbreytt, en til að bæta þeim upp afkomurýrnun vegna sívaxandi dýrtíðar varð það að samkomulagi milli landlæknis og viðkomandi ráðuneytis að greiða héraðslæknum verðlags- uppbót svarandi til 650 kr. mán- aðarlauna, án tillits til þess, hver laun þeirra voru í raun og veru. Samanber eftirfarandi bréf dóms. og kirkjumálaráðu- neytisins til landlæknis, dags. 6. maí 1942. „Þetta ráðuneyti hefur í sam- ráði við f jármálaráðuneytið fallizt á að reikna skuli héraðs- læknum verðlagsuppbót af 650 kr. mánaðarlaunum, án tillits til þess, hver laun þeirra eru.“ Einhver tregða virðist þó hafa verið á því frá ráðuneytis- ins hálfu að standa við þetta samkomulag til langframa, enda engin heimild fyrir því í lögum eða reglugerðum, því að 2. okt. 1942 skrifar landlæknir dóms- og kirkjumálaráðuneytinu eftir- farandi bréf: „Ég leyfi mér hér með að beina því til ráðuneytisins, að það hlutist til um, að héraðs- læknum verði reiknuð fyrirhug- uð uppbót á laun þeirra, sam- kvæmt þingsályktunartillögu síðasta alþingis í samræmi við þá reglu, sem upp hefur verið tekin um ákvörðun verðlagsupp- bótar til þeirra, að hvorutveggja uppbótin verði reiknuð af 650 kr. á mánuði, án tillits til þess, hver laun þeirra eru í raun og veru. Verði þetta ekki gert, verður ekki réttlætt, að gjald- skrá héraðslækna verði látin áfram með öllu óbreytt.“°) Þótt þessi háa uppbót væri til nokkurra bóta, voru læknar al- mennt óánægðir. T. d. skrifa læknar í Suður-Þingeyjarsýslu landlækni bréf 27. sept. 1942; þakka þar að vísu þá bót, sem hin háa verðlagsuppbót (á 650 kr. mánaðarlaun) sé, en telja það allsendis ónóg og fara fram á að gjaldskráin verði hækkuð um 300%.°) Árið 1943 kom ný stjórn til valda, utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar, sem kunnugt er. F j ármálaráðherra þeirrar stjórnar, Björn Ólafsson, taldi öllum fjárhag landsins stefnt í voða vegna sívaxandi dýrtíðar og óhófseyðslu. Taldi hann með öllu ófært að greiða héraðslækn- um þessa háu uppbót í heimild- arleysi. og féll það því niður, en þess í stað var gjaldskráin hækkuð 1. marz 1943 um 100%. Árið 1945 eru sett ný lög um laun starfsmanna ríkisins, nr. 16, 12. marz. Læknishéruðin eru þá 50 og laun héraðslækna ákveðin þannig: Héraðsl. í Rvík og Akureyri kr. 11.100 (árslaun). — i 3. fl. hér. kr. 10.200

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.