Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1965, Page 25

Læknablaðið - 01.06.1965, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF L/EKNAFÉLAGI ÍSLANDS O G LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: Olafur Bjarnason. Meðritstjórar: Magnús Olafsson og Þorkell Jóhannesson (L.Í.), Ólafur Geirsson og Ásmundur Brekkan (L. R.) 50. ÁRG. REYKJAVÍK, JÚNÍ 1965 1. HEFTI TÍMAMÓT Á þessu ári er 'liálf öld liðin frá því, að Læknablaðið hóf göngu sína. Á slíkum tímamót- um er hollt að staldra ögn við og líta yfir farinn veg og freista þess einnig að skyggnast nokk- uð inn í framtíðina og gera sér far um að marka stefnuna, sem halda skal. í annálsþætti Magnúsar Ölafssonar í þessu hefti er í stuttum dráttum rakin saga Læknablaðsins frá öndverðu. Þegar flett er árgöngum blaðs- ins, kemur í ljós, að ytra form og suið hefur lítið breytzt, og svipað má segja um niðurröð- un og flokka efnis. Þó held ég, að sú formbreyting, sem gerð var fyrir nokkrum árum, þeg- ar breytl var frá einnar arkar blaði vfir í þriggja arka læfli, hafi skapað möguleika fyrir meiri fjölbreytni bvers lieftis um sig og gert Læknablaðið læsilegra. Fjölgun heftanna úr fjórum í sex á þessu ári ber einnig vitni um aukinn vöxt og viðgang ritsins. Fámenni íslenzkrar lækna- stéttar vakti nokkurn ugg hjá brautryðjendunum um það, að ekki fengjust nógu margir til að rita í blaðið, svo að þvi vrði baldið úti reglulega. Segja má, að þessi ótti liafi að mestu reynzt ástæðulaus, en þó var lengi svo, að mestur hluti efnis- ins var ritaður af litlum hópi ósérhlífinna áhugamanna. Eftir þvi sem islenzkum læknum fjölgar, bætast við fleiri og fleiri liðsmenn, sem taka sér penna í hönd til að fylla síður Læknablaðsins, og er það vel. Ilins vegar er ekki allt fengið

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.