Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1965, Qupperneq 40

Læknablaðið - 01.06.1965, Qupperneq 40
14 LÆKNABLAÐIÐ leitni — eigi sér almennt mál- gagn eða málgögn, sem rituð eru á tungu landsmanna. Hér á landi var hafizt lianda um útgáfu slíks timarits, Læknablaðsins, fyrir fullum 50 árum. Var þetta árið 1915, þeg- ar Islendingar eignuðust þjóð- fána. Með útkomu Læknablaðs- ins má einnig segja, að íslenzk læknastétt hafi eignazt sitt sér- staka merki. Það hefur nú verið uppi síðan, ef undan eru skilin tvö hretár, svo sem getið er á öðrum stað í liefti þessu. Lækna- blaðið er því í hópi elztu tíma- rita, sem út koma hérlendis. 1 lítt þróuðum löndum eru þjóðtungurnar allajafna óþjál- ar, þegar þeim er beitt við sér- fræðileg efni. Svo mun og flest- um reynast, er leggja fvrir sig að rita um læknisfræði á ís- lenzku. Fer þá eigi sjaldan svo, að i textann skjótast ensk, dönsk, sænsk eða þýzk orð eða orðtök eða lalneskar afbakan- ir, er ekki verður þokað um set. Er annað tveggja, nema hvort tveggja sé, að íslenzkir læknar liafi lítt lagt sig eftir að rita gott íslenzkt læknisfræðilegt mál eða að slíkt sé verulegum vandkvæðum bundið enn sem komið er. Takist ekki að semja glögg nýyrði, er belra að ís- lenzka rithátt erlendra orða og fella að íslenzkum beygingar- reglum en notast við ónákvæm orð eða amböguleg orðasam- bönd, þólt íslenzk eigi að lieita. Hér er því verðugt verkefni Læknablaðinu auk annarra, er áður getur. Rittregða hefur orðið mörg- um tímaritum að falli hér á landi. Erfiðara er að sjálfsögðu að halda úti læknarili á íslandi en í flestum öðrum löndum. Kemur hér til fæð íslenzkra lækna. Þess vegna er augljóst, að tiltölulega fleiri læknar verða hér að koma lil leiks á ritvell- inum en nauðsyn krefur að jafn- aði erlendis. Ritmennska er ekki öllum í blóð borin fremur en annað. Hollara er þó Lækna- blaðinu og læknastéttinni í heild, að menn stingi niður penna en ekki. Með æfingu kemur leikni og því fjölskrúðugra verður Læknablaðið, því fleiri, sem í það rita. Læknablaðið er ritað fyrir lækna og af læknum. Það er tengiliður íslenzkra lækna inn- byrðis og málgagn stéttarinnar í lieild út á við. Læknablaðið getur því verið f jöregg íslenzkra lækna, sverð þeirra og skjöldur. Ritstjórn hlaðsins á sér enga ósk jafnheita og þá, að læknar séu þessa ævinlega minnugir og efli hlaðið, svo að um nnmi á ó- komnum árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.