Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1965, Side 50

Læknablaðið - 01.06.1965, Side 50
22 LÆKNABLAÐIÐ gulu án stíflu tilheyrandi lyf- læknum, en þetta fær augsýni- lega ekki staðizt í öllum tilfell- um. Stífla er ekki alltaf mek- anísk eins og t. d. í cholangiol- itis, þar sem aðgerð kemur ekki að gagni. A hinn bóginn er miltisnám gert við blóðgulu, sem er gula án stíflu. Hún, ásamt gallstíflu af mekanísk- um orsökum, eru þær tegundir gulu eftir þessari greiningu, þar sem skurðaðgerð kemur til greina. Stífla í gallgöngum utan lifr- ar veldur gulu því aðeins, að stíflan sé milli þess staðar, sem aðallifrargangar koma saman, og papilla Vateri. En sé hún ofar, útslcilur liinn óstíflaði lduti lifrarinnar nóg til þess, að gula kemur ekki fram. Mestu máli skiptir því að greina á milli gulu, sem krefst aðgerðar, og gulu, þar sem skurðaðgerð kemur ekki til greina. Oft liggur sú greining nokkuð beint við, eftir að metin er sjúkrasaga og sjúklingur skoðaður, saur og þvag athug- að, sérstök blóðpróf gerð og röntgenmyndir teknar, en stund- um er þetta flóknara. I sjúkrasögunni geta fólgizl mikilsverðar upplýsingar, t. d. um starf sjúklingsins með til- liti til efna, sem hafa eitui’áhrif á lifrina, alkóhóls o. fl.; enn fremur, hvort viðkomandi hef- ur umgengizt gulusjúkling eða hann hefur haft gulu fyrr á ævinni. Komast verður að þvi, hvort sjúklingur hefur tekið nokkur lyf, sem vitað er að geti haft eituráhrif á lifur; einnig, hvort sjúklingur hefur fengið sprautur eða blóðgjafir nýlega og þá hvaða efnum hefur verið sprautað eða jafnvel, hvort tek- ið hefur verið hlóð úr eyra eða fingri. Hafi gallblöðruaðgerð verið framkvæmd á sjúklingn- um áður, getur enn fremur ver- ið um að ræða steina í gall- gangi, eða þrengsli (stricturu) eftir aðgerð. Hitahækkun með hrolli bendir gjarnan til cholan- gitis. Þó her þess að gæta, að hitahækkun ásamt skjálfta fvlgir preicterisku stigi veiru- gulu, en hrollur er oft meira áberandi í cholangilis. Kláði kemur oft snemma í gulu vegna stíflu utan lifrar, en sést einnig við lifrargulu, en er ekki eins áberandi og kemur seinna. Verkir eru vfirleitt ekki mikl- ir í lifrargulu. Þar eru frekar leiðindaþyngsli og óþægindi í epigastrium og h. hypochondri- um. En miklir verkir hægra megin í kvið eða epigastrium með kveisum, sem leggja aftur í bak eða upp í öxl og þarfn- ast deyfilyfja, gjarna samfara hrolli og hitahækkun, ásamt dökku þvagi og ljósum hægð- um, benda með nokkurri vissu til steina í choledochus. Þó get- ur verkur verið lítill, einkum hjá gömlu fólki. Verkir geta einnig fylgt krabbameini i hris-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.