Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1965, Side 51

Læknablaðið - 01.06.1965, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 23 kirtli; liggja þá aftur i mitt bak, og liður sjúklingnum oft betur, erbann liggur á hliðinni kreppt- ur eða situr uppi í keng. Ef sjúklingur befur verið las- inn í vikutíma eða svo með liita, óljósum óþægindum í epi- gastrium, ógleði o. s. frv., áð- ur en liann fékk gulu, bendir það oftast á veirugulu. Melt- ingartruflun með óþægindum og fituóþoli í lengri tima, leið- ir gruninn að steini í chole- dochus, en einkenni frá kvið í marga mánuði ásamt megrun getur bent á illkvnja æxli. Stundum hafa sjúklingar tekið eftir litarbreytingu á hægðum og þvagi. Svartar hægðir i gulu- sjúklingi geta táknað krabba- mein í ampulla Vateri eða brisi. Við skoðun þarf að meta dýpt gulunnar og blæ. Djúp, stöðugt vaxandi gula, með græn- leitum blæ, bendir á stíflu, sem er alger, eins og við æxli í og við gallganga. Ljósgulari er hún gjarnan við cholestasis innan lifrar. Verkjalaus, djúp gula, sem kemur snögglega, orsakast frekar af lifrarskemmd og hef- ur þá brúnleitari blæ. Gula með sveiflum í styrkleika, kem- ur oftast við stein neðst í chole- dochus, sem losnar annað veif- ið, milli þess sem bann stíflar ganginn. En svipað getur átt sér stað við æxli með drepi, sem brotnar niður. Áberandi bláæðateikning á kvið, köngulfléttur og lifrarlóf- ar eru oftast merki um cirr- bosis. Hörð, bnútótt, stór lifur, sem finnst við þreifingu, ber vott um meinvörp frá krabba- meini. Gallblaðra, sem finnst við þreifingu, ásamt gulu, oft vaxandi án verkja, ætti að benda til illkynja æxlis umhverfis am- pulla Vateri, samkvæmt Curvoi- sier lögmáli, sem felst í því, að sé gallblaðra stækkuð í gulu- sjúldingi, tákni það ekki stein í cboledochus, þar sem undan- farandi bólga í gallblöðru í sambandi við gallsteina bindr- aði, aðgallblaðran gæti þaniztút. Steinn neðst í ductus cysticus getur, um leið og bann slíflar afrás frá gallblöðrunni, bungað inn í eða þrýst svo á ductus choledochus, að valdi gulu. Greinanleg miltisstækkun kemur fyrir í blóðgulu og cir- rbosis, getur einnig komið við þrýsting á v. lienalis með stíflu vegna bólgu eða æxlis í bris- lcirtli. Eitlastækkanir benda á meinvörp. Æxli í kviðarholi geta komið í ljós við skoðun, og sjálfsagt er að gera rectal og vaginal skoðun ásamt atluig- un á saur og þvagi. Bíokemiskar rannsóknir má nota til stuðnings hinum ýmsu klínisku einkennum í stíflugulu, og bendir aukið bilirubin með bækkun á bundnu formi þess á stíflu; auk þess bækkaður alkalískur fosfatasi, einkum við stíflu utan lifrar, bækkað cbo- lesterolmagn í blóði, neikvæð

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.