Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1965, Page 56

Læknablaðið - 01.06.1965, Page 56
28 LÆKNABLAÐIÐ bundið — er oft hækkað sam- fara stíflugulu. Esterbundið kól- esterol er hins vegar oft lækk- að við lifrargulu, og heildar- kólesterol er þá ýmist lágt, eðli- legt eða hækkað. Mæling á kólesterol getur því verið hjálp — en elcki óbrigðul — við greiningu milli stíflu- og lifrar- gulu. Ég lief farið fljótt yfir sögu og stiklað á stóru, enda eru enn þá ótalin próf og rannsóknir, sem gildi hafa. Get óg ekki skil- ið svo við þetta efni, að ég drepi ekki í lokin á nauðsyn almennr- ar blóðrannsóknar. Sökk og hlóðmynd gefa oft dýrmætar upplýsingar, ekki sízt hlóð- myndin, með tilliti til hemo- lysugulu. Að lokum þetla: Rannsókn- arstofurnar ráða núna yfir rannsóknarmöguleikum, sem leitt geta langt, en ekki alltaf alla leið að marki við greiningu á lifrar- og stíflugulu. í erfið- um tilfellum er því náið sam- starf sérfræðinga nauðsynlegl lil þess að komast að lokamark- inu. Ó. B.: Við liöfum nú heyrt, livaða aðferðum Ivflæknir, skurð- læknir og meinefnafræðingur beita við greiningu gulu. Með þeirri tækni, sem þessir sér- fræðingar ráða yfir nú, má segja, að unnt sé að glöggva sig á, hvaða sjúklegar breyting- ar liggi að haki gulunnar í lang- samlega flestum tilfellum. Þó telur Sheila Sherlock, að i 15% gulusjúklinga nægi klínisk skoðun og híokemiskar rann- sóknaraðferðir ekki lil að upp- lýsa málið, svo að öruggt sé. í þessum sjúkdómstilfellum sé réttlætanlegt og reyndar nauð- svnlegt að grípa til þess að taka stungusýni úr lifur og' rannsaka sneiðar úr því í smásjá lil þess að komast nær liinu rétta um eðli breytinganna, sem gulunni valda. Þessi rannsóknaraðferð á sér alllanga sögu, og mun Paul Ehr- licli hafa beitt henni fyrstur manna árið 1893, en það er ekki fyrr en á síðustu árum, að hún hefur verið notuð að nokkru ráði. Skömniu fyrir síðasta stríð hirtu Iversen og Roholm niðurstöður af athug- unuin sínum í Danmörku, og á fyrstu árum stríðsins skrifuðu Dihle, Sherlock og McMichel um rannsóknir á lifrarsjúkdómum í Rretlandi, þar sem þcssari rannsóknaraðferð var beitt. Eft- ir stríðslokin urðu not þessar- ar aðferðar smám saman miklu almennari. Hér á landi hefur aðferðin verið notuð endrum og eins síðan 1952, en þó eink- um síðustu fimm til sex árin, og þá aðallega á lyflæknisdeild Landspítalans, en einnig nokk- uð á Borgarspitala og Landa- kotsspítala. Hér gefst ekki tími til að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.