Læknablaðið - 01.10.1977, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ
185
Stefán Jónsson, Sigurður B.iörnsson’
MAGASYRA
Skoðanir hafa löngum verið skiptar
meðal lækna um gildi magasýrumælinga
við greiningu og meðferð meltingarkvilla.1
og þess vegna misjafnt, hversu læknar
færa sér í nyt slíka athugun til hjálpar.
Án efa liggja margar orsakir til þessa,
en ekki er ólíklegt, að þær megi að ein-
hverju leyti rekja til mismunandi aðferöa
við rannsóknir og mat á niðurstöðum, eu
verulega hefur skort á samræmingu í
þessum efnum, þótt stefnt hafi í rétta átt
á síðari árum. Fleira kemur til greina er
vikið verður litillega að síðar i þessan
grein.
Rannsóknir á magasafa má rekja aftur
til ársins 1912, er Ehrinreich:i gerði at-
huganir á magasafa, er hann safnaði í
stutt tímabil hvert á eftir öðru. Frá þeim
áratugum, er liðið hafa síðan, er að finna
mikið safn ritverka um magasýrumæling-
ar.
Myndun magasafa er háð ýmsum þátt-
um, er verka annað hvort hvetjandi eða
letjandi. Ýmsir hvetjandi þættir hafa lengi
verið þekktir, aðrir skemur. í því sam-
bandi má nefna lyf eða fæðu gefna sem
staðlaða máltíð. Polland og Bloomfieldfi
voru fyrstir til að nota histamín dihydro-
clorið árið 1931. Insulin var fyrst notað
af Hollanderr> 1946 og 1951 birti Roth
niðurstöður af caffein-hvatningu.
Á seinni árum hafa einkum tvö Ivf
verið notuð, betazole, öðru nafni histalog,
sem er isomer við histamín, og penta-
gastrin. Bæði þessi efni hafa þá kosti um-
fram histamín, að aukaverkanir eru litlar
en áhrif svipuð hvað varðar myndun
magasýru.
Síðla árs 1972 voru gerðar verulegar
breytingar á magasýrumælingum á Borg-
arspítalanum. Hætt var sýnatöku á klin-
iskum deildum og sjúklingar hafðir á
1. Rannsókna- og Lyfjadeild Borgarspítalans.
Rannsóknadeild meðan á athugun stend-
ur. Ný tæki voru tekin í notkun, bæði
fyrir sýnitöku og sýrumælingar. Hætt var
notkun histamín og histalog tekið í stað-
inn. Hér á eftir verður gerð nokkur grein
fyrir þeim rannsóknum, er gerðar voru
næstu tvö árin.
EFNIVIÐUR
Á umræddu tímabili komu til rann-
sóknar alls 265 sjúklingar. Af þeim voru
143 karlar og 122 konur. Frá Lyfjadeild
komu 159 sjúklingar, frá Handlæknis-
deild-46 og 60 voru utan spítala. í töflu
1 sést flokkun þessara sjúklinga eftir sjúk-
dómi, kyni, meðalaldri og aldursdreifingu.
Sjúkdómsgreining er byggð á niðurstöð-
um kliniskrar athugunar, Röntgen-skoð-
unum og magaspeglunum.
RANNSÓKNAR-
AÐFERÐ
Sjúklingur kemur fastandi að morgni
á Rannsóknadeild. Einnota magaslanga af
Levingerð er sett niður í gegnum aðra
hvora nösina. Staðsetning slöngu er
ákveðin þannig, að sjúklingur er látinn
drekka nokkra sopa af vatni og slöngu
hagrætt, þar til auðvelt er að soga það
upp. Magi er þannig tæmdur og notuð
til þess 50 ml glersprauta. Sé þessi aðferð
notuð, er ekki talin ástæða til að leggja
magaslönguna samkvæmt Röntgenskygg-
ingu.4 Slanga er síðan tengd sérstaklega
gerðri magasogdælu af Egnell gerð með
stillanlegum sogkrafti, venjulega 50-70
mmHg. Öðru hvoru er blásið niður lofti
og sogað með sprautu til að fyrirbyggja
stíflur.
Sýnatöku er þannig háttað, að fyrst er
sýni safnað í 2x30 mínútur, síðan er gefið
histalog 1,5-2,0 mg/kg og safnað í 3-4x30
mínútur eftir því, hvernig háttað er
sýrustigi og magasafamagni. Mæling sýru