Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1977, Qupperneq 15

Læknablaðið - 01.10.1977, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 189 Guðmundur Ingi Eyjólfsson, Magnús Ólason, Sigurður Björnsson HÆGBRÁÐ SKJALDKIRTILSBÓLGA (Thyroiditis subacuta)' INNGANGUR í grein þessari verður rætt um hæg- bráða skjaldkirtilsbólgu (thyroiditis sub- acuta), lýst þrem dæmigerðum sjúkdóms- tilfellum og greint frá nokkrum öðrum, sem fundust á skrám sjúkrahúsa í Reykja- vík, frá tímabilinu 1967-1976. Tilgangur greinar þessarar er að vekja athygli á þessum sjúkdómi, sem sjaldnar er greindur hérlendis en víða annars stað- ar.(i Líklegt er að vægari tilfelli séu ekki greind, enda einkenni oft lítil og skamm- vinn. Aðeins svæsnari tilfelli eru lögð á sjúkrahús og eru sjaldan rétt greind við innlögn, enda eru í sjúkdómsmyndinni al- menn einkenni yfirgnæfandi, svo sem hiti og slappleiki. SKILGREINING Sjúkdómurinn einkennist af verk fram- an í hálsi og upp í eyru, allháum hita og miklum slappleika. Kirtillinn er aumur, stækkaður og þéttur átöku. Rannsóknir einkennast af háu sökki, lítilli joðupptöku kirtilsins, háu eggjahvítubundnu joði og skjaldkirtilsvakar (T;{, T4) eru oft hækk- aðir. Orsök sjúkdómsins er ókunn. Sjúk- dómurinn er aldrei banvænn, bólgan hjaðnar sjálfkrafa, en getur í sumum til- fellum varað árum saman. Einkennum má halda niðri þar til sjúkdómurinn lagast. EFNIVIÐUR Sjúkrasaga I 37 ára kona, innlögð á lyflækningadeild Borgarspítalans sumarið' 1973 - vegna hita. Um fimm vikum fyrir komu fann hún fyrir aumri fyrirferðaraukningu framan á hálsi, ásamt vægum særindum í hálsi og kyngingar- örðugleikum. Þessu fylgdu ónot framan á hálsi, sem leiddu upp í kjálka og eyra vinstra megin. Þessi einkenni héldust næstu tvær vikur. 1 Frá Lyfjadeild Borgarspítala. Greinin barst ritstjórn 01.05. 1977. Þremur vikum fyrir komu byrjaði hár hiti, ógleði, slappleiki og verkur í enni. Hitinn var nokkuð stöðugur, fór iðulega upp í 40°, oft samfara kuldaskjálfta. Hún hafði ekki hósta, liðverki, útbrot eða þvagfæraeinkenni. Hún fékk Ledermycin í viku, siðan Pondocillin í viku án áhril'a á ofangreind einkenni. Fyrri heilsufarssaga ómarkverð: Alltaf verið við góða heilsu, eignast þrjú börn, gengið undir botnlangaaðgerð. Við komu mældist hiti 38°. Hún var heit viðkomu, engin útbrot eða eitlastækkanir finnanlegar. Munn- og kokslimhúð eðlileg. Framan á hálsi, svarandi til skjaldkirtilsins, sást og fannst greinileg fyrirferðaraukning, meira áberandi hægra megin, þétt átöku, aum, ekki hnútótt eða hnökrótt. Þessi fyrir- ferðaraukning færðist til við kyngingu. Barki var í miðlínu. Lungna- og hjartahlustun eðli- leg, púls 94/mín., blóðþrýstingur 120/80. Skoð- un annars eðlileg. Fyrstu rannsóknir sýndu vægt blóðleysi (blóðrauði 11.2 gr. %), mikla sökkhækkun (118 mm/klst.), 9100 hvit blóðkorn, 10 stafir, 72 deilikjarnar og 17 eitlingar. S-kolesterol mældist 100 mg.%. Smásjárskoðun og rækt- un á þvagi eðlileg. Fljótlega eftir komu þótti greiningin hæg- bráð skjaldkirtilsbólga líklegust og beindust rannsóknir eftir það fyrst og fremst að skjald- kirtli. Við komu mældist T4 7.7 microgr.%, 3 dögum eftir komu var athuguð joðupptaka á skjaldkirtli, reyndist hún 0.4% eftir 24 klst., svo að ekki reyndist unnt að skanna líffærið. Þremur vikum eftir komu var T4 endurmæit og reyndist 2.2 microgr.%, en T;j eðlilegt 92 (n. 91-119), s-total thyrosin 83 pmol/1. (n. 66-139), thyroxin-joð eðlilegt 0.33 p,mol/l. (n. 0.27-0.55) og eggjahvítubundið joð 0.27 p.mol/1. (n. 0.27-0.55) eða 3.4 picrogr./ 100 ml (n. 3.4-7.0). Allar þessar síðastnefndu rannsóknir voru gerðar af Medisinsk labora- torium í Kaupmannahöfn. Af öðrum rann- sóknum voru gerð ýmis gigtarpróf, svo sem AST, Rose Waaler og acryl-fixationspróf, sem öll voru innan eðlilegra marka. Röntgenmynd af lungum og hjartarafrit reyndust eðlileg. Meðferð var hafin á þriðja degi. Konunni voru gefin 4 grömm af acetylsalicylsýru á dag, varð hitalaus á 5. degi og hélst svo til útskriftar 20 dögum eftir komu. Sökk lækk- aði hægt og sígandi, mældist 47 mm 2 vikum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.