Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1977, Page 15

Læknablaðið - 01.10.1977, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 189 Guðmundur Ingi Eyjólfsson, Magnús Ólason, Sigurður Björnsson HÆGBRÁÐ SKJALDKIRTILSBÓLGA (Thyroiditis subacuta)' INNGANGUR í grein þessari verður rætt um hæg- bráða skjaldkirtilsbólgu (thyroiditis sub- acuta), lýst þrem dæmigerðum sjúkdóms- tilfellum og greint frá nokkrum öðrum, sem fundust á skrám sjúkrahúsa í Reykja- vík, frá tímabilinu 1967-1976. Tilgangur greinar þessarar er að vekja athygli á þessum sjúkdómi, sem sjaldnar er greindur hérlendis en víða annars stað- ar.(i Líklegt er að vægari tilfelli séu ekki greind, enda einkenni oft lítil og skamm- vinn. Aðeins svæsnari tilfelli eru lögð á sjúkrahús og eru sjaldan rétt greind við innlögn, enda eru í sjúkdómsmyndinni al- menn einkenni yfirgnæfandi, svo sem hiti og slappleiki. SKILGREINING Sjúkdómurinn einkennist af verk fram- an í hálsi og upp í eyru, allháum hita og miklum slappleika. Kirtillinn er aumur, stækkaður og þéttur átöku. Rannsóknir einkennast af háu sökki, lítilli joðupptöku kirtilsins, háu eggjahvítubundnu joði og skjaldkirtilsvakar (T;{, T4) eru oft hækk- aðir. Orsök sjúkdómsins er ókunn. Sjúk- dómurinn er aldrei banvænn, bólgan hjaðnar sjálfkrafa, en getur í sumum til- fellum varað árum saman. Einkennum má halda niðri þar til sjúkdómurinn lagast. EFNIVIÐUR Sjúkrasaga I 37 ára kona, innlögð á lyflækningadeild Borgarspítalans sumarið' 1973 - vegna hita. Um fimm vikum fyrir komu fann hún fyrir aumri fyrirferðaraukningu framan á hálsi, ásamt vægum særindum í hálsi og kyngingar- örðugleikum. Þessu fylgdu ónot framan á hálsi, sem leiddu upp í kjálka og eyra vinstra megin. Þessi einkenni héldust næstu tvær vikur. 1 Frá Lyfjadeild Borgarspítala. Greinin barst ritstjórn 01.05. 1977. Þremur vikum fyrir komu byrjaði hár hiti, ógleði, slappleiki og verkur í enni. Hitinn var nokkuð stöðugur, fór iðulega upp í 40°, oft samfara kuldaskjálfta. Hún hafði ekki hósta, liðverki, útbrot eða þvagfæraeinkenni. Hún fékk Ledermycin í viku, siðan Pondocillin í viku án áhril'a á ofangreind einkenni. Fyrri heilsufarssaga ómarkverð: Alltaf verið við góða heilsu, eignast þrjú börn, gengið undir botnlangaaðgerð. Við komu mældist hiti 38°. Hún var heit viðkomu, engin útbrot eða eitlastækkanir finnanlegar. Munn- og kokslimhúð eðlileg. Framan á hálsi, svarandi til skjaldkirtilsins, sást og fannst greinileg fyrirferðaraukning, meira áberandi hægra megin, þétt átöku, aum, ekki hnútótt eða hnökrótt. Þessi fyrir- ferðaraukning færðist til við kyngingu. Barki var í miðlínu. Lungna- og hjartahlustun eðli- leg, púls 94/mín., blóðþrýstingur 120/80. Skoð- un annars eðlileg. Fyrstu rannsóknir sýndu vægt blóðleysi (blóðrauði 11.2 gr. %), mikla sökkhækkun (118 mm/klst.), 9100 hvit blóðkorn, 10 stafir, 72 deilikjarnar og 17 eitlingar. S-kolesterol mældist 100 mg.%. Smásjárskoðun og rækt- un á þvagi eðlileg. Fljótlega eftir komu þótti greiningin hæg- bráð skjaldkirtilsbólga líklegust og beindust rannsóknir eftir það fyrst og fremst að skjald- kirtli. Við komu mældist T4 7.7 microgr.%, 3 dögum eftir komu var athuguð joðupptaka á skjaldkirtli, reyndist hún 0.4% eftir 24 klst., svo að ekki reyndist unnt að skanna líffærið. Þremur vikum eftir komu var T4 endurmæit og reyndist 2.2 microgr.%, en T;j eðlilegt 92 (n. 91-119), s-total thyrosin 83 pmol/1. (n. 66-139), thyroxin-joð eðlilegt 0.33 p,mol/l. (n. 0.27-0.55) og eggjahvítubundið joð 0.27 p.mol/1. (n. 0.27-0.55) eða 3.4 picrogr./ 100 ml (n. 3.4-7.0). Allar þessar síðastnefndu rannsóknir voru gerðar af Medisinsk labora- torium í Kaupmannahöfn. Af öðrum rann- sóknum voru gerð ýmis gigtarpróf, svo sem AST, Rose Waaler og acryl-fixationspróf, sem öll voru innan eðlilegra marka. Röntgenmynd af lungum og hjartarafrit reyndust eðlileg. Meðferð var hafin á þriðja degi. Konunni voru gefin 4 grömm af acetylsalicylsýru á dag, varð hitalaus á 5. degi og hélst svo til útskriftar 20 dögum eftir komu. Sökk lækk- aði hægt og sígandi, mældist 47 mm 2 vikum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.