Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 24
194 LÆKNABLAÐIÐ dæmigerðar fyrir þennan sjúkdóm er ekki talið nauðsynlegt að taka sýni úr kirtlin- um og lítið nálarsýni getur stundum gefið brenglaða mynd.1 Sé skorið inn á kirtil- inn reynist hann sléttur og þéttur átöku, grár eða gulbrúnn í skurðfleti. Smásæjar breytingar eru í fyrsta lagi: Drep í þekju kirlilblaðranna (follicla), í öðru lagi íferð kyrnikorna, stórkirninga (monocyta), eitlinga (lymphocyta) og veflinga (hystiocyta), en úr veflingum myndast síðan risafrumur, sem eru ein- kennandi fyrir þennan sjúkdóm, í þriðja lagi bandvefsmyndun og í fjórða lagi grær bólgan með nýmyndun kirtilblaðra. í raf- eindasmásjá má auk þess sjá þykknun á grunnhimnu.13 Á bráðu skeiði sjúkdómsins tekur skjaldkirtillinn upp mjög lítið geislavirkt joð og iðulega ekkert.7 Skýringin er sú að þekjan er sködduð og getur kirtillinn því ekki haldið í joðið. Skönnun kirtilsins er því ókleif á þessu stigi sjúkdómsins. Eggjahvítubundið joð er oft hækkað og stafar af því að sködduð kirtilþekjan lek- ur joðbundnum efnum, svo sem joð- tyrosini og thyroglobulini út í blóð- rásina. Eggjahvítubundið joð er því oft mikið hækkað þótt vakarnir (T_j, T:j) séu ekki hækkaðir svo neinu nemi. Þegar kirt- illinn hefur lekið öllum lýmingi (colloid) yfir í blóðrásina, lækka vakarnir í blóð- inu. Ef þetta gerist áður en kirtilþekjan hefur endurnýjast, geta gildi vaka verið mjög lág um tíma og sjúklingurinn fengið einkenni um lækkuð efnaskifti. Einn sjúklingur (XI) fékk einkenni um vanstarfsemi skjaldkirtils um 10 vikum eftir að fyrstu einkenni gerðu vart við sig og mældist thyroxin (T4) þá lækkað, 2.8 microgr. %, en skjaldkirtilsörvi (TSH) mikið hækkaður, 137 einingar. Konan var því sett á L-Thyroxin. Þetta ástand varir væntanlega mjög stutt, enda er varanleg- ur spiklopi (myxoedema) mjög sjaldgæf- ur. Aðeins hefur verið greint frá tveim varanlegum tilfiellum af spiklopa eftir thyroiditis subacuta.3 11 Á bráðu stigi sjúkdómsins finnast yfir- leitt engin mótefni gegn thyroglobulini í blóðinu. Slík mótefni geta fundist í litlum mæli eftir að sjúkdómurinn hefur staðið lengi.-613 Skjaldkirtilsörvi (TSH) er hækkaður í sumum tilfellum, en í öðrum eðlilegur. Efnaskifti mælast oft hækkuð og stafar það af vakaáhrifum, en getur einnig skýrst af auknum bruna, sem veld- ur hitahækkun. Nýting skjaldkirtils á geislavirku joði var könnuð hjá 9 sjúklingum. Þetta próf var gert á bráðu siigi sjúkdómsins hjá 7 þeirra og nýttu 6 þeirra nánast ekkert joð, en á þessu prófi er greining sjúk- dómsins að mestu byggð. Eggjahvilu- bundið joð var hækkað hjá 3 sjúklingum og thyroxin hjá 4. Mikilli sökkhækkun er lýst í öllum þeim greinum, sem höfundar hafa fundið um þennan sjúkdóm.7 11 Sökk reyndist mikið hækkað hjá 6 sjúklingum. Aftur á móti eru hvít blóðkorn oftast nær eðlileg og sjaldnast hærri en 10000, þótt undan- tekningar séu þar frá.11 Einn sjúklingrr (II) var með mikla hækkun á hvíturn blóðkornum og lækkuðu þau ekki þrátt fyrir sterameðferð. Þau lækkuðu að end- ingu ári eftir að sjúkdómurinn byrjaði, en eftir það hefur ekkert bryddað á skjald- kirtilsbólgu hjá þeirri konu. Sú kona fékk einnig einkenni, sem bentu á hjartavöðva- bólgu og hjartarafrit bentu einnig í þá átt. Hjartarafrit hennar er nú eðlilegt. Hjarta- vöðvabólgu hefur aðeins einu sinni áður verið lýst hjá sjúklingi með hægbráða skjaldkirtilsbólgu.11 Orsök þessa sjúkdóms er ókunn, en talið er víst að hann byggist ekki á móiefna- myndun gegn kirtlinum, þótt vottur af mótefnum gegn thyroglobulini hafi stund- um fundist í blóði í stuttan tíma.13 Frem- ur er talið að ýmsar veirur geti valdið þessum sjúkdómi, einkum hettusóttar- veiran. Allmörgum tilfellum hefur verið lýst, þar sem hækkun fannst á mótefnum gegn hettusóttarveiru.4 Volpé fann hækk- un á mótefnum gegn ýmsum veirum, svo sem hvotsóttarveiru, adenoveirum, ecco- veirum, hettusóttarveiru og inflúensu- veiru, hjá 32 sjúklingum með hægbráða skjaldkirtilsbólgu af 71, sem hann athug- aði.12 Jafnvel hefur verið stungið upp á sérstakri veiru, sem orsakaði sjúkdóm- inn.1 Hægbráð skjaldkirtilsbólga er aldrei banvænn sjúkdómur. Hann lagast af sjálfu sér á mislöngum tíma. Vægustu til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.