Læknablaðið - 01.10.1977, Qupperneq 33
LÆKNABLAÐIÐ
199
Jón Hilmar Alfreðsson
KVIÐSPEGLUN (Laparoscopia)1
YFIRLIT YFIR 371 AÐGERÐ Á LANDSPÍTALANUM 1971-1974
Kviðspeglanir voru teknar upp á kven-
sjúkdómadeild Landspitalans árið 1971.
Árlegur fjöldi þessara aðgerða hefur sið-
an farið jafnt vaxandi. í árslok 1974 hafði
371 speglun verið framkvæmd. Könnun
var gerð á ábendingum (indicatio) til þess-
ara aðgerða og fengnum greiningum í
þeim tilgangi að meta gildi þeirra í með-
ferð ákveðinna vandamála í kvenlækn-
ingum. Jafnframt var gerður samanburð-
ur við tilsvarandi uppgjör frá Lundi í
Svíþjóð.
Ástæða þykir til að kynna læknum
þessa greiningaraðferð, sem svo mjög er
orðin ríkjandi í nútíma kvenlæknisfræði.
STUTT SÖGULEGT
ÁGRIP
Það mun hafa verið Þjóðverjinn Jaco'b-
aeus, sem fyrstur gerði kviðspeglun á
manneskju árið 1910. Síðan hefur aðferð-
in þróast stig af stigi. Daninn Nordentöft
benti á það hagræði að blása upp kviðinn
með lofti og nota Trendelenburg stöðu.
Bandaríkjamenn gerðu tengur til sýna-
töku (biopsi) og rafbrennslu (diatermi),
°S þegar árið 1937 mælti Anderson með,
að ófrjósemisaðgerðir yrðu framkvæmdar
gegnum kviðspeglun. Samhliða henni þró-
aðist önnur leið til skoðunar á grindar-
og kviðarholi, gegnum leggöngin, svo-
kölluð „culdoscopia“. Við hana voru þarm-
arnir lengi vel til trafala, þar til Decker,
árið 1944, tók upp brjóst-hné stöðu og
loftblásningu (pneumoperitoneum).
Ytri ljósgjafi og ljósleiðsla úr trefja-
gleri ollu byltingu í öllum innri speglun-
um. Heiðurinn af því áttu Fourestier,
Gladu og Vuliére, árið 1952. Við það dró
mjög úr hættu á hita- og rafmagnsslysurn,
um leið og lýsingin batnaði.
Árið 1964 hóf Jón Þorsteinsson að gera
1 Erindi flutt á fundi Landspítalalækna 21.
febrúar 1975.
kviðspeglanir í sambandi við greiningu á
lifrarsjúkdómum. Mun það vera upphaf
þessara aðgerða hér á landi.
NIÐURSTÖÐUR OG
GILDISMAT
Tafla I sýnir árlegan fjölda aðgerða.
samtals 371. Tiltækar voru sjúkraskrár
og aðgerðarlýsingar hjá 327, afgangs verða
44, fles'ar sendar af öðrum deildum og
sjúkrahúsum.
Tafla II sýnir þær viðbótaraðgerðir, sem
gera má við kviðspeglun og fjölda þeirra
eftir árum.
Legblásning (hyidropertubatio) með
indigo-bláma er notuð við rannsóknir og
meðferð á ófrjósemi. Losun minniháttar
samvaxta er auðveld og hefur í stöku til-
fellum læknað konur af verkjum og í
öðrum leitt til getnaðar. Sýnistaka frá
æxlum og meinvörpum, um leið og út-
TABLE I
Number of laparoscopies at the National
Hospital 1971-74.
Year Number Explored Omitted
1971 31 27 4
1972 87 81 6
1973 110 92 18
1974 143 127 16
Total 371 327 44
TABLE II
Supplementary operations to laparoscopy.
Procedure 1971 1972 1973 1974 Total
Pertubation 4 7 15 33 59
Lysis adhes. 3 20 16 20 59
Biopsy 0 7 6 12 25
Cystic puncture 0 1 4 6 11
El. coag. tubarum 0 0 2 11 13
Laparotomy 9 11 11 9 40