Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1977, Side 34

Læknablaðið - 01.10.1977, Side 34
200 LÆKNABLAÐIÐ breiðsla meinsins er könnuð eða um leið og stungið er á einfaldri blöðru í eggja- stokk, sparar mörgum uppskurð. Þá kem- ur fram, að á árunum 1973-74 voru hafnar ófrjósemisaðgerðir (electrocoagulatio tu- barum via laparoscop.), en þessum að- gerðum hefur fjölgað mjög síðan með nýj- um og frjálslegri lögum. Gildi kviðspeglana liggur að nokkru í spöruðum uppskurðum, en hver og einn uppskurður kostar legudaga og enn fleiri vinnudaga, en einnig þjáningu og ósjaldan spjöll á fallegum konumaga. í 40 tilfellum leiddi speglunin beint til uppskurðar, hjá 7 mistókst að komast inn í kviðarholið (byrjunarerfiðleikar), 5 höfðu svo mikla samvexti að speglunin kom ekki að gagni, 20 höfðu æxli, sem þarfnaðist aðgerðar og 8 utanlegsþykkt. Hjá þeim 28, þar sem greiningin við kvið- speglun leiddi til skurðaðgerðar, fékkst réttmæíi greiningarinnar staðfest í öll- um tilvikum nema einu (sjá síðar). Tafla III sýnir ábendingar á kviðspegl- un og tafla IV þær greiningar, sem feng- ist hafa með henni. Óírjósemi (sterilitas) er algengasta ástæðan til kviðspeglunar. Er henni beitt bæði við frum- og síðari ófrjósemi (steril- itas primaria et secundaria). Oft eru gerð- ar viðbótaraðgerðir, blásning, losun sam- vaxta og sýnistaka frá eggjastokkum og legbolsslímu. Nú koma ekki öll tilfellin til speglunar, þannig að um visst úrtak er að ræða, en með þeim hætti, sem við- hafður hefur verið, fást jákvæðar grein- ingar í 70 tilfellum af 105, en hjá 35 finnst ekkert, sem hnígur að ófrjósemi. Við marg- TABLE III Indications for laparoscopy 1971-74. Indication 1971 1972 1973 1974 Total Sterility 9 26 25 45 105 Abdominal pain 9 23 28 32 92 Pelvic tumor 5 10 19 19 53 Acute salpingitis Extrauterine ? 0 11 8 5 24 pregnancy 4 3 5 7 19 Oligo-amenorrhé 0 5 3 4 12 Cancer 0 3 2 2 7 Sterilization 0 0 2 13 15 þætta rannsókn, eins og viðhöfð er í ófrjó- semi, er neikvæð greining oft býsna þýð- ingarmikil og þannig má ljóst vera að gildi kviðspeglana er afar mikið í þessum tilfellum. Kviðverkir (dolor abdominis) eða nánar tiltekið langvarandi verkur um neðan- verðan kvið, án þess að nokkur skýring finnist, er önnur algeng ástæða til kvið- speglunar. Þá er þægilegt að geta boðið upp á slíka rannsókn, en hvað gefur hún? í 10 tilfellum af 92 finnst skýring, a. m. k. sennileg (varices pelvis og endometriosis). í 41 tilfelli finnast samvextir, sem verða að teljast heldur vafasöm skýring á verkj- um. Loks finnst engin skýring í 41 tilfelli. Þannig virðist í fljótu bragði, að gildi speglunarinnar sé 1 rýrara lagi og draga mætti úr eða draga á langinn að gera þær út á þessa ábendingu. Hitt mun þó sönnu nær, að hér vanti meiri vitneskju. Hvernig reiðir þessum sjúklingum af, leið- ir tíminn eitthvað nýtt í ljós? Hver var árangur af samvaxtalosunum? Athyglis- vert er, að miðað við aðrar ábendingar í þessu uppgjöri, var tíðni samvaxta mjög há við dolor abdominis. Fyrirferðaraukning í kvið (tumor pelvis). Hér er oft um að ræða miðaldra og eldri konur, þar sem þreifing er erfið og spurning er um góðkynja hnút í legi (myoma) eða æxli í eggjasiokki. í 5 lil- fellum varð vegna samvaxta að gera hol- skurð til þess að komast að greiningu. Annars virðist greiningin við speglun hafa verið örugg. Bráð eggjaleiðarabólga? (salpingitis acuta). Upphaflega voru bráðir bólgusjúk- dómar taldir til frábendinga (kontra- indicatio). Reynslan sýndi þó, að slík var- færni var ástæðulaus. Hjá okkur hafa eingöngu vafatilfelli verið spegluð, og töldust 14 af 24 hafa sjúkdóminn sam- kvæmt speglun. í einu tilfelli sannaðist, að greiningin var röng, á daginn kom utan- legsþykkt. Hjá 10 var hægt að afskrifa gruninn og virðist sú greining hafa stað- ist. Hér má minna á, að eina viðhlítandi meðferðin á bráðri bólgu í eggjaleiðurum er lega og lyfjagjöf á sjúkrahúsi í a. m. k 2 vikur. Utanlegsþykkt? (grav. extrauterina) var í 19 tilfellum tilefni til speglunar. Af

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.