Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1977, Side 40

Læknablaðið - 01.10.1977, Side 40
206 LÆKNABLAÐIÐ vikum stafi tíðabreytingarnar ekki af að- gerðinni. TAFLA 11. Tíðablœðingar eftir aðgerðina: Tíðablæðingar Fjöldi % Reglulegar 152 75 Óreglulegar eins og fyrir aðg. 27 13 Óreglulegar eftir aðgerðina 23 12 Samtals 202 100 Um andlegt ástand vísast til töflu 12, en þar kemur í ljós að 4 konur töldu sitt andlega ástand hafa versnað eftir aðgerð- ina. Þar af hafði samlíf versnað hjá 2 og voru þær ekki ánægðar með að hafa geng- ist undir aðgerðina. Hinar 2 höfðu óbreytt samlíf, þar sem önnur var ánægð með aðgerðina, en hin óákveðin. Líklegt er þess vegna að breyting á andlegu ástandi þessara tveggja stafi af öðrum orsökum. TAFLA 12. Andlegt ástand: Andlegt ástand Fjöldi % Versnað 4 2 Lagast 51 25 Óbreytt 147 73 Samtals 202 100 Um samlíf vísast í töflu 13. Fimm kon- ur töldu að samlífið hefði versnað, en þó voru þrjár þeirra ánægðar með aðgerð- ina og andlega ástandið hafði ekki versn- að. Sú fimmta var óákveðin með aðgerð- ina og andlega ástandið var óbreytt. Við sjáum einnig á töflu 13 að hjá 31% kvenn- anna hafði samlíf batnað, sem líklega á orsök sína í horfinni þungunarhræðslu. TAFLA 13. Samlíf: Samlíf Fjöldi % Eins og áður 134 66 Versnað 5 3 Lagast 63 31 Samtals 202 100 Um álit kvennanna á aðgerðinni þá vís- ast til töflu nr. 14. Þar kemur fram að tvær konur voru óánægðar með aðgerð- ina, þar sem önnur hafði fengið óreglu- legar tíðablæðingar, en andlegt ástand og samlíf var óbreytt og hin hafði óreglu- legar blæðingar og andlegt ástand og sam- líf hafði versnað. Óákveðnar voru sjö konur, en hjá einni þeirra hafði þó sam- líf lagast og blæðingar og andlegt ástand var óbreytt. TAFLA 14. Ánœgð með aðgerðina: Ánægð með aðgerðina Fjöldi % Já 193 96 Nei 2 1 Óákveðin 7 3 Samtals 202 100 SAMANTEKT Gerðar voru á árunum ’73-’76 216 ófrjó- semisaðgerðir í gegnum kviðarholssjá a Sjúkrahúsi Akraness. Efniviðurinn var ekki valinn, þ. e. a. s. aðgerðin var gerð á öllum sjúklingum, sem óskuðu þess og áttu lagalegan rétt til aðgerðarinnar. Eng- ir meiri háttar fylgikvillar voru í aðgerð eða svæfingu og aðgerðina var hægt að framkvæma í öllum tilvikum (nema þrí- vegis voru bilanir í brennslutæki). Að- gerðin var auðveld í meira en 90% til- fella. Þrjár konur urðu þungaðar þrátt fyrir aðgerðina, þar af ein vegna ónógra forrannsókna (var þunguð þegar aðgerð var framkvæmd), og önnur vegna tækni- legra byrjunarörðugleika. Flestar kon- urnar voru útskrifaðar daginn eftir að- gerð. Reynsla okkar sýnir að mikinn meiri hluta þessara aðgerða má gera án inn- lagnar á sjúkrahús, ef góð aðstaða er á sjúkrahúsi og heimili. Jafnframt var öllum konunum sendur spurningalisti og voru heimtur 77%. Blæð- ingar urðu óreglulegar hjá 12%, en benda má á að 80% kvennanna voru eldri en 36 ára. Andlegt ástand lagaðist hjá 25% og samlíf hjá 31%, en hjá mjög fáum versn- aði ástandið sem var í mörgum tilvikum af öðrum ástæðum. Langflestar konurnar voru ánægðar með aðgerðina.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.