Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1977, Síða 40

Læknablaðið - 01.10.1977, Síða 40
206 LÆKNABLAÐIÐ vikum stafi tíðabreytingarnar ekki af að- gerðinni. TAFLA 11. Tíðablœðingar eftir aðgerðina: Tíðablæðingar Fjöldi % Reglulegar 152 75 Óreglulegar eins og fyrir aðg. 27 13 Óreglulegar eftir aðgerðina 23 12 Samtals 202 100 Um andlegt ástand vísast til töflu 12, en þar kemur í ljós að 4 konur töldu sitt andlega ástand hafa versnað eftir aðgerð- ina. Þar af hafði samlíf versnað hjá 2 og voru þær ekki ánægðar með að hafa geng- ist undir aðgerðina. Hinar 2 höfðu óbreytt samlíf, þar sem önnur var ánægð með aðgerðina, en hin óákveðin. Líklegt er þess vegna að breyting á andlegu ástandi þessara tveggja stafi af öðrum orsökum. TAFLA 12. Andlegt ástand: Andlegt ástand Fjöldi % Versnað 4 2 Lagast 51 25 Óbreytt 147 73 Samtals 202 100 Um samlíf vísast í töflu 13. Fimm kon- ur töldu að samlífið hefði versnað, en þó voru þrjár þeirra ánægðar með aðgerð- ina og andlega ástandið hafði ekki versn- að. Sú fimmta var óákveðin með aðgerð- ina og andlega ástandið var óbreytt. Við sjáum einnig á töflu 13 að hjá 31% kvenn- anna hafði samlíf batnað, sem líklega á orsök sína í horfinni þungunarhræðslu. TAFLA 13. Samlíf: Samlíf Fjöldi % Eins og áður 134 66 Versnað 5 3 Lagast 63 31 Samtals 202 100 Um álit kvennanna á aðgerðinni þá vís- ast til töflu nr. 14. Þar kemur fram að tvær konur voru óánægðar með aðgerð- ina, þar sem önnur hafði fengið óreglu- legar tíðablæðingar, en andlegt ástand og samlíf var óbreytt og hin hafði óreglu- legar blæðingar og andlegt ástand og sam- líf hafði versnað. Óákveðnar voru sjö konur, en hjá einni þeirra hafði þó sam- líf lagast og blæðingar og andlegt ástand var óbreytt. TAFLA 14. Ánœgð með aðgerðina: Ánægð með aðgerðina Fjöldi % Já 193 96 Nei 2 1 Óákveðin 7 3 Samtals 202 100 SAMANTEKT Gerðar voru á árunum ’73-’76 216 ófrjó- semisaðgerðir í gegnum kviðarholssjá a Sjúkrahúsi Akraness. Efniviðurinn var ekki valinn, þ. e. a. s. aðgerðin var gerð á öllum sjúklingum, sem óskuðu þess og áttu lagalegan rétt til aðgerðarinnar. Eng- ir meiri háttar fylgikvillar voru í aðgerð eða svæfingu og aðgerðina var hægt að framkvæma í öllum tilvikum (nema þrí- vegis voru bilanir í brennslutæki). Að- gerðin var auðveld í meira en 90% til- fella. Þrjár konur urðu þungaðar þrátt fyrir aðgerðina, þar af ein vegna ónógra forrannsókna (var þunguð þegar aðgerð var framkvæmd), og önnur vegna tækni- legra byrjunarörðugleika. Flestar kon- urnar voru útskrifaðar daginn eftir að- gerð. Reynsla okkar sýnir að mikinn meiri hluta þessara aðgerða má gera án inn- lagnar á sjúkrahús, ef góð aðstaða er á sjúkrahúsi og heimili. Jafnframt var öllum konunum sendur spurningalisti og voru heimtur 77%. Blæð- ingar urðu óreglulegar hjá 12%, en benda má á að 80% kvennanna voru eldri en 36 ára. Andlegt ástand lagaðist hjá 25% og samlíf hjá 31%, en hjá mjög fáum versn- aði ástandið sem var í mörgum tilvikum af öðrum ástæðum. Langflestar konurnar voru ánægðar með aðgerðina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.