Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ
217
Árni T. Ragnarsson og Björn Guðbrandsson
BRÁÐ EISTALYPPUBÖLGA OG SNIJNINGUR Á EISTUM
HJÁ SVEINBÖRNUM1
Inngangur: Fram til þessa hefur bráð
eistalyppubólga (epididymitis acuta) ver-
ið álitin sjaldgæfur sjúkdómur hjá svein-
börnum. Talið hefur verið, að sú sjúkdóms-
mynd hjá sveinbörnum, sem lýsir sér sem
bólga, roði og verkur í pung, orsakist nær
alltaf af snúningi á eista (torsio testis;,
(nema að um innkýlt náraslit sé að ræða).
Nýverið rak á fjörur okkar tilfelli með
þessa sjúkdómsmynd og varð það til þess
að við kynntum okkur þessi mál nokkuð
nánar. Hér á eftir munum við lýsa þessu
sjúkratilfelli, greina frá því sem vitað
hefur verið um bráða eistalyppubólgu í
sveinbörnum og bera saman tíðni eista-
lyppubólgu og snúning á eistum í svein-
börnum. Þá verður rætt um helstu að-
ferðir til greininga á milli þessara tveggja
sjúkdóma og loks gerð athugun á fjölda
sjúklinga með þessa sjúkdóma, aldurs-
dreifingu þeirra og orsakir ef þekkt er,
á Landakotsspítala sl. 5 ár.
Sjúkratilfelli: Sjúkl. er 5 mánaða gamalt
sveinbarn, sem var óvært og hafði haft 38
stiga hita í vikutíma, en var heldur farið að
skána. Þegar móðir kom heim úr vinnu að
kvöldi, tók hún eftir því, að pungur barnsins
var orðinn blásvartur og bólginn hægra meg-
in og rauður vinstra megin. Vaktlæknir
kom og lagði bamið inn bráðainnlagn-
ingu, sem náraslit hægra megin. Að öðru
leyti er ekkert í sjúkra- og heilsufars-
sögu barnsins, nema hvað heilsuverndar-
hjúkrunarkona hafði fundið fyrirferðaraukn-
ingu hægra megin, þegar barnið var 3ja vikna
og taldi að þar væri um vatnseista (hydro-
cele) að ræða. Við komu á barnadeild er
barnið með 38,1°C hita og grætur mikið.
Pungur þess er mjög rauður báðum megin,
en hvergi blár eða svartur og hægra eista er
stórt og þrútið. Pungurinn virtist vera mjög
aumur viðkomu.
Mismunagreining Djúp bólga í pung (phleg-
við komu: mona scroti). Snúningur á
eista (torsio testis obs).
Innkýlt náraslit h. megin
1 Frá Barnadeild St. Jósefsspítala, Landakoti.
(incarcereruð hernia in-
guinalis obs). Bráð eista-
lyppubólga (acute epididy-
mitis obs).
Vegna þess að ekki var hægt að útiloka að
um snúning á eista væri að ræða, var stuttu
eftir komu gerð könnunar-aðgerð. Kom þá
í ljós greinileg bólga í eistalyppu, en eistað
sjálft var eðlilegt og engin merki um snún-
ing. Sömuleiðis kom í ljós talsvert stórt kvið-
slit, sem var lagað. Tekið var strok frá eista-
lyppu í ræktun, sem siðar reyndist neikvæð.
Eftir aðgerðina var barnið sett á sýklalyf, en
þvagrannsókn daginn eftir sýndi gröft og
bakteríur, en þar eð sýklalyfjameðferð var
hafin ræktaðist ekkert úr þvagi. Skömmu síð-
ar var tekin nýrnamynd og sýndi hún þenslu
á nýrnabikar og þvagpípu vinstra megin,
svipað og sést við bakrennsli, en bakrennslis-
röntgenmynd sem tekin var daginn eftir, var
alveg eðlileg. Við blöðruspeglun var þvag-
blaðran og þvagpípuop sömuleiðis alveg eðli-
leg, en þvagpípan var talsvert þröng. Sú
ályktun var því dregin, að þarna væri um
þrengsli neðst í vinstri þvagpípu að ræða og
var því skömmu síðar gerð endurtenging á
þvagleiðara í gegnum þvagblöðruvegginn
vinstra megin (uretero-neo-cystostomia sin.)
og gekk hún vel og heilsaðist barninu vei
eftir aðgerðina. Bólgan i eistalyppu hafði þá
smá minnkað og barnið var orðið hið hress-
asta.
Eistalyppubólga hjá sveinbörnum Fátt
eitt hefur verið skrifað um eistalyppu-
bólgu í sveinbörnum og eins og fyrr sagði
var lengi talið að það væri ákaflega sjald-
gæfur sjúkdómur og því vart púðri eyð-
andi á hann. Talið var að sjúkdómsmynd,
sem lýsti sér sem bólga, roði og verkur í
pung orsakaðist nær alltaf af snúningi á
eistanu hjá drengjum innan við kyn-
þroskaaldur, nema að um innkýlt kvið-
slit væri að ræða. í fyrra kom þó út grein
um bráða eistalyppubólgu hjá börnum
yngri en 15 ára og var hún byggð á upp-
gjöri frá Karolinska sjúkrahúsinu i Stokk-
hólmi,7 en þetta uppgjör náði til 48 tilfella.
Aðrar greinar um eistalyppubólgu í svein-
börnum eru einungis 3-4 að tölu og byggja