Læknablaðið - 01.10.1977, Side 71
LÆKNABLAÐIÐ
225
Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Guðrún Jónsdóttir kona hans taka á móti gestum í
Ráðherrabústaðnum að loknum aðalfundi og Læknaiþingi. Með þeim á myndinni eru
hjónin Hrafn Tulinius og Helga Brynjólfsdóttir.
Helzta viðfangsefni aðalfundar að þessu
sinni auk venjulegra aðalfundarstarfa var
að fjalla um tillögur nefndar, sem skipuð
var í janúar 1977 til að endurskoða lög
Læknafélags íslands. Þóroddur Jónasson,
héraðslæknir á Akureyri, gerði grein fyrir
lagabreytingatillögunum, en þeim hafði
verið dreift sem fylgiriti með ársskýrslu.
Talsvert ýtarlegar umræður urðu á fund-
inum um fyrrgreindar lagabreytingartil
lögur, en engin afstaða tekin til þeirra að
þessu sinni, þar eð nefndin mun starfa
áfram að þessu verkefni og verða endan-
legar tillögur lagðar fyrir aðalfund L.í.
næsta ár.
Allmargar ályktunartillögur voru lagðar
fram á fundinum frá hinum ýmsu svæða-
félögum, og fengu þær venjulega meðferð,
fulltrúar svæðafélaganna gerðu grein fyrir
tillögunum, þeim var síðan vísað til starfs-
nefnda, sem fjölluðu um þessar tillögur
og síðan voru tillögurnar ræddar á al-
mennum fundi og bornar undir atkvæði.
Ályktanir aðalfundar L.í. 1977 voru eft-
irfarandi:
1. „Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í
Reykjavik 15.—17. sept. 1977 telur tillögur
þær, sem fyrir liggja að reglugerð um
heilsugæzlustöðvar vera i veigamiklum at-
riðum ófullnægjandi, enda fjalla þær ein-
göngu um 21. gr. heiíbrigðislaga nr. 56/1973,
en ek-ki um rekstur og stjórnun. Telur fund-
urinn eðiilegt að gerð verði rammareglu-
gerð fyrir allt landið, en við hana bætist
síðan sérákvæði fyrir heilsugæzlustöðvar,
þar sem tekið er tillit til staðhátta og starfs-
liðs. Fundurinn ályktar að leggja beri fram
í einu lagi reglugerð fyrir heilsugæzlustöðv-
ar og felur stjórn Læknafélags Islands að
fylgja því máii eftir".
2. „Aðalfundur Læknafélags Islands 1977 telur
mjög aðkallandi að settar verði reglur um
starfsemi rannsóknastofa er vinna að lækn-
ingarrannsóknum. Fundurinn telur nauð-
synlegt að slíkar rannsóknastofur verði
skráðar og starfsemi þeirra háð opinberu
eftirliti, og skorar á yfirvöld heiibrigðis-
máia að vinna að þessum málum".
3. „Aðalfundur Læknafélags Islands 1977 skor-
ar á heilbrigðisyfirvöld og sveitarstjórnir á
höfuðborgarsvæðinu að hraða sem mest
uppbyggingu heilsugæzlustöðva. Fundurinn
bendir á, að tilfinnanlegur skortur hefur
verið á heimilislæknum á höfuðborgarsvæð-
inu um árabil og engar horfur eru á að úr
því rætist nema síður sé við núverandi að-
stæður. Nýliðun í heimilislækningum er ó-
líkleg án heilsugæzlustöðva. Ennfremur
bendir fundurinn á, að skipulagning allrar
heilsugæzlu er brýnasta verkefnið í heil-
brigðisþjónustu höfuðborgarsvæðisins, en
stofnun heilsugæzlustöðva er alger forsenda
fyrir slíkri skipulagningu“.
4. „Aðalfundur Læknafélags Islands 1977 skor-
ar á stjórn félagsins að stofna starfshóp, er
hafi það verkefni að vinna að nýrri útgáfu
læknisfræðilegs orðasafns1'.
5. „Aðalfundur Læknafélags Islands 1977 telur,
að brýnt sé að samræma eða skipuleggja