Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 82

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 82
232 LÆKNABLAÐIÐ Einn þátttakandi benti á, að ihann teldi vænlegt, að við fylgdum svipuðum reglum eins og væru gildandi t.d. í Noregi og víð- ar á Norðurlöndunum, að frumkvæði til þess að fjalla um slík mál ættu að vera hjá svæðafélögunum. í>á lagði umræðustjóri fram tillögur, sem eins konar uppkast að starfsreglum fyrir væntanlega siðanefnd og hvernig hún skyldi skipuð. Hann sýndi einnig skema yfir, hvemig slík nefnd ætti hugsanlega að tengjast stjórnum læknafélaganna og landlæknisembættinu og yfirleitt dóms- kerfinu. Væri raunar ekki vanþörf á að einfalda 'hlutina, því ekki hefði verið hægt að koma öllum atriðum inn á skemað, sem þar ættu þó heima. SIÐANEFND LÆKNAFÉLA.GS ISLANDS 1. Innan félagsins starfar siðanefnd. Hlutverk siðanefndar er að hafa eftirlit með og stuðla að því, að siðareglur, lög og samþykktir félagsins séu hafðar í heiðri, að vera læknum til ráðuneytis um mái- efni er varða samskipti lækna innbyrðis og um siðareglur lækna, að kynna lækn- um og læknanemum siðareglur, lög og samþykktir félagsins, að fjalla um meint brot á siðareglum, lögum og samþykktum félagsins. 2. Siðanefnd tekur til umsagnar eða úrskurð- ar, eftir því sem við á, erindi og umkvart- anir frá sjúklingum og aðstandendum þeirra, læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, stjórnum L.I., svæðafélaga, sérgreinafé- laga og heilbrigðisstofnana eða siðanefnd- um þeirra, ef til eru, og heilbrigðisyfir- völdum. Nefndin fjallar einnig um fullyrðingar, sem fram kunna að koma í fjölmiðlum, um meint misferli einstakra lækna og hópa lækna. Rísi ágreiningur um verksvið nefndarinnar skal málinu skotið til stjórnar L.l. 3. I siðanefnd sitja þrír læknar. Skulu þeir kosnir á aðalfundi L.I. til tveggja ára í senn. Varamenn skulu vera jafnmargir, kjörnir á sama hátt og til jafn langs tíma. Hvorki aðalmenn né varamenn mega eiga sæti i stjórn L.l. Svæðafélög hérlendis kjósa árlega einn lækni og annan til vara í fulltrúaráð siða- nefndar. Skulu þeir vera trúnaðarmenn siða- nefndar innan svæðafélagsins og annast gagnasöfnun fyrir nefndina, þegar þess er óskað. Kjörtímabil fulltrúaráðs er milli aðalfunda, 4. Siðanefnd skal fjalla um hvert það mál, sem henni berst og afgreiða það með eins skjót- um hætti og kostur er hverju sinni. Nefndin heldur gerðabók um störf sín. Gerðabókin er eign Læknafélags Islands. Ritari siðanefndar skal vera lögfræðingur. Stjórn L.l. greiðir honum þóknun fyrir störf hans. Nefndin skal senda stjórn L.I. skýrslu um störf sin einu sinni á ári og formaður siða- nefndar skal skýra stjórninni frá stöðu máia endranær, óski stjórnin eftir því. Telji siðanefnd, að tiltekin málefni falli ekki innan starfssviðs hennar, sendir nefnd- in málið til stjórnar L.I. í tillögum umræðustjóra komu fram sömu atriði og eru í tillögum þeim, sem endurskoðunarnefndin hefir gert að breyt- ingu á lögum félagsins (20. gr.) og birt er í ársskýrslu stjórnar L.í. og vísast til henn- ar. Hin nýja tillaga gerir ráð fyrir að siða- nefnd verði falið sama hlutverk og stjórn L.I. sé ætlað, samkvæmt fyrri tillögunni, nema hvað stjórn L.í. ein geti vísað lækn- um úr félaginu. Fundarmenn voru almennt hlynntir því, að stofnuð yrði siðanefnd, og þær breyt- ingartillögur, sem komu fram á þessu upp- kasti, voru fyrst og fremst þær, að einn fundarmanna lagði til, að það yrði ekki hlutverk nefndarinnar að kynna læknum og læknanemum siðareglur, lög og sam- þykktir félagsins. Eðlilegra væri, að þetta væri áfram hlutverk stjórna læknafélag- anna, og voru menn almennt sammála um, að það væri ekki skynsamlegt að hlaða of miklum verkefnum á nefndina. Varðandi skipun nefndarinnar þá voru menn yfir- leitt sammála um, að þetta ætti að vera 3ja manna nefnd, sem væri kosin á aðal- fundi. Hins vegar væri ekki ástæða til þess, að svæðafélögin kysu sérstakan full- trúa, því að það gerði þessa skipan óþarf- lega flókna. Hins vegar væri eðlilegra, að stjórnir svæðafélaganna væru sá aðili, sem hefði samband við þessa siðanefnd, ræki hlutverk þeirra fulltrúa svæðafélaga, sem gert væri ráð fyrir í tiilögunum. Sú skoðun kom einnig fram, að ekki væri heppilegt að miða sektir við ákveðna upphæð á okkar verðbólgutímum, heldur væri miðað við á'kveðið hlutfall af mán- aðarlaunum, t.d. tvöföld mánaðarlaun. Menn voru sem sé almennt sammála um, að það væri ekki aðeins æskilegt, heldur beinlínis nauðsynlegt, að komið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.