Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 95

Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 95
LÆKNABLAÐIÐ 103 í 66. gr. segir ennfremur, að Menntamála- ráðuneytið geri ,,í samráði við fræðslustjóra, heildaráætlun um framkvæmd ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu samkvæmt lögum þessum. Skal áætlunin miðuð við það fjármagn, sem til þessa starfsþáttar er veitt á fjárlögum. Til þessarar starfsemi skal að fengnum til- lögum fræðslustjóra ráða sérfræðinga, fé- lagsráðgjafa og sérkennara. Einnig er fræðsluráði heimilt að tryggja sér þjónustu ráðgefandi læknis til slíkra starfa.“ Þá er ástæða til að benda á 50. gr. grunn- skólalaganna, þar sem segir: „Börn, sem talin eru vikja svo frá eðlilegum þroskaferl;, að þau fá ekki notið venjulegrar kennslu i einni eða fleiri námsgreinum, eiga rétt til sérstakrar kennslu við sitt hæfi....“, og i 51. gr. segir: „Kennslu samkv. 50 gr. skulu njóta: a) börn, sem að dómi sálfræðiþjónustu og annarra sérfræðinga skortir hæfileika til að stunda venjulegt grunnskólanám. b) börn, sem að dómi skólalæknis, hafa eigi heilsu eða önnur líkamleg skilyrði til að stunda venjulegt grunnskólanám, c) börn, sem að dómi sálfræðiþjónustu og annarra sérfræðinga eiga við að etja hömlur, einkum í máli og lestri, sem valda því, að tvisýnt er um árangur venjulegrar bekkjarkennslu, d) börn, sem að dómi sálfræðiþjónustu og annarra sérfræðinga eiga við svo mikil aðlögunarvandamál að stríða, að þau eiga ekki samleið með venjulegum nem- endum, e) börn, sem af öðrum ástæðum þurfa sér- stakrar aðstoðar við að dómi sálfræði- þjónustu og annarra sérfræðinga, þar með talin seinþroska börn.“ í því, sem hér hefur verið rakið, er að finna helstu ákvæði um heilsuvernd í skólum og aðra þá þjónustu, sem henni mun tengj- ast á næstu árum. Flokkun í áliættuhópa Um nokkurt skeið hefir á vegum heil- brigðisstjórnarinnar verið unnið að undir- búningi læknisfræðilegrar þjóðskrár (Natio- nal Health Data Bank) og hafa WHO og UNDP veitt tæknilega aðstoð. Eitt af verkefnum þessarar þjóðskrár verður væntanlega skráning þeirra, sem eru í tilteknum áhættuflokkum (risk groups), t.d. þeirra, sem hafa tiltekna sjúkdóma, kvilla eða önnur vandamál, likamleg, andleg og félagsleg. Margir þessara einstaklinga eru illa 5 stakk búnir, er þeir hefja skólagöngu, en þeim má mörgum hjálpa verulega, ef ástand- ið er greint nógu snemma. Er þá hægt að bæta úr ýmsum ágöllum, áður en þeir hefja skólagöngu og þegar hún hefst, er hægt að veita þeim, sem vikja frá eðlilegum þroska og getu, þann stuðning, sem þeir þarfnast til þess að geta stundað nám, sem er við þeirra hæfi. Áhættuflokkarnir, sem hér eru taldir, voru notaðlr við sérkennslukönnun á Vesturlandi vorið 1977. Inn í þann lista hef ég bætt nokkrum hugtökum sem notuð eru innan breska skólaeftirhtsins-'1 og í sviga eru þær skilgreiningar, sem þar gilda.-1 1. Vangefnir (Mentally handicapped (IQ under 50-55)). 2. Treggreindir (Educationally subnormal, ESN (IQ 55-79)). 3. Óstýrilátir (hegðunarvandkvæði) (Mal- adjusted). 4. Málhamlaðir (Speech defect). 5. Heyrnleysingjar (Deaf). 6. Heyrnarskertir (Partially hearing). 7. Blindir (Blind). 8. Sjóndaprir (Partially sighted). 9. Hreyfihamlaðir (Physically handicapp- ed). 10. Sérstakir námsörðugleikar. 11. Veikbyggðir (Delicate), t.d. hjartasjúk- dómar, lungnasjúkdómar (t.d. asthma), sykursýki, blóðsjúkdómar. 12. Flogaveikir (Epileptic). 13. Veikir. I þessu sambandi vil ég vekja athygli á skil- greiningunni á gæslunemendum í leiðbein- ingum um skólaeftirlit:1 „Gæslunemendur kallast þeir nemendur, sem þarfnast annað hvort læknismeðferðar eða lækniseftirlits um skamman eða langan tima. Nemandi, sem þarnast læknismeðferðar. telst gæslunemandi, uns hann hefur farið tii læknis og læknismeðferð er lokið. Nemandi, sem þarfnast lækniseftirlits, telst gæslunemandi, uns ástand hefur breyst til hins betra eða þarflaust þykir af öðrum ástæðum að hafa hann lengur undir eftir- liti.“ Búast má við, að nokkurn tíma taki, að koma upp allsherjarskrá fyrir allt landið, yfir þá áhættuflokka, sem taldir voru og/eða aðra, sem ástæða þætti til að taka upp, en ekkert er þvi til fyrirstöðu, að slíkri skrá verði komið upp i hverju fræðsluumdæmi. Er raunar af nógu að taka, þvi að hverju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.