Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1983, Síða 11

Læknablaðið - 15.12.1983, Síða 11
LÆKNABLADID 69,325-327,1983 325 Guðmundur Jóhannesson yfirlæknir leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands ÁRANGUR HÓPSKOÐANA - FJÁRHAGSLEGT MAT Hafa hópskoðanir Krabbameinsfélaganna skil- að þeim árangri að pær geti talist skynsamleg fjárfesting? Hér verður reynt að bera saman heildarkostnað hópskoðana Krabbameinsfé- lagsins hér á landi við fjölda forstigsbreytinga og krabbameina, sem greinst hafa frá upphafi þessarar starfsemi. Þegar um er að ræða illkynja sjúkdóma ráðast batahorfur í flestum tilvikum mest af því hversu snemma meinið er greint. Pað virðist því augljós ávinningur að flýta greiningu. En jafnvel þótt gagnsemin fyrir hvern einstakling, sem vegna fyrri grein- ingar læknast af sjúkdómi sínum sé augljós, er erfitt að meta til fjár þann hagnað sem slík starfsemi hefur í för með sér, sérstaklega þegar á heildina er litið. Það er nú einu sinni svo að mannslíf verða ekki metin til fjár og sömuleiðis er erfitt að meta það tjón sem einstaklingurinn verður fyrir vegna sjúkdóms- ins. Hópskoðanir kvenna til greiningar á leg- hálskrabbameini og öðrum illkynja sjúkdóm- um í grindarholi hófust á vegum Krabbameins- félags íslands í júní 1964. Þessar skoðanir voru upphaflega bundnar við Reykjavík og ná- grenni en frá 1969 náðu þær til landsins alls. Frá 1974 hafa brjóstaskoðanir einnig verið teknar upp sem fastur liður í þessari sjúkdóma- leit. Á þessum 15 árum eða til ársloka 1979, hafa alls verið framkvæmdar 154 þús. skoðan- ir víðs vegar á landinu. Þegar litið er á heildar- kostnaðinn af þessari starfsemi þá sýnir rekstr- arreikningur Krabbameinsfélags íslands sl. ár að kostnaður við rekstur leitarstöðvarinnar í Suðurgötu 22 og frumurannóknastofu félags- ins á sama stað var 73 V2 milljón og séu dregnar frá tekjur fyrir aðsend frumusýni vegna annars en hópskoðanna, þá var kostn- aðurinn um 68 milljónir. Á þessu ári voru framkvæmdar 10.862 skoðanir. Beinn kostn- aður Krabbameinsfélagsins við hverja skoðun var því árið 1979 6.780 krónur. Sé við þessa upphæð bætt áætluðum viðbótarkostnaði Erindi flutt á heilbrigðispingi, sem haldið var á Hótel Loftleiðum 16.-17. október 1980. vegna skoðana úti á landi og 50 % dýrtíðar- aukningu til ársins í ár, lætur nærri að hver skoðun kosti nú um 12.000 kr. Séu allar skoðanir sem framkvæmdar hafa verið á þessum 15 árum umreiknaðar til núverandi kostnaðarverðs myndi það nema 1848 millj- ónum. Á árunum 1965-79 hafa verið greindar 123 konur með leghálskrabbamein og 66 með önnur illkynja æxli í grindarholi. Fram til ársloka 1979 höfðu verið greindar 105 konur með brjóstakrabbamein (síðan 1974) eða sam- tals 294 illkynja æxli. Varðandi leghálskrabba- meinið er ávinningurinn augljós þegar borin er saman stigaskiptingin hjá þeim konum sem greindar eru í leit annars vegar, og utan leitar hins vegar, þá sýnir það sig að 85 % þeirra sem greindar eru í leit eru með sjúkdóminn á 1. stigi miðað við 35 % hjá hinum sem greindar eru utan leitar. Einn aðaltilgangurinn með þessum hópskoðunum hefur verið að greina með frumusýnum forstigsbreytingar í leghálsi og er talið að með því að meðhöndla sjúklingana á því stigi megi fyrirbyggja legháls- krabbamein. Á þessu 15 ára tímabili voru greindar og meðhöndlaðar 450 konur með staðbundið mein eða það sem við köllum carcinoma in situ og um 200 með meiriháttar frumubreytingar eða dysplasiu af III. gráðu. Þannig hafa samtals verið greindar og meðhöndlaðar um 650 konur á þessu 15 ára tímabili. Talið er að hjá hluta af þeim sjúkl- ingum sem fá greininguna staðbundið mein gangi þessar breytingar til baka án meðferðar. Menn eru ekki á eitt sáttir hversu oft þetta gerist og hefur í því sambandi verið nefnt að hjá 40-60 % þróist þetta yfir í að verða krabbamein. Ef við gefum okkur þá forsendu að helmingurinn af þessum 65 % forstigsbreyt- ingum gangi yfir í krabbamein, þá höfum við eða munum koma í veg fyrir að konur fái leghálskrabbamein. Ef við leggjum þennan fjölda við fjölda áðurnefndra krabbameina fáum við 619. Sé þessari tölu deilt í heildar- kostnaðinn þá verður kostnaðurinn við að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.