Læknablaðið - 15.12.1983, Side 18
332
LÆK.NABLADID
1. Legháls er eðlilegur en saga er um óreglu-
legar eða miklar blæðingar (metrorrhagia,
menorrhagia).
2. Verulegt blöðrusig, legsig eða endaparmssig.
3. Óeðlileg stækkun er á legi eða eggjastokk-
um hjá yngri konum.
4. önnur ópægindi frá kynfærum, án gruns um
illkynja sjúkdóm.
1.4. Tilvísun í sérskoðun í Leitarstöð
Ef um er að ræða krabbameinsgrunsamleg
tilfelli er hægt að vísa sjúklingi í nánari skoðun
í Leitarstöðinni.
1.5. Tilvísun í leghálsspeglun
Óháð svari við frumusýni skal vísa sjúklingi í
leghálsspeglun (kolpóskópíu), áður en gripið
er til brennslu eða frystingar, ef grunur er um
leghálskrabbamein eða óljóst sár er á leghálsi,
með blóðugri útferð eða ef blæðingar eru við
samfarir. Jafnhliða leghálsspeglun eru tekin
vefjasýni frá grunsamlegum svæðum og útskaf
gert á leghálsi.
1.6. Beiðni um innlögn
Ef æxli er í grindarholi (óljós hnútótt stækkun
á legi eða fyrirferðaraukning í grindarholi) eða
blæðir frá leggöngum eftir tíðahvörf skal biðja
um innlagningu á kvenlækningadeild til preif-
ingar í svæfingu eða til að gera greiningarút-
skaf.
Ef sterkur grunur er um krabbamein skal
innlagningarbeiðni send á krabbameinsdeild
Kvennadeildar Landspítalans.
2. MEÐFERÐ FRUMUBREYTINGA
2.1. Dysplasia I-II í frumusýni
Dysplasi I: Nýtt frumusýni eftir 1 ár.
Dysplasi II: Nýtt frumusýni eftir 6 mánuði.
Ef áframhaldandi dysplasi I eða II eftir
mögulega bólgumeðferð (sjá 1.2) pá legháls-
speglun og vefjasýnistaka (sjá 1.5.). Ef sú
vefjasýnistaka staðfestir dysplasiu II, kemur til
greina meðferð með litlum fleygskurði (lítill
kónn), ef um er að ræða dysplasiu III og CIS
skal beitt meðferð samkvæmt 2.2
Ef vefjasýnistaka er neikvæð á að taka nýtt
frumusýni eftir 1 ár.
2.2. Dysplasia III og CIS í frumusýni
Allar konur með pessar forstigsbreytingar
eiga að fara í leghálsspeglun (sjá 1.5.) að
undangenginni mögulegri bólgumeðferð (sjá
1.2. ).
Ef vefjasýni staðfestir greiningu skal gerður
fleygskurður (kónn) hjá pessum konum.
3. EFTIRLIT EFTIR FLEYGSKURÐ
3.1. FuIIkominn (radical) kónn (frí skurðbrún
minnst 3 mm).
Eitt frumusýni eftir hálft ár, síðan 3 frumu-
sýni með árs millibili.
Ef öll sýni eru neikvæð, pá flyst konan yfir í
eðlilegar hópskoðanir.
3.2. Ófullkominn kónn (frí skurðbrún minni
en 3 mm).
Tekið frumusýni og gerð leghálsspeglun
með útskafi á leghálsi innan 6 mánaða og
síðan ný frumusýni á 6 mánaða fresti í tvö ár,
síðan árlega í önnur tvö ár.
3.3. Lítill kónn
Ef dysplasi III eða CIS í fleygskurði, pá skv.
3.1. eða 3.2.
Ef dysplasi I eða II í fleygskurði, pá árlega í
2 ár, síðan hópskoðun.
4. BRJÓSTASKODUN
4.1. Aldursmörk
Konum á aldrinum frá 25 til 69 ára skal alltaf
boðið upp á brjóstaskoðun um leið og innri
preifing (gynskoðun) fer fram á Leitarstöð-B
samkvæmt neðanskráðum reglum. íhaldsemi
skal gætt í notkun brjóstaröntgens (mammó-
grafíu) hjá konum yngri en 35 ára.
4.2. Brjóstaröntgenmyndataka og ástunga
1. Ef grunur er um brjóstakrabbamein, jafnvel
pó skurðaðgerð sé talin nauðsynleg.
2. Ef hnútur finnst í brjósti, pótt hann virðist
góðkynja (athugið pó konur skv. lið 4.4).
3. Ef óljóst pykkildi er í brjósti hjá konum 35
ára og eldri.
4. Ef blæðing eða dökkleit útferð er úr brjóst-
vörtum (taka strok af útferð úr
brjóstvörtu).
4.3. Brjóstaröntgenmyndataka
1. Ef preifing er óljós, stór og mikil brjóst, sem
erfitt er að skoða (konur 35 ára og eldri).
2. Ef konan kvartar um eymsli eða verki eða
telur sig finna eitthvað óeðlilegt pótt skoð-
un sé neikvæð (konur 35 ára og eldri).
3. Ef annað brjóstið hefur verið fjarlægt
vegna krabbameins, skal mynda hitt annað
hvert ár (ef konan er ekki í eftirliti annars
staðar).