Læknablaðið - 15.12.1983, Síða 34
344
LÆKNABLADID
oddinum. Vessanum er spýtt á gler og strokið
varlega út. Glerjum er stungið strax í alkóhól
og pau lituð með Papanicolaou-litun en einnig
má loftþurrka sýnin en pá verður að lita pau
með Giemsa-litun.
Niðurstöður eru skráðar neikvæðar þegar í
sýninu finnast reglulegar þekjufrumur úr göng-
um, myoepithel, brot úr stoðvef eða »apocri-
ne« frumur og er pá gengið út frá pví að um
góðkynja kirtil og bandvefjarauka (fibroade-
nosis) sé að ræða. Mikið af nöktum kjörnum
og brot úr sérkennilegum stoðvef með ríku-
legu millifrumuefni benda á góðkynja kirtil og
bandvefjaræxli (fibroadenoma).
Þegar um blöðrur í brjóstvef er að ræða, eru
pær tæmdar og frumustrok tekið úr vökvan-
um. Einnig er stungið til sýnisins úr nálægum
vef. Greinóttar frumupyrpingar sem koma
með nálinni benda á sepavöxt. Við áverka eða
bólgu sjást hinar ýmsu bólgufrumur í strokinu
og endurspeglar frumugerðin tegund bólg-
unnar.
Illkynja frumur eru mismunandi að útliti
eftir æxlistegundum. Oftast kemur gott sýni
með ríkulegum frumum, sem gefa ótvíræða
mynd af meininu. Þegar mikil bandvefsmyndun
er í æxlinu, nást stundum aðeins fáar frumur
og er pá ekki unnt að vera afdráttarlaus í
svarinu sökum pess að góðkynja mein í
brjóstum geta haft svipað útlit. í slíkum
tilfellum verður vefjasýni að skera úr um
greiningu.
NIÐURSTÖÐUR
A rannsóknartímabilinu voru 1127 hnútar
athugaðir með pví að taka þaðan frumusýni.
Niðurstöður sjást í töflu I. Góðkynja frumur
fundust í 1042 tilfellum eða 92.5 %. Af hinum
góðkynja sýnum höfðu 781 eðlilegar frumur,
en pað var túlkað á pá lund að hnúturinn hafi
verið af völdum kirtil- og bandvefsauka (fibro-
adenosis mammae). Góðkynja kirtil- og stoð-
vefjaræxli (fibroadenoma) voru greind hjá 75
konum en 124 reyndust vera með blöðrur
(cystur) í brjóstunum.
Fjörtíu og fimm konur voru greindar með
bólgu og níu með sepa í brjóstgöngum (papil-
loma). Ýmis konar minni háttar mein fundust
hjá tíu konum. Var þar um að ræða lipom,
epidermal cystur og fleira.
í 57 tilfellum (5,1 %) var frumugreining á þá
lund að um illkynja sjúkdóm væri að ræða. Ein
þessara greininga var ekki staðfest í vefjasýni.
Var niðurstaða meinafræðinga að um fibroa-
denosis væri að ræða.
í 13 sýnum (1,1 %) voru afbrigðilegar frum-
ur par sem ekki var unnt að útiloka illkynja
mein. Mælt var með vefjasýnistöku hjá pess-
um konum. Niðurstaða vefjarannsóknar var í
fimm tilfellanna fibroadenosis, tvö voru papil-
lom, eitt fibroadenoma og prjú krabbamein.
Var eitt hinna síðastnefndu staðbundið (intra-
ductal) en tvö ífarandi. Ein kvennanna hafði
bráða bólgu í brjósti, sem hvarf til fulls við
lyfjameðferð og var henni fylgt eftir án
vefjasýnistöku í eitt ár. Loks var ein hinna
þrettán kvenna mjög öldruð og hafði hún
blóðuga útferð úr geirvörtu ásamt bólgu, en
pað hreinsaðist án skurðaðgerðar. Ekkert
athugavert fannst við skoðanir og sýnistöku
tveim árum síðar.
Ófullnægjandi reyndust 15 sýni eða 1,3%
Tafla I. Sundurlidun frumugreininga á brjóstameinum.
Frumugreining (cytodiagnosis) 1976 1977 1978 1979 1980 1981 Samtals 1976-1981
Neg. (fibroadenosis) .... 42 49 86 180 170 254 781
Fibroadenoma .... 3 1 12 18 15 26 75
Cysta .... 4 12 19 33 17 39 124
Mastitis 1 0 13 7 11 12 44
Papilloma .... 0 1 0 0 1 6 8
Annaö góðkynja*) .... 0 1 1 4 3 1 10
Carcinoma 1 1 10 14 14 17 57
Frumuafribrigðileiki, (atypi, útiloka parf Cancer)**) .... 0 0 0 0 6 7 13
Ófullnægjandi sýni .... 1 0 1 6 7 0 15
Stungusýni alls 52 65 142 262 244 362 1127
*) Lipom, epidermal cystur, steatonecrosis, galactocele.
**) Sjá töflu II.