Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1983, Side 46

Læknablaðið - 15.12.1983, Side 46
356 LÆKNABLADID Hvað atvinnu sjúklinganna snertir var al- gengast að þeir ynnu við verslunar- eða skrifstofustörf, en þar á eftir komu verkakonur og síðan nemar og húsmæður, en þetta eru einmitt pær starfsgreinar sem ungar konur stunda mest. Það vekur eftirtekt, að um helmingur kvenn- anna skuli vera giftar eða í fastri sambúð. Komið hefur í ljós, að eggjaleiðarabólga er allt að fimmfalt tíðari hjá þeim, sem eiga marga rekkjunanuta en hjá hinum, sem láta sér nægja einn. Tíðni samfara virðist ekki skipta máli sé um einn og sama rekkjunaut að ræða (6). Vegna hættunnar á ófrjósemi er pað á- hyggjuefni að helmingur sjúklinganna skuli vera barnlausar konur. í Svípjóð er hlutfallið enn hærra, 73.7 % (3). Sú staðreynd, að um endursýkingu er að ræða hjá svo mörgum, er í samræmi við reynslu annarra (3). Sýnt hefur verið fram á, að fimmta hver kona, sem fær eggjaleiðarabólgu, fær hana aftur og par af helmingur innan árs (3). Saga um eggjaleiðarabólgu er pví talin ákveðinn áhættupáttur. Alvarlegast er að líkurnar á ófrjósemi aukast við endursýkingar. Eftir fyrstu sýkingu verða 12.8 % kvenna ófrjóar, eftir aðra 35.5 % og eftir prjár eða fleiri 75 % (3). Margar rannsóknir benda til, að tíðni eggja- leiðarabólgu sé meiri hjá konum, sem hafa lykkju (3, 5, 8, 14), en aðrar rannsóknir benda til pess að pillan hafi e.t.v. verndandi áhrif gegn sjúkdómnun (6, 10, 14). Þar sem lykkjan eykur greinilega áhættuna, er óráðlegt að setja hana upp hjá konum, sem fengið hafa eggjaleiðarabólgu. í uppgjöri okkar kom í ljós, að jafn margar konur notuðu lykkju og pillu, en meira en helmingur notaði aðrar eða engar getnaðar- varnir. Athyglisvert er, að tiltölulega lítill hluti sjúklinganna (10.9 %) veiktist eftir fósturlát, fóstureyðingu eða fæðingu. Þessar tölur eru í samræmi við aðrar kannanir (1). Það verður að teljast viðunandi, að innan við 1 % allra peirra kvenna, sem fóru í fóstureyðingu á kvennadeildinni á árunum 1978-1980, skuli hafa fengið eggjaleiðara- bólgu. Búast má við pví, að í framtíðinni takist að draga enn frekar úr áhættu sýkingar, par sem við tökum nú lekanda- og chlamydíasýni hjá öllum konum, sem sækja um fóstureyð- ingu eða missa fóstur, og veitum meðferð, ef purfa pykir. Einkenni eggjaleiðarabólgu eru vel pekkt. Lang algengasta einkennið eru verkir um neðanverðan kvið, en stundum fá sjúklingarnir verki um ofanverðan kvið og pá sérstaklega í lifrarstað. Getur pað vakið grun um gallvegs- sjúkdóm sem leiðir oft til innlagnar á hand- læknis- eða lyflæknisdeildir. í norskri rannsókn reyndust 24 af 274 konum hafa »Fitz-Hugh- Curtis syndrome« við kviðarholsspeglun, p.e.a.s. bólgu umhverfis lifur (perihepatitits) (11). Þessi einkenni voru algengari hjá mjög ungum konum með chlamydía-sýkingu og peim, sem notuðu lykkjuna. í okkar könnun voru fáar konur greindar með «perihepatit«. í flestum tilfellum var hinsvegar ekki speglað upp á lifrina. Sjúkdómurinn byrjar oft meðan á tíðum stendur eða fljótlega eftir að peim lýkur og margar konur fá óeðlilegar blæðingar, sem er í samræmi við niðurstöður annarra (1, 12). í byrjun er oft engin hækkun á líkamshita eða sökki og eru pað pví óáreiðanleg einkenni. Sökkhækkun getur hinsvegar gefið vísbend- ingu um svæsni sýkingarinnar. Sökkmæling er ágæt rannsókn til pess að fylgjast með bata og yfirleitt eru sjúklingar ekki útskrifaðir af sjúkrahúsi fyrr en sökk hefur náð eðlilegu gildi. Hafa ber í huga, að eggjaleiðarabólga er stundum einkennalítil eða jafnvel einkenna- laus, og að konur geta fengið hana án pess að gera sér grein fyrir pví. Oft finnast samvextir eftir gamlar bólgur hjá konum með ófrjósemis- vandamál, sem gefa enga sögu um sjúk- dóminn. Þessi könnun sýnir enn einu sinni, að klínísk greining á pessum sjúkdómi er óábyggileg, jafnvel í höndum reyndra lækna. í Lundi í Svípjóð staðfesti kviðarholsspeglun 814 kvenna, með grun um eggjaleiðarabólgu, greininguna í aðeins 65 % tilfella. Aðrir sjúk- dómar fundust hjá 12 % en í 23 % tilfella fannst ekkert sjúklegt í kviðarholi (1). Augljóst er, að margir sjúklingar fá langa og dýra meðferð að ópörfu, ef kviðarholsspeglun er ekki framkvæmd. Ef vissir sýklar (aðallega lekandi og chlamy- día trachomatis) eru til staðar í leghálsi, pvagrás eða endaparmi, er talið líklegt að peir séu megin orsakavaldar bólgunnar. Á íslandi virðist lekandasýkillinn vera jafn algeng orsök eggjaleiðarabólgu og í Noregi en algengari en

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.