Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1983, Side 69

Læknablaðið - 15.12.1983, Side 69
LÆKNABLADID 69,371-376,1983 371 Þórarinn Sveinsson, Jón Hrafnkelsson KRABBAMEIN í EGGJASTOKKUM GREIND ÁÁRUNUM 1972 TIL 1980 Meðferð og árangur á þriggja ára tímabili 1978 til 1980 Grein þessi er skrifuð í minningu Guðmundar Jóhannessonar, læknis, sem þakklætisvottur fyrir mikið og óeigingjarnt brautryðjandastarf hans á sviði krabbameinslækninga á íslandi og er samstarfið við hann þakkað. Frá ársbyrjun 1978 til dánardægurs Guð- mundar, fyrri hluta vetrar 1981, þróaðist náin samvinna milli hans og annars höfundar (Þ.S.) hvað varðaði meðferð æxla í kynfærum kvenna. Samvinna þessi leiddi til sameigin- legra skoðana á göngudeild kvensjúkdóma- deildar hjá þeim konum, sem komu til grein- ingar, meðferðar og eftirlits. Fyrir lagni og atorku Guðmundar var meðferð sjúklinga með krabbamein í leghálsi og legi þá þegar í föstum skorðum, en, erfiðara hafði reynst að samhæfa meðferð hjá þeim konum, er greind- ust hérlendis með krabbamein í eggjastokk- um. Var því ákveðið í ársbyrjun 1978 að reyna að stefna að því, að sem flestar þær konur er greindust með krabbamein í eggja- stokkum skyldu lagðar inn á kvensjúkdóma- deild Landspítalans til nákvæms mats á út- breiðslu sjúkdóms síns (stigunar), áður en með- ferð yrði ákveðin. Jafnframt var þá ákveðið að stigun sjúkdóms og aðgerðum skyldi sinnt á kvensjúkdómadeild Landspítalans, en ytri geislun og lyfjameðferð af starfsfólki geisla- deildar. Ákvörðunartaka um meðferð og síðan eftirlit var hins vegar sameiginlegt verk- efni deildanna. Gekk þróun þessara mála mun hraðar og betur en við þorðum að vona og ber að þakka kollegum hversu vel þeir brugðust við þessari miðstýringarviðleitni. Aðaláherslan var síðan lögð á breytta og um leið samhæfða meðferð hjá sjúklingum með sjúkdóminn á stigi III og IV, enda horfur þess hóps mjög slæmar. Fjallar grein þessi um árangur þessarar við- leitni. INNGANGUR Krabbamein í eggjastokkum er nú fimmta algengasta krabbameinstegundin hjá ís- lenskum konum og um leið það algengasta í kynfærum kvenna. Á árunum 1976 til 1980 var árlegt nýgengi sjúkdómsins 14,7 á hverjar 100.000 konur(1.3). Tafla I sýnir tíðni krabbameins í eggjastokkum Tafla 1. Cancer ovarii greint á íslandi á árunum 1955-1980. Tíðni miðuð Árabil Fjöldi við 100.000 konur 1955-59 .................... 52 12.2 1960-64 .................... 64 13.9 1965-69 .................... 66 12.8 1970-74 .................... 73 13.3 1975-79 .................... 84 13.8 1980 ....................... 22 16.8 1955-1980 361 13.4 Tíðnitölur reiknaðar eftir íslenskum staðli (Krabbameins- skrá íslands). Tafla IA. Figo stigun á krabbameini 1 eggjastokkum. Stig 1 I A Vöxtur bundinn við annan eggjastokk. 1 B Vöstur í báðum eggjastokkum. I C 1 A/I B + vökvi í kviðarholi. Stig II II A Vöxtur og/eða meinvörp 1 legbol og/eða eggja- leiðara. II B Vöxtur í önnur líffæri eða vefi 1 mjaðmar- grindinni. II C II A/II B + vökvi í kviðarholi. Stig 111 Vöxtur í eggjastokk með meinvörpum í kviðarholi. Stig IV Vöxtur í eggjastokk með meinvörpum utan kviðar- hols, t.d. vökvi í fleiðruholi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.