Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1983, Page 70

Læknablaðið - 15.12.1983, Page 70
372 LÆKNABLADID hjá íslenskum konum á árabilinu 1955 til 1980, reiknað eftir íslenskum staðli (2, 3), og hefur tíðni þessa sjúkdóms farið hægt vaxandi und- anfarin ár. Fimm ára lifitími á fyrrnefndu árabili hefur legið á bilinu tæplega 20 til 35 % (2), og hefur farið hægt hækkandi. Eru tölur þessar í samræmi við 5 ára lifitíma hjá öðrum pjóðum (4). Ástæða þessara lélegu batahorfa sjúklinga með krabbamein í eggjastokkum, er sú, að 60 til 70 % þeirra hafa útbreiddan sjúkdóm við greiningu, stig III og IV (5, 6). EFNIVIÐUR Á þriggja ára tímabili, 1978 til 1980, greindust á íslandi 54 konur með krabbamein í eggja- stokkum. Af þeim komu 38 eða 71 % til meðferðar og/eða eftirlits á kvennadeild og geisladeild Landspítalans. Hvað hinar 16 kon- urnar varðar, þá var í langflestum tilvikum haft samráð lækna deildanna vegna með- ferðar. Sjúklingarnir voru flokkaðir samkvæmt F.I.G.O. stigun, tafla IA. Rétt er að undirstrika, að vökvi í kviðarholi getur verið til staðar í öllum fjórum aðalstigum sjúkdómsins. Ef sjúk- lingar voru með útbreiddan sjúkdóm í kvið- arholi og vökvasöfnun í brjóstholi, þá voru þeir flokkaðir í IV. stig. Tafla II sýnir skiptingu þessara 54 sjúklinga eftir stigum. Eins og fram kemur í töflunni þá eru 37 eða 69 % þeirra með útbreiddan sjúkdóm (stig III/IV) við frumgreiningu. Þrír sjúklinganna höfðu »Borderline malignancy« og sjást þeir aðgreindir frá I. stigs æxlum í töflunni. Eitt dysgerminoma greindist á I. stigi Tafla II. Cancer ovaríi greint á íslandi á 3 ára tímabili 1978-80. Fimmtíu og fjórir sjúklingar er greindust á íslandi á áranum 1978-80 flokkadir eftir stigi sjúkdóms. Jafnframt er getid aldursdreifingar í hverju stigi og medalaldurs vid greiningu. Stig i Fjöldi sj. % Stig 11 Fjöldi sj. % Stig III Fjöldi sj. % Stig IV Fjöldi sj. % 10 19 4 7 14 26 23 43 (3) (5) Aldur 12-69 ár 52-74 ár 46-74 ár 50-87 ár Meðalaldur 45 ár 59 ár 60 ár 68 ár Prír sjúklingar í I. stigi höfðu æxli af »Borderline«-gerð. og carcinoid æxli hjá einum sjúklingi á III. stigi. Ekki er gerður greinarmunur á vefjagerð æxlanna að öðru leyti né sérhæfingu æxlis- frumnanna, enda liggur hún ekki fyrir í svörum meinafræðinga frá þessu tímabili. Aldursdreifing hóþsins við greiningu var frá 12 ára aldri til 87 ára. Meðalaldur sjúklinga með krabbamein á I. stigi var lægstur, eða 45 ár, en hæstur hjá IV. stigs sjúklingum, eða 68 ár. Til samanburðar við þennan þriggja ára hóp, voru tekin saman tvö aðliggjandi 3 ára tímabil, árin 1972-74 og 1975-77. Fundin voru og farið yfir gögn allra sjúklinga, sem greind- ust með krabbamein í eggjastokkum sam- kvæmt Krabbameinsskrá íslands á þessum tímabilum. Upplýsingar voru síðan unnar úr sjúkra- skrám sjúkrahúsanna, vefjagreiningasvörum rannsóknastofu Háskólans og skýrslum frá Hagstofu íslands. Á grundvelli þessara gagna var sjúklingum raðað í flokka eftir eðli og útbreiðslu sjúkdómsins og reyndist unnt að stiga alla sjúklingana eftir F.I.G.O. stigun utan eins, er greindist á fyrra tímabilinu (tafla III). Athyglisvert er að á fyrra tímabilinu 1972- 1974, eru aðeins 50% sjúklinganna á III/IV stigi og 55 % þeirra síðara tímabilið 1974-77. Á tímabilinu 1978-80 voru hins vegar 69 % sjúklinganna á stigi III/IV eins og að framan greinir. Þessar tölfræðilegu upplýsingar er vart hægt að meta á annan veg en þann, að nákvæmni greiningar sé mun betri á síðasta tímabilinu en þeim tveim fyrri. Rétt er að taka fram að 5 ára lifitími sjúklinga, er greindust á árunum 1972-74 og 1974-77, var í báðum tilvikum sá sami, eða 35 %. Á fyrra tímabilinu greindust 18 sjúklingar með útbreiddan sjúkdóm (stig III/IV), en á því síðara 28 (mynd 1). Meðallifitími í báðum hópunum er sá sami, eða 7 mánuðir og enginn sjúklinganna nær 5 ára lifitíma frá greiningu. Peir 5 sjúklingar sem lengst lifðu í þessum tveim hópum, höfðu fengið geislameðferð á kviðarholið og/eða Treosulfan eftir aðgerðina. Árangur meðferðar árin 1978-80 Þeim 54 sjúklingum er greindust með krabba- mein í eggjastokkum á þriggja ára tímabilinu 1978-80 hefur öllum verið fylgt eftir og nær uppgjör þetta til ársloka 1981. Fyrirhugað er

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.