Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1988, Qupperneq 6

Læknablaðið - 15.05.1988, Qupperneq 6
170 LÆKNABLAÐIÐ Blóðsykur. Sjúklingar voru taldir hafa sögu um hækkaðan blóðsykur ef þeir höfðu greinda sykursýki eða ef blóðsykur við komu á sjúkrahús mældist hærri en 9,7 mmól/1. Offita. Við mat á offitu var stuðst við »Body mass index (Quetelet)« og Brocas-stuðul (7). Voru sjúklingar taldir of feitir ef »Body mass index« var hærri en 28 eða ef Brocas-stuðull var hærri en 1,1. Ættarsaga. Sjúklingar voru taldir hafa ættarsögu um kransæðasjúkdóm ef þeir áttu foreldri eða systkin með þekktan blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta. Bráðir fylgikvillar. Könnuð voru gögn um eftirtalda fylgikvilla bráðs hjartadreps: hjartsláttartruflanir, vinstri hjartabilun, gollurshúsbólgu, rof á vinstra slegli, bráðan míturleka og gúlp á vinstri slegli. Hjartaþrœðing. Rannsóknin fór fram á Geislagreiningardeild Landspítalans og fólst í kransæðamyndatöku og vinstri slegilmyndatöku. Lagt var mat á hvaða kransæðar voru þrengdar og marktæk þrengsli talin vera til staðar ef 50% eða meiri þrenging greindist á innanþvermáli kransæðar. Krufning. Þeir sjúklingar sem létust af völdum bráðs hjartadreps voru krufðir. Marktæk kransæðaþrengsli voru talin til staðar ef 50% eða meiri þrenging greindist á innanþvermáli kransæðar. Tölfrœðilegt mat. Við samanburð á meðaltölum var student’s t-test notað. NIÐURSTÖÐUR Alls uppfylltu 43 sjúklingar 40 ára og yngri greiningarskilyrði »Monica« rannsóknarhópsins fyrir brátt hjartadrep á íslandi árin 1980-1984 (tafla I). Fimm sjúklinganna voru undanskildir í tölfræðilegri úrvinnslu og mati á áhættuþáttum. Þrír voru útlendingar en hinir tveir fengu brátt hjartadrep 17 ára gamlir, annar vegna áverka á kransæð en hinn hafði ofþykktarsjúkdóm í hjarta (cardiomyopathia hypertrophica). Hvorugur hafði merki um kransæðaþrengsli samkvæmt niðurstöðum kransæðamyndatöku. í hinum endanlega rannsóknarhópi voru því 38 einstaklingar í aldurshópnum 25-40 ára, 36 karlar og tvær konur. Nýgengi fór hækkandi með aldri (tafla II). í aldurshópnum 20-39 ára var nýgengið 0,16 tilfelli á hverja 1.000 karla á ári. Dánartíðni. Meðal þeirra 38 sjúklinga sem voru á aldrinum 25-40 ára voru 9 (23,7%) sem létust áður en þeir komust á sjúkrahús. Alls lögðust 29 sjúklingar (28 karlar og ein kona) inn á sjúkrahús og létust 2 (6,9%) í sjúkrahúslegunni. Heildardánartíðni á bráðastigi hjartadrepsins var því 11 af 38 (28,9%) þar af voru tíu karlar og ein kona. Á árunum 1980-1983 létust 132 karlmenn í aldursflokknum 25-39 ára á íslandi (1). Af þeim voru 8 (6,1%) sem létust vegna bráðs hjartadreps (tafla II). Áhættuþættir voru athugaðir hjá þeim 29 sjúklingum sem lögðust inn á sjúkrahús. Reykingar. Meðal þeirra 29 sjúklinga sem lögðust inn á sjúkrahús voru 28 (96,6%) sem reyktu daglega. Þeir þrír útlendingar sem fengu brátt hjartadrep hér á landi á rannsóknartímabilinu reyktu allir daglega. Reykingartíðni meðal íslenskra karla sem fengu brátt hjartadrep á árunum 1980-1984, 40 ára eða Table I. Classification of patients in accordance with the report of the Monica principal investigators meeting, Geneva, 28 February-March I 1984 (5). Of 43 patients 3 were foreigners and 2 suffered myocardial infarciion at the age of 17, one because of thoracic trauma and the other had hypertrophic cardiomyopathy but neither had coronary artery disease. Number of patients 1. Definite acute myocardial infarction .... 38 2. Possible myocardial infarction or coronary death ...................... 3 3. Ischemic cardiac arrest with succesful resuscitation not fulfilling criteria for definite or possible myocardial infarction 2 4. No acute myocardial infarction or coronary death ............................ 0 5. Fatal cases with insuficient data........... 0 Total 43 Table II. Age corrected incidence and mortality among Icelandic men 40 years and younger suffering acute myocardial infarction 1980-1984. Age Number of patients Incidence Number per 1,000 of men/year deaths Age corrected death rate per 1,000 men/year Percent of total mortality 1980-1983 25-29 . 4 0.079 3 0.059 3/51 = 5.95% 30-34 . 9 0.0200 4 0.089 3/37 = 8.1% 35-39 . 18 0.482 2 0.054 2/44 = 5.9% 40 . 5 0.787 1 Total 36 10 6.1%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.