Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1988, Page 18

Læknablaðið - 15.05.1988, Page 18
180 LÆKNABLAÐIÐ fyrir bæði kynin, sé borið saman við heildarútskilnað á kreatínín. Ekki reyndist markverður munur eftir aldurshópum og því var allur hópur karla og kvenna tekinn sem ein heild. UMRÆÐA Þessi rannsókn staðfestir að joðútskilnaður i þvagi íslendinga (sem endurspeglar joðinntöku) er allhár. Vegna skorts á gögnum er erfiðara að fullyrða hvort joðinntaka hafi minnkað á síðustu árum. Einn megintilgangur þessarar rannsóknar var að stuðla að því að slík gögn væru til fyrir samanburð í framtíðinni. Vert er að taka fram að þátttakendur í rannsókninni voru eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. Nokkur munur getur verið á joðinntöku og útskilnaði frá degi til dags en ætla má að þessi hópur hafi verið nægilega stór til að vega það upp (13). Joðinnihald íslenskra fæðutegunda hefur lítt verið kannað en leiða má að því líkum út frá joðmælingum á íslenskri kúamjólk frá 1962 (4) sem sýndi 216 pg joð 1/1 af mjólk og núverandi mjólkurneyslu landsmanna (nálægt 1 lítri á dag) (14) að um 200 pg af joðmagninu eða á að giska 40-50% komi frá mjólkurafurðum. Því miður hafa engar joðmælingar verið gerðar á íslenskri kúamjólk síðan 1962. Samkvæmt upplýsingum fengnum frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins er fóðrun kúa á íslandi sérstök með tilliti til fiskimjöls sem fóðurbætis. Notkun þess féll niður upp úr 1970 og voru þá notaðar fóðurblöndur með plöntuprótínum frá Danmörku en eftir 1980 er notkun fiskimjöls sem fóðurbætis orðin ríkjandi á ný. Þess vegna má vel vera að joðneysla hérlendis hafi á tímabilinu 1970 til 1980 verið talsvert minni en nú. Þetta undirstrikar gildi þess að fylgjast með joðinnihaldi mjólkur með vissu millibili. Fiskur er að sjálfsögðu rikulegur joðgjafi. í norsku þorskflaki eru þannig um 500 pg 1/100 g af þorski og verulega meira i þorskalýsi (15). Nýlegar tölur um fiskneyslu á íslandi eru því miður ekki til en samanburður á manneldisrannsókn Manneldisráðs 1939-1940 (3) og 1965 (16) sýndi að meðalneysla fisks hafði lækkað úr 218 pg í 93 pg á dag. Könnun Baldurs Johnsen á fæði skólabarna í Reykjavík 1977-1978 sýndi að fiskneysla á þessum aldri var a.m.k. 30% minni en 1939 (17). Þó er ljóst að fiskur og lýsi hljóta að vera stærsti joðgjafi hérlendis auk mjólkurafurða. Nauðsynlegar joðþarfir líkamans eru álitnar 50-100 pg á dag og yfirleitt mælt með að þær séu 100-200 pg á dag (18). Því er sýnilegt að joðinntaka hérlendis er vel yfir þeim mörkum. Landlæg skjaldkirtilsstækkun (endemic goiter) er víða þar sem joðneysla er í Iægri kanti, undir 60 pg á dag og veruleg hætta er á kyrkingu (cretinismus) þegar joðinntaka er undir 25 pg á dag (19, 20). Joðinntaka á meginlandi Evrópu er víðast verulega lægri en hér eða 50-100 pg á dag, þrátt fyrir joðbættan mat (20) en hærri í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, 200-300 pg á dag (15). Hins vegar eru íslensku tölurnar ekki ósvipaðar því sem birt hefur verið frá Bandaríkjum Norður Ameríku þar sem ýmsar matvörur eru joðbættar en stærsti hlutinn kemur þó úr kúamjólk vegna joðríks fóðurbætis, sem þó var einkanlega notaður á milli 1970 og 1980 og á því tímabili var joðneysla þar í landi talsvert hærri en hún er nú hér (21). Ekki er talin hætta á ofneyslu joðs fyrr en neytt er meira en 2.000 pg á dag (22). Þá getur hún farið að valda röskun á starfsemi skjaldkirtils, annaðhvort of- eða vanstarfsemi. Tíðni ofstarfsemi í skjaldkirtli virðist svipuð á íslandi með hina háu joðneyslu og í Danmörku þar sem meðalneysla joðs er innan við 100 pg á dag (23-25). Williams og fleiri (7, 8) hafa bent á tengsl joðríks kosts og hárrar tiðni á totukrabbameini í skjaldkirtli og nefnt í því sambandi ísland og Japan. Þó að þessi kenning sé umdeild er mikilvægt að fylgjast með frekari þróun á tíðni skjaldkirtilskrabbameins í íslendingum og joðneyslu á næstu árum og áratugum. Veruleg breyting varð á tíðni greinds krabbameins í skjaldkirtli eftir 1965 á íslandi þegar hún nálægt tvöfaldaðist en hefur síðan lækkað að nýju eftir 1980 (9). Erfitt er að tengja þessar tíðnibreytingar breyttri joðneyslu meðal annars vegna þess hversu þekking á joðinnihaldi íslenskra fæðutegunda hefur verið takmörkuð sem og þekking á neyslu joðríkra fæðutegunda hérlendis, til dæmis á fiski. Því er vert að huga að þessum þáttum meira en gert hefur verið til þessa. SUMMARY 24 hour urine excretion of iodine was measured from 73 men and 60 women, aged 20-59, living in the Reykjavík area. The participants were a randomized subsample from the National Roster (Reykjavík area) and the urine was collected on their normal diet. The mean iodine excretion for men was 395 pg (232.5 pg I/g cretinine) and for women 269.9 microg (243.15 pg I/g cretinine). It is estimated that most of the iodine in the diet is derived from fish and fish products as well as dietary products. The results indicate that the iodine intake in

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.