Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Síða 21

Læknablaðið - 15.05.1988, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 189-210 183 Vilhjálmur Rafnsson, Hólmfríður Gunnarsdóttir DÁNARMEIN BÆNDA Á ÍSLANDI 1977 til 1985 ÚTDRÁTTUR Dánarmein íslenskra bænda á árunum 1977-1985 hafa verið athuguð. Rannsóknin náði til 5.923 karla. Þegar borið var saman við alla íslenska karla á sama tíma á sama aldri kom í ljós, að bændur eru Ianglífari en gengur og gerist, og dauðsföll vegna illkynja æxla, hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma og slysa eru fátíðari þeirra á meðal en annarra. Húðkrabbamein, Hodgkins-sjúkdómur og hvítblæði eru á hinn bóginn tíðari meðal bænda en annarra, en þær niðurstöður eru ekki tölfræðilega marktækar. Niðurstöður eru samhljóða niðurstöðum flestra erlendra rannsókna á dánarmeinum bænda. INNGANGUR Bændur vinna fjölbreytt störf. Þeir sinna skepnum og heyja, vinna á vélum, bera lífrænan og tilbúinn áburð á ræktað land. Vinnudagur þeirra er langur og utanhúss, a.m.k. hluta af árinu. Búskaparhættir á Íslandi hafa gjörbreyst síðustu áratugina. Vélvæðing hélt innreið sína í islenskar sveitir milli 1940 og 1950. í kjölfar þessa varð mikil mannfækkun á búum, tími heyanna styttist, búskaparhættir breyttust. Þegar litið er til erlendra dánarmeinarannsókna á bændum kemur í ljós, að þeim ber að miklu leyti saman. Bændur hafa lægri dánartölu (mortality) en aðrir, þegar borið er saman við heildina og litið á allar dánarorsakir (1, 2), hjarta- og æðasjúkdóma, (1, 3), öll krabbamein (2-6) og lungnakrabbamein (2, 5-9). Hins vegar er dánartala þeirra hærri úr hvitblæði (leukemia) (4, 5, 7, 8, 10-13), dreifðum mergfrumuæxlum (multiple myeloma) (5, 10, 14) non-Hodgkin’s lymphoma (7, 14, 15), krabbameini í eitlakerfi (lymphomas) (5), húð (5, 9), vör (5, 6, 8), maga (2, 5, 8, 14), blöðruhálskirtli (2, 5, 7-9, 14) og vegna slysa (3, 9). Frá atvinnusjúkdómsdeild Vinnueftirlits ríkisins. Barst 28/10/1987. Samþykkt til birtingar 02/02/1988. Langlífi bænda hefur verið reynt að skýra á þann hátt, að þeir temji sér hollari lífshætti en aðrir. Þeir deyi síður úr hjarta- og æðasjúkdómum, vegna þess að þeir reyki og drekki minna, en hreyfi sig meira en aðrir (1). Skýringin á aukinni dánartíðni úr krabbameini í húð er talin langvarandi útivera og áhrif útfjólublárra geisla sólar (5, 9). Menn hafa velt þvi fyrir sér, hvort tengsl væru milli hvítblæðis og ákveðinna búskaparhátta: kornræktar (11, 13), kjúklinga- og/eða hænsnaeldis (10, 13), kúabúa (11-13) og svínaræktar (11). Eða hvort notkun tilbúins áburðar, illgresiseyða og skordýraeiturs hafi valdið hvítblæði hjá mönnum (11-13). 1 flestum dánarmeinarannsóknum á bændum er niðurstaðan sú, að hvítblæði og önnur blóðkrabbamein séu algengari meðal þeirra en annarra. Þetta er þó ekki algilt. Delzell (9) kemst að því, að bændur í Norður Karólínu deyi síður úr hvítblæði en aðrir karlar þar um slóðir og sænskum bændum er ekki hættara við að deyja úr hvítblæði en öðrum samkvæmt niðurstöðum þarlendrar rannsóknar (6). Sama verður uppi á teningnum í kanadískri rannsókn (2). Lág dánartala vegna reykingakrabbameina, svo sem lungnakrabbameins er þökkuð því, að bændur reyki minna en aðrir (5, 6, 16). Aðstæður íslenskra bænda og erlendra starfsbræðra þeirra eru að mörgu leyti ólíkar. í Bandaríkjunum, þar sem itarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á dánarmeinum bænda, eru víða stórbú með einhliða bústofni, kúm eða kjúklingum eða korn er ræktað í miklum mæli. Illgresiseyðir og skordýraeitur er þar víða mikið notað, og að líkindum meira en hér á landi. Kornrækt er hér sama og engin, kjúklingabú ný af nálinni og fá. Veðurfar er hér allt annað, en notkun tilbúins áburðar hefur aukist á síðustu áratugum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga dánarmein íslenskra bænda og bera dánartölur þeirra saman við dánartölur annarra íslenskra

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.