Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1988, Side 33

Læknablaðið - 15.05.1988, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 195 Endurgjaldið af jörðunum var þá greitt í dún, sem er ein sú vörutegund okkar, sem hefur haldið verðgildi sínu. Ég fór til Þýskalands á sama stað og Lárus Einarsson hafði verið. Ég hafði haft samband við Lárus áður en ég tók þessu tilboði til að vita hvernig málið væri vaxið. Hann hafði kvatt og farið, vildi ekki vera hér lengur. Guðmundur Hannesson var þá ekki orðinn sjötugur og var í sínu embætti svo að Lárus hafði að litlu að hverfa. Hann fékk aðstöðu á Kleppi, þar sem hann var aðstoðarlæknir, til að sinna sínum microscopisku athugunum. Launin voru náttúrlega ekki mikil, en sérstaklega var það aðstaðan sem hann setti fyrir sig. Hún var mjög slæm. Átti Lárus að verða prófessor? Já. Hann fékk Rockefeller-styrk á sínum tíma til þess að taka við þessari stöðu. En hann vildi ekki bíða þar til Guðmundur hætti og það var engin rannóknaraðstaða fyrir hendi. Þegar ég kem heim fæ ég rannsóknaraðstöðu vegna þess að þá er Dungal búinn að koma upp rannsóknarstofunni við Barónsstíg. Ég fékk hans gamla húsnæði í Kirkjustræti. Annars hefði heldur engin rannóknaraðstaða verið fyrir mig. Þú varst ekki bara í anatomiu heldur líka á mannfræðistofnun ? Já, en það var nú stutt. Ég tók mánaðarkúrs á anthropologiska institutinu í Múnchen. Ég var þó fyrst og fremst í anatomiu þar og á anatomiska institutinu hjá Vogt. Hann var frá Bern í Sviss, mjög hæfur maður. Hvernig var í Miinchen á tímum nasistanna? Það var náttúrlega mikið um að vera. Það var sýnilegt að Vogt var ekki mikið hrifinn. Þetta var vandræðaástand, nasistakveðjur og þess háttar. Ég var nú aldrei mjög innlifaður í það! Skrifstofustjórinn á anatomisku stofnuninni dirigeraði þessu eins og öðru. Eins var á anthropologiunni. Aðstoðarmaður forstjórans var tipp topp nasisti. En ég var nú aríi! Var mannfrœðistofnunin pólitísk? Nei. Direktörinn var kunnur löngu áður og var aldrei nasisti. Hann var búinn að fá mikið nafn, hafði þróað ýmsar immunologískar rannsóknaraðferðir. En aðstoðarmaðurinn sem ég minntist á og var nasisti hét Breitinger. Hann var ansi klár maður og slapp einhvern veginn út úr þessum nasistarannsóknum eftir stríð. Hann fékk seinna stöðu í Vín sem anthropolog og ég skrifaðist á við hann og hafði samband við hann. Það skeði nú ýmislegt þarna, m.a. fóru þeir inn í Rinarlöndin meðan ég var í Múnchen. Þá voru þeir grafnir upp sem höfðu verið í nasistauppreisninni í Múnchen þegar hreyfingin byrjaði. Það var heilmikið næturspil þegar þeir voru grafnir upp og þeir voru síðan aftur grafnir í Feltherrenhall. Þeir kunnu að setja þetta á svið, það var þeirra sterka hlið. Varstu var við að Gyðingum vœri ýtt frá háskólanum? Ég held að það hafi enginn Gyðingur verið þarna. Ætli það hafi ekki verið búið að afgreiða þá? En þarna var gamall prosektor frá tímum Weimarlýðveldisins og eins biokemikker sem voru á hinni línunni, harðir á móti nasistum. En þeir hrópuðu ekki hátt um það! En hvar lœrðirðu biokemiu og fysiologiu? Það gerði ég í Kaupmannahöfn. Þú varst líka í Bretlandi? Já. Strax um sumarið 1937 eftir að ég tók við embættinu átti ég frí. Þá sigldi ég til Bretlands og tók fyrir bæði biokemiu og fysiologiu. Ég var þá líka stuttan tíma í Höfn í biokemiu. Ég byrjaði ekki með laboratoríið fyrr en 1938, en þá hafði ég fengið nokkra upphæð til þess að kaupa tæki. Það hafði aldrei verið nein sérstök biokemia hér á landi, ég byrjaði á því. Þá byrjuðu verklegir kúrsusar í klínískum rannsóknum, títreringar og blóðrannsóknir o.s.frv. Þetta var nú á kreppuárunum og það gekk ekki hljóðalaust fyrir sig að fá þessi tæki. Þú hefur verið svolítið ýtinn? Ég veit það nú ekki, en ég þurfti að vera það. Haraldur Guðmundsson var þá kennslumálaráðherra og vildi fá Lárus Einarsson aftur, vildi ekki veita embættið. Það stóð ekki vel á, því þeir voru í töluverðum slagsmálum hann og Dungal, sem þá var rektor. Haraldur gekk í að fá Lárus aftur og þess vegna var ég bara settur. Ég hafði talað við Lárus áður en ég gaf kost á því að taka við þessu embætti. Ég sagði honum að ég vildi ekki taka við þessu öðruvísi en hann væri ákveðinn í að koma ekki aftur. Ég var aldrei neitt smeykur um það, ég þekkti Lárus vel. Við höfðum verið saman í skóla. Ég neitaði þess vegna að taka við setningu og byrjaði því ekki að kenna fyrr en 1. febrúar 1937 þegar ég var skipaður. Kenndi þá Guðmundur Hannesson haustmisserið? Já, en ekkert verklegt nema krufningar. Hann

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.