Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1988, Page 34

Læknablaðið - 15.05.1988, Page 34
196 LÆKNABLAÐIÐ kenndi aldrei neitt annað verklegt, t.d. aldrei histologiu eins og ég hef áður sagt. Lárus kenndi það meðan hann var og ég tók við því af honum. Nú verður kenrxslan eitt af þínum aðalstörfum? Já, en samt hafði ég aldrei ætlað mér að verða kennari. Hins vegar hef ég talið mig samviskusaman mann og ég hef reynt að sinna þeim störfum sem ég hef tekið að mér eftir bestu getu. En það verða nú aðrir að dæma um það hver getan var. Margir litu á þig sem persónugerving Grays, höfundar Grays anatomiu. Hvorugur þótti árennilegur! Menn voru alltaf að tala um blaðsíðufjöldann í Gray. En blaðsíðutalan hefði orðið jafnhá ef maður hefði farið yfir þrjár bækur. Þegar ég byrjaði kennslu notaði ég þýskar bækur, en þegar stríðið byrjaði lokaðist fyrir það. Þá tók ég Gray. Hann kom í staðinn fyrir þrjár bækur, hreina anatomiu, histologiu og embryologiu. Mitt sjónarmið í kennslunni var að menn fengju sem heillegast yfirlit um námsefnið, ekki of mikið í brotum. Það var þægilegra viðureignar þegar maður kenndi einn öll fyrsta hluta fögin. Það riðu ekki allir feitum hesti frá prófum hjá þér. Einu sinni hafðir þú prófað þrjáfyrir hádegi og tveir fallið. Sá fjórði sem átti að mæta klukkan eitt lét senda þau skilaboð að hann mundi lesa til vors. Samt er merkilegt að við heyrðum aldrei neinn hallmæla þérfyrir ósanngirni. Ég held ég hafi alltaf verið réttlátur, en ég vildi samt ekki láta menn fara þekkingarlausa út. Það var á móti mínu prinsippi. Ég taldi mig hafa alveg jafn mikla skyldu gagnvart þjóðfélaginu og gagnvart stúdentum, því þeir eru komandi starfsmenn þjóðfélagsins. Deildin ætlaðist til þess að það yrði sigtað í fyrsta hluta. Og þar varð ég að standa með og það var aldei vinsælt mál. Það sést nú svo greinilega í dag, hvað bændur eru á móti niðurskurði! Það er nú skorið niður í lœknadeild í dag, eins og þú veist! Það var nú um tíma ekki gert, til mikils ógagns fyrir deildina. Sem betur fer eru ekki svo margir sjúklingar hér að það sé hægt að hafa endalausan fjölda af læknum. Það var sagt að þú ættir engan eftirlætisnemanda. Ég reyndi eftir bestu getu að vera réttlátur og held aö það hafi tekist sæmilega. Ég hef ekki getað unnið á móti mínum prinsippum. En það er oft erfitt að vera réttlátur því rolugæði eru ekki af hinu góða. Það var líka sagt að þér væri ekki í nöp við neinn nemanda, a.m.k. bar ekki á því. Nei, það vona ég, en það var oft erfitt. Það var komin ný reglugerð og í henni stóð að menn gætu ekki innritast aftur í deildina eftir að hafa fallið. Áður gátu menn fallið eins oft og þeir vildu. Með nýju reglugerðinni gat maður endurtekið próf einu sinni. Ef það gekk ekki þá varð viðkomandi að hætta. Þetta var líklega svo í ein tvö ár, en þá finnur einn uppá að kæra fyrir Háskólaráði að menn geti ekki innritað sig aftur. í Háskólareglugerðinni standi þó, að allir með stúdentspróf geti innritað sig í Háskólann og Háskólaráð úrskurðaði, að þeir geti innritast aftur. Þá var þessi varnagli, sem átti að vera, farinn. Að vísu áttu menn að byrja á upphafsprófinu, en það var engin bremsa. Þetta var í stríðinu og þá voru efnin orðin allt önnur hjá fólki. Það virtist ekkert hafa við það að athuga að kosta börn sín í skóla endalaust. Ég hugsa að það séu nokkrir sem voru meira en 10 ár í deildinni. Var ekki algengt á þessum árum að menn kœmu til prófs en löbbuðu svo út ef verkefnið passaði ekki? Jú, jú, þeir gátu gengið út. Það var sagt að þú hafir átt það til að fara á eftir þeim og draga þá aftur inn. Já, það var einn, en hann var nú svo nervös. Eins og þið vitið er ekki öllum gefið að ganga upp í munnlegu prófi. Sumir eru svo nervösir, að þeir gera alls konar bölvaða vitleysu af tómu nervösiteti. Ég tók þá yfirleitt upp sem sátu á fremsta bekk eða ég hélt að væru tilkippilegir. Maður vissi því nokkurn veginn hvað stúdentinn myndi vita. Ég man eftir að ég sótti einn út, sem ég vissi að myndi vita nóg, en hann var óheyrilega nervös maður. Hann náði og varð læknir og hefur reynst vel. Þú hafðir lengi ótrúlega mikla kennsluskyldu. Ætli þú hafir ekki kennt 11 tíma á viku? Ég man það ekki. Maður hafði þrjú stór fög. Ég fékk aðstoð í verklegu kennslunni og Bjarni Konráðsson hafði microscopiska kúrsusa. Að öðru leyti var maður einn í þessu. Við höldum að líklega hafi enginn kennari á íslandi heyrt jafn mörg göt og þú. Það veit ég ekki, haldið þið það?

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.