Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Síða 35

Læknablaðið - 15.05.1988, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 197 Skeði nokkurn tíma eitthvað spaugilegt í munnlegum prófum hjá þér? Já, það kom náttúrlega margt spaugilegt fyrir, en ég get ekki verið að traktera ykkur á því. Viltu hafa það í þagnargildi? Já, ég held að við látum það hvíla. Það eru kannski ekki allir sem geta metið það. Það var dálítið erfitt með menn sem voru ekki heilir á sönsum og ekki var forsvaranlegt að láta halda áfram. Ég sagði stundum: »Ég felli ekki menn ef þeir kunna, en ég er alveg klár á að maðurinn á ekki að fá próf og það á að vísa honum frá. Segja honum að hætta«. Og það varð úr, en það eru ekki allir sem geta tekið því, sem ekki er von. Það voru tveir sem voru látnir hætta af þeim ástæðum; reyndar fleiri, en ekki í fyrsta hluta. Það var oft erfitt að sannfæra fólk um það. Það er sagt að Dungal hafi rcett við einn sem hafi tekið þessu illa og þar var komið viðræðum að Dungal sagði: »Þér getið alls ekki orðið lœknir.« En hinn svaraði að bragði: »Ég get þó alltént orðið patholog.« Er þetta sönn saga? Já, að minnsta kosti heyrði ég hana svona. Þessum manni var vísað frá. Ef maðurinn er búinn að fá próf, þá er ennþá verra að neita honum um lækningaleyfi. Það hafa ýmsir kvartað yfir því að eftir að þið Dungal hœttuð að fara höndum um þetta hafi ýmis vandamál komið upp á yfirborðið. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessu og það er ekki forsvaranlegt. Kennarar hafa skyldur gagnvart þjóðfélaginu eins og ég hef tekið fram. Meiningin er að hleypa ekki út í þjóðfélagið fólki sem er óheppilegt til að sinna þessu starfi. Prófessorar eiga að stunda vísindi og það er óhœtt að segja að þú hafir gert það ósleitilega. Raunar erum við hissa á öllu því sem þú hefur komið frá þér, enda spáir Kristján Eldjárn einhvers staðar í það, hvort það hafi aldrei verið nein barátta hjá þér milli andans og holdsins. Nú langar okkur að heyra dálítið um þessi störf. Þú hefur e.t.v. fyrst og fremst haft áhuga á sögu eins og faðir þinn. Fékkstu þennan áhuga strax í föðurgarði? Nei, í sjálfu sér ekki. Brynleifur Tobíasson var ágætur sögukennari og í Gagnfræðaskólanum á Akureyri hafði ég hann sem kennara. Það að ég lenti mikið í sögu er tilviljun eins og svo margt. Sumarið 1938 var stofnað til samnorræns uppgraftar í Þjórsárdal, sem Matthías Þórðarson stóð fyrir. í hans hlut kom að grafa upp Skeljastaði og þar reyndist vera grafreitur og kirkjugarður. Matthías bað mig um að athuga beinin sem þar kæmu upp og þar með æxlaðist það að ég tók að mér þessar beinarannsóknir. Til þess að hafa einhvern samanburðarefnivið tók ég öll bein sem voru varðveitt í Þjóðminjasafninu og höfðu aðallega komið úr heiðnum grafreitum. Guðmundur Hannesson hafði gert rannsóknir á mannfólkinu, mjög víðtækar mannamælingar, en það höfðu þá aldrei verið gerðar neinar rannsóknir á beinum hér á landi. Eftir að ég tók að mér þetta verkefni komst ég ekki hjá því að kynna mér söguna. Það hékk saman. Stríðið skall á 1939 og þá lokuðust samböndin milli þeirra sem unnið höfðu hér heima og hinna erlendu, sem voru frá öllum Norðurlöndunum. Bókin um þessar rannsóknir var svo gefin út í Danmörku á stríðsárunum þannig að sambandið milli íslensku og erlendu vísindamannanna var ekki alltof gott, enda kom upp ágreiningur um aldursákvörðun, sem tók nokkur ár að greiða úr. Það lá síðan beint við að bera saman beinin, sem voru hér frá heiðni við víkingaaldarbein á Norðurlöndunum. Það kom fljótt í Ijós að þau áttu illa heima í Norðurlandasafninu, þessi íslensku bein. Það varð til þess að ég fékk hálfs árs frí frá kennslustörfum þegar stríðinu lauk til þess að athuga víkingaaldarbein, bæði í Skandinavíu og á Bretlandseyjum, þar með talið frá írlandi. Þar rannsakaði ég þau bein sem ég komst yfir frá Víkingatímum og skrifaði grein um það í enskt tímarit. Þú hefur sjálfur grafið upp eitthvað af beinum? Já, ég hef tvívegis gert það á Austurlandi. Það var á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð og síðan á ** Grafið i Haffjarðarey. (Ljósm. Kristján Eldjárn).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.