Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1988, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.05.1988, Qupperneq 58
218 LÆKNABLAÐIÐ Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Reykjavík 21.-22. september 1987, skorar á ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála að beita sér fyrir breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu þannig að möguleikar verði á mismunandi rekstrarformum heilsugæslu- og heimilislæknastöðva er starfi samkvæmt áðurgreindum lögum. Atli Árnason gerði grein fyrir afgreiðslu annars starfshóps. Hann hafði fjallað um tillögu nr. 3 frá L.R., þar sem ályktað er, að aðalfundurinn leggi til, að læknafélögin komi sér upp fjölmiðlafulltrúa til að auðvelda samskipti læknafélaganna við fjölmiðla. Meirihluti starfshópsins lagði til, að ályktunin hljóðaði þannig: »Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 21. og 22. sept. 1987, leggur til, að félagið velji úr röðum sínum fjölmiðlafulltrúa í því skyni að auðvelda samskipti læknastéttar við fjölmiðla. Stjórn L.í. verði falið að skilgreina nánar verkefnis- og valdsvið fulltrúans, jafnframt sem stjórnin síðan velur hann. Fundurinn leggur til, að rétt sé að reyna þetta til aðalfundar 1989. Ef stjórn L.í. telur þá, að fyrirkomulag þetta hafi sannað gagnsemi sína, beri henni að leggja fram tillögu til lagabreytingar, þar sem þessi fulltrúi sé kosinn á aðalfundi eins og aðrir embættismenn félagsins.« Því næst hafði starfshópurinn fjallað um tillögu nr. 4 frá L.R., þar sem aðalfundur leggur til, að komið verði á fót staðalnefnd læknafélaganna, sem geti fjallað um eða veitt viðurkenningu á sviði heilsuræktar og aukinnar hollustu. Taldi starfshópurinn á þessari tillögu marga vankanta, þar sem gæti verið um að ræða gífurlega vinnu og ábyrgð, og lagði því til, að tillögunni yrði vísað til stjórnar L.í. til nánari umfjöllunar. Sigurbjörn Sveinsson tók til máls og sagði, að ekkert væri athugavert við, að formaður og framkvæmdastjóri félagsins væru áfram talsmenn félagsins. Hér væri lögð til einhvers konar miðstýring á upplýsingaflæði. Tryggvi Ásmundsson kvaðst sammála Sigurbirni og benti á, að enginn mundi vilja taka þetta að sér. Magni Jónsson, formaður L.R., sagði, að enginn efaðist um frammistöðu formanns eða framkvæmdastjóra, en hugmyndin væri fyrst og fremst sú að auðvelda fjölmiðlum aðgang að upplýsingum. Hér yrði ekki um valdastöðu að ræða. Þetta þurfi ekki að binda við aðalfund 1989, þar sem alltaf væri hægt að fella niður þetta embætti. Formaður kvað skrifstofuna nú þegar undirmannaða og í raun þyrfti starfsmann, sem sinnti fjölmiðlatengslum ásamt öðrum störfum, en slíkt þyrfti ekki að ákveða hér og nú. Það fengist enginn úr röðum lækna til þessa starfs og e.t.v. væri rétt að vísa þessu máli til stjórnar L.í. Pétur Lúðvigsson kvað engan vilja taka þetta starf að sér. Námskeið og erindi hefðu verið kynnt fjölmiðlum, og hefði starfsmaður á skrifstofunni getað annast vel þá kynningu. Áliti á ýmsum málum þyrfti að koma framfæri og gæti starfsmaður vel séð um það. Hann lagði til, að þessari tillögu yrði vísað til stjórnar L.í. til frekari umfjöllunar. Ólafur Mixa spurði, hvort erfitt hefði verið fyrir fjölmiðla hingað til að ná tengslum við félögin. Hefði einhver kvartað? Byggi eitthvað undir? Ætti e.t.v. að stýra tengslum við fjölmiðla betur? Ætti e.t.v. að hindra atvik eins og það, sem rætt var á aðalfundi 1986? L.í. hefði verið duglegt að koma sínum skoðunum á framfæri, en e.t.v. þyrfti til þess starfsmann, sem hugsanlega mætti tengja Læknablaðinu. Skúli G. Johnsen kvað mikilvægt, að heilbrigðismál fengju góða umfjöllun. Reyna mætti að fá úttekt á þessu máli hjá fjölmiðlafyrirtæki. Magni kvað engin atvik frá fyrri aðalfundi búa á bak við þessa tillögu og fjölmiðlafulltrúi þyrfti ekki að vera læknir. Högni Óskarsson sagði, að tillögunni ætti að vísa skilyrðislaust til stjórnar, og var það samykkt með öllum greiddum atkvæðum. Var þá fjórða tillagan tekin til umæðu, og kvaddi Magnús L. Stefánsson sér hljóðs og lagði til, að henni yrði vísað til stjórnar með þeim skilaboðum, að hún svæfði málið. Ari Jóhannesson lagði til frávísun þar sem hér væri um vont mál að ræða. Hann spurði, hvort hér væri verið að ræða um heilsuræktarstöðvar eða hollustufæðusala. Tillagan væri vonlaus í framkvæmd og kallaði á eftirlit. Embættislæknar eigi að fylgast með þessari starfsemi. Hins vegar snerti tillagan mikilvægt mál, þar sem vaxandi áhersla væri á heilsurækt, og við yrðum að taka þátt í þeirri starfsemi, en þetta væri ekki rétta leiðin. Frekar ættum við að beita okkur fyrir könnun á hollustuvenjum íslendinga, bæði væri það vísindaleg skylda og loks væri þar möguleiki fyrir lækna til að komst inn í þessi mál. Magni Jónsson sagði, að það færi fram góð og vond starfsemi á þessu sviði. Það vantaði lög og reglugerðir. Erfitt væri að fá ráðgjöf á þessu sviði. Ekki væri ætlunin að veita vissum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.