Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1990, Page 43

Læknablaðið - 15.04.1990, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 213 Tafla I. Bakteríutegundir og sýklalyf sem notuö eru til næmisprófa á sýkladeild Landspítalans. Svigar tákna aukalyf. Kfþ=Kefalóþín, Kfx=Kefúroxím, Kfs=Keftasidím. Pen Amp Píp Kfþ Kfx Tet Gen Ery Kli Kló Súl Trí Nít Síp Önnur lyf Þvagsýni Gr. neikv. stafir X (x) X (X) (X) X X X (x) Mesillínam, (*) Enterókokkar X X X X X Vankómýsín Klasakokkar X X X X X Meþisillín Önnur sýni Klasakokkar X X X X X Meþisillín Keöjukokkar X X X X X X H. influenzae X X X X X X Gr. neikv. stafir X (X) X X X X X (X) Netilmísín, (*) Pseudómónas X X (X) Kfs, Net, Tób. N. Gonorrhoea X X X Spektínómýsín Loftfælur X X X X X Metrónídasól *) Kefótaxím og Keftríaxón. mætti í flestum tilvikum nota annað hvort tnmetóprím eða súlfónamíð (4). Aukaverkanir af völdum súlfahlutans eru algengar einkum hjá eldra fólki. Ef um fjölónæman stofn er að ræða er bætt við næmisprófum fyrir sömu lyfjum og gert er fyrir Gram neikvæðar bakteríur annars staðar en í þvagi. A enterókokkum eru gerð næmispróf fyrir ampisillíni, erýþrómýsíni, trímetóprími, nítrófúrantóíni, tetrasýklíni og vankómýsíni, en á klasakokkum eru prófuð lyfin penisillín, meþisillín, erýþrómýsín, trímetóprím, nítrófúrantóín og gentamísín. 2. Nœmispróf á bakteríum úr öðrum sýkingastöðum en þvagi. Klasakokkar. Gerð eru næmispróf fyrir penisillíni, meþisillíni, erýþrómýsíni, klindamýsíni og gentamísíni. A kóagúlasa neikvæðum klasakokkum er stundum bætt við næmisprófi fyrir vankómýsíni. Meþisillín er fulltrúi fyrir penisillínasaþolin penisillín (kloxasillín, díkloxasillín og flúkloxasillín) og fyrstu kynslóðar kefalóspórín (kefalóþín, kefradín og kefalexín). Ef klasakokkur er næmur fyrir meþisillíni er hann einnig næmur fyrir þeim lyfjum sem það er fulltrúi fyrir (5). í dag mynda 90-95% íslenskra Staphylococcus aureus stofna /(-laktamasa (penisillínasa) og eru þvf ónæmir fyrir penisillíni og breiðvirkum penisillínum (ampisillín, amoxýsillín, pívampisillín, bakampisillín, karbenisillín og píperasillín). Keðjukokkar. Gerð eru næmispróf fyrir penisillíni, ampisillíni, kefalóþíni, erýþrómýsíni, trímetóprími og súlfónamíði. Kefalóþín er fulltrúi fyrir fyrstu kynslóðar kefalóspórín (kefradín og kefalexín). Rétt er að geta þess að enterókokkar (Streptococcus faecalis, S.faecium, S. durans og S. avium ) hafa alltaf lélegt næmi fyrir penisillíni nema það sé notað ásamt amínóglýkósíði (streptómýsín eða gentamísín) og þeir eru algerlega ónæmir fyrir kefalóspórínsamböndum. Súlfónamíð verkar ekki heldur á enterókokka. Keðjukokkar aðrir en enterókokkar eru nær alltaf næmir fyrir penisillíni sem er kjörlyf fyrir sýkingar af þeirra völdum. Kjörlyf fyrir enterókokkasýkingar er ampisillín (penisillín og gentamísín saman ef um er að ræða hjartaþelsbólgu). A Islandi eru [3- hemólýtískir streptókokkar enn alltaf næmir fyrir erýþrómýsíni, en ónæmi gegn því er vaxandi í nágrannalöndum okkar. Haemophilus influenzae. Gerð eru næmispróf fyrir ampisillíni, kefúroxími, erýþrómýsíni, klóramfeníkóli, súlfónamíði og trímetóprími. Ampisillín er fulltrúi fyrir ampisillínesterin

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.