Læknablaðið - 15.04.1990, Qupperneq 44
214
LÆKNABLAÐIÐ
(pívampisillín og bakampisillín) og
amoxýsillín. Þau eru kjörlyf við sýkingar
þessara baktería, en ónæmi er því miður að
verða vandamál. A íslandi mynda um 8-10%
allra H. influenzae stofna frá yfirborðsstrokum
og um 20-30% þeirra stofna sem ræktast
úr mænuvökva og blóði (hjúpgerð b) (3-
laktamasa og eru því alveg ónæmir fyrir
þessum lyfjum. Auk þess er aðeins farið að
bera á ónæmi gegn ampisillíni sem byggist
á breytingum á penisillínbindipróteinum í
frumuvegg bakteríanna. Oft er næmi fyrir
erýþrómýsíni, en það frásogast frekar illa
frá meltingarfærum og nær því ekki alltaf
nægjanlegri þéttni í miðeyra til að hefta vöxt
H. influenzae hjá sjúklingum með eymabólgur
(otitis media) (6,7).
Gram neikvœðir stafir (aðrir en loftfcelur).
Þessi bakteríuflokkur er stór og lyfjanæmi
hans mjög breytilegt. Stærsti hópurinn í
þessum flokki em Enterobacteriaceae, en í
honum eru þekktastar Escherichia, Klebsiella,
Proteus, Salmonella og Shigella. Þessar
bakteríur hafa mikla hæfileika til þess að
mynda ónænti meðal annars með því að taka
til sín plasmíð, það er erfðaefnisbúta sem
geta gefið bakteríunni sýklalyfjaónæmi (R-
factors), oft gegn mörgum lyfjum samtímis.
Vegna þess þarf oft að gera næmispróf gegn
mjög mörgum lyfjum til að finna heppilegt
lyf. í fyrstu lotu eru gerð næmispróf fyrir
ampisillíni, kefalóþíni, kefúroxími, blöndu
trímetópríms og súlfónamíðs, gentamísíni og
netilmísíni. Ef bakterían reynist fjölónæm
eru næst gerð næmispróf fyrir kefótaxími,
keftríaxóni, píperasillíni og síprófloxasíni.
Ef þörf krefur eru möguleikar á að kanna
næmi fyrir keftasidími, astreónami, ímípenemi,
amikasíni og fleiri lyfjum. Kefalóþín er
fulltrúi fyrstu kynslóðar kefalóspórínanna, en
því miður eru annarrar og þriðju kynslóðar
kefalóspórínin það ólík innbyrðis, að ekkert
eitt lyf getur talist fulltrúi fyrir þann hóp.
Ampisillín ónæmi er orðið algengt í þessum
bakteríuflokki og ónæmi fyrir fyrstu kynslóðar
kefalóspórínum fer vaxandi.
Pseudómónas. Gerð eru næntispróf fyrir
píperasillíni, keftasidími, gentamísíni,
netilmísini, tóbramýsíni og stundum fyrir
síprófloxasíni. Stundum gefa næmispróf til
kynna næmi fyrir kefótaxími og keftríaxóni,
en það næmi er lélegt og nægir ekki til
meðferðar á útbreiddum pseudómónas
sýkingum. Þessi lyf geta hins vegar dugað
til meðferðar á blöðrubólgu, en aldrei ætti að
nota þau sem fyrstu lyf gegn pseudómónas.
Mælt er með að nota tvö samverkandi lyf,
venjulega /3-laktamlyf og amínóglýkósíð
(til dæmis gentamísín og píperasillín eða
keftasidím) gegn alvarlegum sýkingum af
völdum pseudómónas baktería.
Loftfœlnar bakteríur. Næmispróf á þessum
bakteríum eru vandasöm og yfirleitt ekki
framkvæntd nema um hrattvaxandi bakteríur
sé að ræða. Þá eru gerð næmispróf fyrir
penisillíni, píperasillíni, metrónídasóli,
erýþrómýsíni, klindamýsíni og klóramfeníkóli.
Nær allar loftfælnar bakteríur eru næmar fyrir
metrónídasóli og flestar aðrar en Bacteroides
fragilis hópurinn næmar fyrir penisillíni.
SÝKLALYFJAMÆLINGAR
Þegar lítill munur er á lækningalegri þéttni
og þeirri þéttni sem veldur eiturverkunum
er nauðsynlegt að mæla og fylgjast með
blóðþéttni viðkomandi lyfs. A þetta
einkum við um lyf í flokki amínóglýkósíða
(gentamísín, netilmísín, tóbramýsín og
amikasín), vankómýsín og í einstaka tilfellum
klóramfeníkól.
Aðferðir. Sígilda aðferðin til mælingar
á sýklalyfjastyrk er sú sem byggir á
verkun sýklalyfs á ákveðna bakteríustofna
(bioassay). Þekktir styrkleikar viðkomandi
sýklalyfs (staðlar) eru þá settir í holur á
agarskál sem þekktum bakteríustofni hefur
verið sáð á. Lyfið dreifist frá holunum
út í agarinn og myndar hindrunarsvæði í
bakteríuvöxtinn (eftir 8-20 klst. í hitaskáp).
Stærð hindrunarsvæðanna er svo mæld
og dregin upp í línuriti á móti styrkleika
sýklalyfjastaðlanna. Styrkleika sýklalyfs í
sermi sjúklings má finna með því að setja
sermið í holu á sama agar, mæla stærð
hindrunarsvæðisins og reikna styrkleika
þess út frá línuritinu. Helstu gallar þessarar
aðferðar eru hve langan tíma hún tekur
og sé sjúklingur á fleiri en einu sýklalyfi
samtímis er hún oft ónothæf. Þess vegna
er nauðsynlegt að láta sýklarannsóknadeild
vita af öllum sýklalyfjum sem sjúklingurinn
er á, þegar mæla á styrk sýklalyfs. Vegna
þessara ágalla hafa verið þróaðar aðferðir sem
byggja á mótefnahvörfum og eru þær aðferðir
bæði fljótlegri og sértækari. Á sýkladeild