Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1990, Side 53

Læknablaðið - 15.09.1990, Side 53
LÆKNABLAÐIÐ 371 þama til að kynnast þessum almennu klínísku rannsóknum og voru í launuðum hlutastöðum. - Bjarni varð sérfræðingur í lækningarannsóknum. Hann hefur verið hjá þér sem aðstoðarlæknir en síðar komið sem sérfræðingur. Hann var búinn að vera hjá mér frá 1943-46, svo fór hann í framhaldsnám til Kaupmannahafnar og var meðal annars á Biokemisk Institut og Medicinsk Laboratorium. Hann var þama í tvö ár og eftir það fékk hann sérfræðingsviðurkenningu og kom aftur til mín 1949. - Hvað starfræktirðu rannsóknastofuna lengi á þennan hátt í Háskólanum ? Fyrir utan þessar klínísku rannsóknir, sem ég er búinn að tala um fyrir lækna starfandi í bænum, rannsakaði ég alkóhólinnihald í blóði fyrir lögregluna. Jóhann Sæmundsson læknir sá um þær rannsóknir fyrst í kringum 1940, ég man nú ekki hvað lengi. Hér höfðu fram að því ekki verið gerðar neinar sérstakar athuganir á þeim sem óku undir áhrifum áfengis, en svo voru sett lög um leyfilegt alkóhólmagn í blóði. Jónatan Hallvarðsson var þá sakadómari og fékk Jóhann til að gera svokallaðar alkóhólprufur. I Danmörku og víðar var fólk látið ganga eftir striki og læknir fenginn til að skoða það. Auk þess var mælt alkóhólmagnið í blóði. Jóhann var í nevrólógíu og ég held að Jónatan hafi þess vegna fengið hann til þess að kynna sér þessi mál og taka að sér læknisfræðile^u hliðina við skoðun á þessum mönnum. Eg byrjaði á alkóhólrannsóknum upp úr 1940 og það vom náttúrulega miklu »lúkratívari« rannsóknir, þegar »delinkventar« eða lögregla á að borga og þetta voru eiginlega miklu auðteknari peningar. - Sástu um alkóhólrannsóknirnar alla tíð á meðan þú rakst rannsóknastofuna ? Já, og svolítið lengur. Þegar ég hætti sem prófessor, hætti ég rekstri rannsóknastofunnar en hélt alkóhólrannsóknunum áfram í dálítinn tíma þar til Þorkell Jóhannesson tók við þeim. - Þú kenndir alveg fram til vorsins 1971. Já, þá var sett ný reglugerð sem kom í veg fyrir að ég gæti kennt áfram öðrum en þeim sem voru innritaðir eftir gömlu reglugerðinni. Það var ómögulegt fyrir einn mann að kenna hvort tveggja, nemendur voru orðnir svo margir. Og svo var annað, að ég fékk lausn frá embætti og Hannes Blöndal var skipaður kennari meðan hann var enn úti. Mynd 6. Glös og grind fyrir Widals próf, til aö prófa fyrir mótefnum gegn taugaveikibakteríunni og öörum salmonella sýklum meö agglutination, einnig frá Laugarnesspítala. (Safnnr.: NS-413).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.