Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 30
22 LÆKN ABLAÐIÐ var í tetrahýdrókannabínólinnihaldi hasssýna, en minnstur í hassolíu (sjá tölur í svigum). Eins og fram kemur á mynd 5 var magn tetrahýdrókannabínóls í hass- og maríhúanasýnum talsvert breytilegt eftir árum. Varð veruleg aukning í tetrahýdrókannabínólinnihaldi hasssýna á tímabilinu, en nokkru minni í maríhúanasýnum. í báðum tilvikum var um marktæka aukningu að ræða (línuleg aðhvarfsgreining, p <0,05). Sýni af hassolíu voru færri en svo, að þau yrðu tekin með í samanburðinum. UMRÆÐA Eins og sjá má á mynd 4 hefur tala kannabissýna verið allbreytileg eftir árum. A þetta ekki síst við um fyrri hluta tímabilsins. Eðlilegt virðist að álykta, að samband kunni að vera milli fjölda innsendra sýna og þess magns af kannabis, sem lagt var hald á hverju sinni. Tölur frá lögreglunni í Reykjavík (6) sýna, að jákvæð fylgni var á milli þessara þátta á tímabilinu 1979-1988. Fyrir 1979 var þessu þó öðruvísi varið, enda giltu þá aðrar reglur um, hvenær sýni skyldu send til rannsóknar en síðar varð (6). Elstu heimildir, sem við höfum fundið um ákvarðanir á tetrahýdrókannabínóli í ólöglegum kannabissýnum eru frá árinu 1969 (7). Voru það hasssýni, sem innihéldu að meðaltali 23 mg/g af tetrahýdrókannabínóli (5-53 mg/g). Er það miklu minna en í hasssýnum þeim, sem hér voru rannsökuð. í yngri heimildum (8-10) er magn tetrahýdrókannabínóls í hasssýnum hins vegar á bilinu 10-190 mg/g. Er það í góðu samræmi við niðurstöðutölur okkar (sbr. töflu). Athyglisvert er þó, að í okkar safni voru allmörg sýni (21 talsins), sem innihéldu minna en 10 mg/g. Verða þau að teljast hafa verið lélegt hass. Maríhúanasýnin í safni okkar innihéldu að meðaltali 18 mg/g af tetrahýdrókannabínóli (sjá töflu). Er það nánast sama meðaltal og í 2209 maríhúanasýnum, sem rannsökuð voru á vegum Drug Enforcement Administration í Bandaríkjunum á árunum 1974-1983 (11). í því safni voru þó fáein sýni, sem innihéldu liðlega þrefalt meira tetrahýdrókannabínól en mest gerðist í safni okkar. í safni okkar voru 15 sýni af hassolíu, Taflan sýnir medaltalsgildi ákvarbana á tetrahýdrókannahínóli (THC) í 217 kannabissýnum, sem rannsökuð voru í Rannsóknastofu í lyfjafrœði á árunum 1977-1988. Tölur í sviga sýna hœstu og lægstu gildi. THC Tegund sýnis Fjöldi mg/g Hass....................... 170 64 (1-177) Maríhúana................... 32 18 (2-43) Hassolía..................... 15 234 (104-610) -©- Hass -E- Maríhúana Mynd 5. Tetrahýdrókannabínól í hass- og maríhúanasýnum, sem rannsökuð voru í Rannsóknastofu í lyfjafræði á tímabilinu 1977-1988. Punktarnir á ferlunum sýna meðaltalsgildi hvers árs um sig. sem tetrahýdrókannabínól var ákvarðað í (sjá töflu). Magn tetrahýdrókannabínóls í sýnum þessum var að meðaltali 234 mg/g. Er það allmiklu minna en í hassolíu, sem rannsökuð hefur verið í Danmörku (10), en þar var meðalgildið 400 mg/g. Aðeins eitt okkar sýna innihélt svo mikið magn af tetrahýdrókannabínóli. Því hefur áður verið haldið fram, að magn tetrahýdrókannabínóls í kannabis, sent hér er í umferð fari vaxandi, og megi miða við árið 1983 í því sambandi (5). Niðurstöðutölur okkar sýna, að þessi fullyrðing er að mestu rétt (sbr. mynd 5). Ekkert skal fullyrt um af hverju þetta stafar. Hugsanlegt er þó, að kannabisræktun sé nú meira stunduð í atvinnuskyni en áður var og því meira til hennar vandað. Svipaðrar aukningar varð einnig vart í tetrahýdrókannabínólinnihaldi í maríhúana,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.