Læknablaðið - 15.01.1991, Side 44
36
LÆKNABLAÐIÐ
var Borgarspítalinn í Fossvogi að taka til
starfa í nýju húsnæði. Borgarspítalinn var
byggður upp sem deildaskiptur spítali og
hefur frá byrjun verið aðalslysamóttökuspítali
landsins og spítali fyrir bráða sjúkdóma.
Byggt var við slysadeild til að anna
þessari þjónustu enn betur. Þar var einnig
stofnuð sérstök taugaskurðlækningadeild
og bæklunarskurðdeild í tengslum
við slysadeild. Nýbyggingar spítalans
á síðustu árum hafa verið vegna
öldrunarlækninga. A Grensásdeild, sem starfar
í tengslum við Borgarspítala, er fullkomin
endurhæfingardeild. Þar hefur á tímabilinu
verið byggð fullkomin þjálfunarsundlaug og
þar er nú að hefjast bygging sérstaks húsnæðis
fyrir fjölfatlaða.
Landakotsspítali, sem var einkaspítali fram
til 1976, er rfkið keypti hann, hefur verið
rekinn sem sjálfseignarstofnun og er þar
rekin sérhæfð þjónusta með sama sniði
og áður. Þar er eina augnlækningadeild
landsins. Hefur hún nýlega verið endurbætt
og göngudeildaraðstaða stækkuð.
Síðustu ár hafa ítrekað farið fram umræður
um frekari verkaskiptingu og aukna samvinnu
sjúkrahúsanna á Reykjavíkursvæðinu og er
ekki vitað hver niðurstaðan verður af þeim
viðræðum.
Af hálfu ráðuneytisins hefur ávallt verið
kappkostað að sjúkrahúsin á Islandi gætu
veitt eins fullkomna sérfræðiþjónustu og
hægt er miðað við fjármagn og mannafla,
en rekstur sjúkrahúsa er dýr og tækjavæðing
fjármagnsfrek. Því hefur ekki ávallt verið
hægt að sinna endumýjun sem skyldi eða afla
nýrra tækja.
Þau verkefni, sem íslenskar
heilbrigðisstofnanir hafa ekki getað sinnt, hafa
verið flutt til annarra landa og hafa sjúklingar
síðustu ár einkum farið til Bretlands, þar
sem Tryggingastofnun ríkisins hefur haft
sérstaka samninga. Hafi það verið álit
sérfræðinganefndar, að nauðsyn bæri til
að sjúklingar fengju læknishjálp erlendis,
hafa allir fengið þá læknishjálp á kostnað
almannatrygginga.
Sé litið yfir sjúkrahúsin í heild má segja,
að fimm sjúkrahús hafi sérstöðu, þ.e.
Ríkisspítalar, Borgarspítali, Landakot,
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og Sjúkrahús
Akraness. Þessi sjúkrahús hafa samanlagt um
2000 sjúkrarúm. Árlega vistast á þessum
sjúkrahúsum um 40 þúsund manns og
aðgerðir eru um 26 þúsund. Tólf sjúkrahús á
landsbyggðinni hafa aðstöðu til skurðaðgerða.
Þar eru 500 sjúkrarúm sem vista á ári um
5000 sjúklinga og þar eru gerðar um 4000
aðgerðir árlega. I þriðja flokknum koma
hjúkrunarheimili, þar sem ekki eru gerðar
neinar skurðaðgerðir og er þar um að ræða
um 20 hjúkrunarheimili með um 980 rúmum.
í vaxandi mæli hafa litlu sjúkrahúsin á
landsbyggðinni tekið við hjúkrunarvistun
aldraðra, þrátt fyrir mikla uppbyggingu á
hjúkrunarrýmum almennt.
Tvær endurhæfingarstofnanir, sem báðar eru
einkastofnanir, verður að nefna, Reykjalund
og Heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands
(NLFÍ) í Hveragerði. Á Reykjalundi var
upphaflega umönnun og endurhæfing
berklasjúklinga. Nú er þar alhliða sjúkra-
og iðjuþjálfun og aðstaða öll hin besta. Á
Heilsuhæli NLFI var upphaflega gert ráð fyrir
lækningu með mataræði og böðun en nú er
þar margháttuð endurhæfing fyrir sjálfbjarga
fólk.
Til loka áttunda áratugarins var meðferð
áfengissjúkra aðallega tengd geðdeildum
en einnig lyflæknisdeildum. Fyrir rúmum
10 árum voru Samtök áhugamanna um
áfengisvanda stofnuð í kjölfar lækningaferða
nokkur hundruð áfengissjúklinga til
Bandaríkjanna. Meðferðarstofnanir með því
sniði, sem þar eru reknar, voru settar á stofn
og síðar byggð ný meðferðarstofnun að Vogi
í Reykjavík. Endurhæfingarstofnunum var
komið á fót að Sogni í Ölfusi og Staðarfelli
í Dölum. Alls eru nú 120 rými vegna
áfengissjúkra á vegum SÁÁ, 60 á Vogi og
30 á hvorri endurhæfingarstofnun. Eins og
áður er rekin sérstök deild áfengissjúklinga
og göngudeild á geðdeild Ríkisspítala. Öll
meðferð áfengissjúklinga hefur því gjörbreyst
á síðasta áratug.
4. STOFNANIR RÁÐUNEYTISINS
4.1 Tryggingastofnun ríkisins:
Tryggingastofnun ríkisins hefur starfað frá
1936. Lög um almannatryggingar hafa verið
endurskoðuð í heild 1946, 1956 og síðast