Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1993, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.08.1993, Qupperneq 20
228 LÆKNABLAÐIÐ Tafla. Aldursdreifing einstaklmga í úrtakshópum og fjöldi með kjarnamólefni gegn lifrarbólguveiru B Samanburöarhópur Áfengissjúklingar Stunguefnaneytendur Aidur Fjöldi Jákv. {%) Jákv. Fjöldi Jákv. (%) Jákv. Fjöldi Jákv. (%) Jákv. 15-24 ...................... 155 1 (0.6) 62 1 (1.6) 7 4 (57.1) 25-34 ...................... 202 5 (2.5) 119 7 (5.9) 21 5 (23.8) 35-44 ...................... 204 3 (1.5) 95 4 (4.2) 6 2 (33.3) 45-54 ...................... 160 7 (4.4) 48 0 (0.0) 0 0 (0.0) 55-64 ...................... 163 8 (4.9) 17 0 (0.0) 0 0 (0.0) >64......................... 216 14 (6.5) 4 1 (25.0) 0 0 (0.0) Alls 1100 38 (3.5) 345 13 (3.8) 34 11 (32.4) Fjöldi sýna 350 > 300- 250- 200- 1988 1989 1990 1991 Mynd 1. Fjöldi innsendra sýna til lifrarbólguveiru B rannsóknar. koma sýni undir nafnleynd og án nokkurra upplýsinga. Til athugunar á algengi fyrri sýkinga af völdum lifrarbólguveiru B voru mæld mótefni gegn kjarna veirunnar, það er and- HBC. Rannsökuð voru 1100 sýni frá einstaklingum í úrtaki sem annars vegar var fengið frá Hjartavernd (758 sýni)'en þangað kemur fólk, venjulega hraust og á ýmsum aldri, til almennrar læknisrannsóknar og hins vegar frá Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði (342 sýni) en öllum sýnum þar sem meðfylgjandi upplýsingar gáfu til kynna lifrarsjúkdóm var sleppt. Á töflu sést fjöldi og aldursdreifing einstaklinga í rannsókninni. Hluti sýnanna frá Hjartavernd var frá einstaklingum í slembiúrtaki, sem notað hefur verið til rannsókna á faraldsfræði hjarta- og æðasjúkdóma hérlendis (89 sýni). Voru þessir einstaklingar allir eldri en 55 ára. Önnur sýni frá Hjartavernd voru frá fólki á ýmsum aldri, sem kom til rannsóknar vegna ábendingar læknis eða af eigin hvötum (669 sýni). Til könnunar á algengi fyrri sýkinga af völdum lifrarbólguveiru B meðal sprautufíkla og áfengissjúklinga voru sýni frá SÁÁ að Vogi, tekin árið 1990, rannsökuð. Annars vegar voru athuguð 345 sýni frá sjúklingum með sögu um áfengisneyslu eingöngu og hins vegar 34 sýni frá sprautufíklum. Til að meta staðtölulega marktækni var kí- kvaðrat prófi beitt til að bera saman algengi kjarnamótefna í hinum mismunandi aldurshópum og einnig til samanburðar á slembiúrtaki Hjartaverndar og annarra hópa. I samanburði á algengi kjarnamótefna hjá sjúklingahópum frá SÁÁ, það er áfengissjúklingum og sprautufíklum, og annarra hópa frá Hjartavemd og Rannsóknastofu Háskólans í veimfræði var samleitniprófi (Replicated Goodness of

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.