Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 22
230
LÆKNABLAÐIÐ
% Hlutfall einstaklinga
-o- Stunguefnaneytendur
og mynd 4. Marktækur munur reyndist á
algengi fyrri lifrarbólguveiru B sýkingar
innan hópsins eftir aldri (P< 0,05). Ekki
var marktækur munur milli slembiúrtaks
Hjartavemdar annars vegar og annarra sýna
frá Hjartavernd og Rannsóknastofu Háskólans
í veirufræði hins vegar (P> 0,05).
Algengi kjarnamótefna meðal sjúklinga, sem
leggjast á áfengis- og fíkniefnameðferðardeild
SAA að Vogi með sögu um áfengisneyslu
eingöngu var ekki marktækt hærri en hjá
einstaklingum í rannsóknahópi frá Hjartavernd
og Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði. Af
345 sýnum frá áfengissjúklingum reyndust
13 (3,8%) hafa kjarnamótefni, en af 1100
sýnum frá Hjartavernd og Rannsóknastofu
Háskólans í veirufræði voru 38 (3,5%) með
slfk mótefni. (GH = 0,08 < x2o,os[n = 3,841).
Af þeim 34 sjúklingum sem hins vegar höfðu
sögu um neyslu fíkniefna með sprautum voru
11 (32%) með kjarnamótefni, sem eru mjög
marktækt fleiri en í hópnum frá Hjartavernd
og Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði
(G„=30,48 >x2o.oohi]=10,828) (sjá mynd 4
og töflu).
UMRÆÐA
Smit við nána snertingu og kynmök eða
blóðblöndun en síður við fæðingu samrýmist
þeim niðurstöðum að algengi fyrri sýkingar
sé hverfandi fyrir 15 ára aldur en fari síðan
hækkandi eftir aldri. Er algengi fyrri sýkingar
og meginsmitleiðir lifrarbólguveiru B svipaðar
Mynd 4. Algengi lifrarbólguveiru
B kjarnamótefha eftir aldri
í sýnum frá Hjartavemd og
Rannsóknastofu Háskólans
í veirufrœði og meðat
stunguefnaneytenda.
hérlendis og í N-Ameríku og N-Evrópu
(2,6,10,11).
Vegna eiginleika lifrarbólguveiru B að
geta valdið þrálátum sýkingum er hætta
á sýkingu við blóð- eða blóðhlutagjafir
svo og meðal fíkniefnaneytenda sem nota
sameiginlegar sprautur. Arið 1983 fór
að bera á amfetamínneyslu hérlendis og
jókst hún mjög fram til 1985 en hefur
síðan verið svipuð eða jafnvel minnkað.
Virðist 100-300 manna hópur sprauta sig
reglulega með lyfinu, en að auki eru allmargir
sem nota lyfið sjaldan. A árinu 1989 fór
síðan lifrarbólguveira B að greinast ineðal
sprautufíkla hérlendis (12). Um áramótin
1989-1990 greindust á Rannsóknastofu
Háskólans í veirufræði níu tilfelli sem öll
munu vera afleiðing smits nokkrum vikum eða
mánuðum áður í sprautufíklasamkvæmi senr
kennt hefur verið við Hverfisgötu í Reykjavík.
Eftir þennan tíma hafa nokkur lifrarbólguveiru
B tilfelli greinst í hverjum mánuði meðal
sprautufíkla og umgengnishóps þeirra. Eins og
sést vel á mynd 3 eru flestir sem greinst hafa
15-40 ára enda er fíkniefnaneysla algengust á
þessum aldri. Flestir þeirra sýktu eru sjálfir
fíkniefnaneytendur en nokkuð er um að
rekkjunautar þeirra sýkist einnig enda er
náin snerting og kynmök meðal náttúrulegra
smitleiða veirunnar. Mjög hátt algengi
kjarnamótefna og þá fyrri sýkinga (32%)
hjá sprautufíklum sem fara í ineðferð gefur
til kynna mjög hraða og almenna útbreiðslu
meðal þessa hóps. Hugsanlegt er þó að þeir