Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 219 Stökkbreytingin AF508 greind í sjúklingum með cystic fibrosis Reynir Arngrímsson1), Benjamín Bjartmarsson2’, Jennifer Lambert1), Siguröur Þorgrímsson2), Þórólfur Guðnason21, Hörður Bergsteinsson2’ Arngrímsson R, Bjartmarsson B, Lambert J, Þor- grímsson S, Guðnason Þ, Bergsteinsson H The AF508 mutation in cystic Fibrosis paticnts Læknablaðið 1994; 80; 219-22 Cystic fibrosis is a serious autosomal recessive dis- order. It is commonest among the white Caucasian populations in North and Western Europe. Howev- er, no information is available on this disease in Iceland. Only 21 patients have been diagnosed with this condition in Iceland since 1958, hence the preva- lence is estimated to be around 1/7000. Three young children, aged 6-30 months, with clinical symptoms suggestive of cystic fibrosis: namely recurrent respi- ratory infections, malabsorption of fat, low trypsin and chymotrypsin activity and positive sweat test, were investigated. Mutational analysis revealed that all three children were homozygous for the AF508 mutation in the cystic fibrosis gene. This is the first report of cystic fibrosis in Iceland. It is expected that 2-3% of the population are carriers of cystic fibro- sis. Identification of all disease-causing mutations in the popuiation should be feasible and encouraged. Ágrip Cystic fibrosis er algengastur ókynbundinna erfðasjúkdóma hjá Vesturlandabúum. Þessi sjúkdómur hefur hinsvegar verið talinn sjald- gæfur á íslandi. Sjúkdómurinn er alvarlegur og Frá1) Duncan Guthrie Institute of Medical Genetics, Yorkhill, Glasgow,21 Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum, Reykjavík. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Reynir Arngrímsson, Duncan Guthrie Institute of Medical Genetics, Vorkhill, Glasgow G3 8SJ, Sotland. Lykilorð: Cystic firosis, stökkbreytingar, AF508, víkjandi erfðasjúkdómar. leiðir oftast til dauða innan við þrítugt. Erfða- gallann má rekja til stökkbreytinga í geni sem skráir 1480 amínósýrur sem mynda 68 kd pró- tín (cystic fibrosis transmembrane cond- uctance regulator). Hér er í fyrsta sinn lýst íslenskum einstaklingum með stökkbreytingu í þessu geni, sem veldur brottfalli á amínósýr- unni phenylalanine og leiðir til cystic fibrosis. Inngangur Cystic fibrosis er talinn vera algengasti ókyn- bundni víkjandi erfðasjúkdómur á meðal Vest- urlandabúa (1). Talið er að eitt af hverju 2500 vestrænna barna fæðist með þennan erfðasjúk- dóm og að allt að einn af hverjum 20 (5%) séu arfberar (1). Algengi sjúkdómsins er þó breyti- legt, gildir það meðal annars á Norðurlöndum. Einn af hverjum 4700 Dönum (3) er talinn hafa cystic fibrosis en sjúkdómurinn er sjaldgæfari meðal Svía, eða einn af hverjum 7700 (2). Hvort tveggja er þetta umtalsvert lægri tíðni en á meðal annarra nágrannaþjóða okkar, til dæmis íra (1/1700). Engar opinberar tölur eru til um algengi cystic fibrosis á íslandi. Þó er kunnugt um 21 greint tilfelli frá 1958, þar sem annað eða bæði foreldri eru íslensk. Þar að auki mun einn íslendingur búsettur erlendis hafa greinst með cystic fibrosis. Samkvæmt þessum tölum má ætla að algengi sjúkdómsins sé um það bil einn af hverjum 7000. Sjúkdómurinn cystic fibrosis herjar aðallega á slímhimnufrumur í kirtilvef (2). í svita er aukinn útskilnaður á natríumklóríði. Hefur það verið notað til greiningar á sjúkdóminum. I brisi stíflar þykkt slím kirtilganga, sem leiðir til skorts á hvötum í meltingarvegi og sjálfs- meltingar á kirtlinum. Ófrjósemi meðal karl- manna sem haldnir eru sjúkdómnum er einnig rakin til stíflunar og síðar skemmdar á kynkir- tlum (vas deference og epidydimis). Þekktasta einkennið er uppsöfnun á óeðlilega þykku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.