Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1994, Side 48

Læknablaðið - 15.08.1994, Side 48
252 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Gláka var skilgreind sem dæmigerð skemmd í sjóntaug ásamt dæmigerðri sjónsviðsskemmd. Alls voru 5 pör tvíbura samræm fyrir gláku en 3 misræm. Eftir aldursleiðréttingu gefur þetta samræmi 0,734+/-0,15 (p<0,0001). Eingöngu var um hægfara gláku að ræða. Bendir þetta eindregið til sterkra áhrifa erfða umfram umhverfi á sjúkdómsgerð gláku og einn- ig til fjölgenaerfða. 20. Meðferð hrörnunar í augnbotnum með interferóni alfa-2a Auður Bjarnadóttir, Jóhannes Kári Kristinsson, Einar Stefánsson, IngimundurGíslason. Augndeild Landakotsspítala, Háskóli íslands. Ellihrömun í augnbotnum (age related macular degeneration) er algengasta orsök lögblindu (sjón 6/60 eða minna á betra auga) eða hjá 39.6%. Ellihrömun í augnbotnum er flokkuð eftir útlitsbreytingum í augn- botnum í tvo aðalflokka, þ.e. þurra (atrophic) og vota (exudative) ellihrömun. Vot ellihrömun veldur hröðu sjóntapi og bjögun á sjón (metamorphopsia) en eitt af megineinkennum hennar er mynduð nýæða undir sjónhimnu. Stundum er hægt að brenna þessar nýju æðar, eða æðanet, með leysigeislum. Ef æðanet koma undir fovea (subfoveal neovascularization) er erfið- leikum bundið að beita meðferð og sjón hrakar oftast mjög hratt. Árið 1991 var fyrst beitt sprautumeðferð undir húð með interferóni alfa-2a við æðanetum undir sjónhimnu (Fung). Interferón alfa-2a hindrar ný- myndun æða (angiogenesis) og innþekjufrumuflakk (endothelial cell migration) auk þess að blokka við- taka fyrir vaxtarhórmón á innþekjufmmum. Skráðar ábendingar fyrir notkun þess em hárfmmuhvítblæði og Kaposi sarkóm. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR: Alls hafa 10 ein- staklingar (3 karlar, 7 konur) með æðanet undir fovea lokið a.m.k. 8 vikna meðferð með interferóni og verið fylgt eftir í a.m.k. 3 mánuði. Fjórir sjúklingar hafa hætt í meðferð vegna aukaverkana. Meðalaldur var 76 ár, meðallengd meðferðar var 10,7 vikur og meðallengd eftirfylgni 6,3 mánuðir. Sjúklingar voru með nýtt æða- net undir fovea staðfest með fluoresceinæðamynda- töku eða með blæðingu undir fovea sem benti til æða- nets. Sjón var betri eða jöfn 1/60 í upphafi meðferðar. Til samanburðar var farið í gegnum skrár frá 1990- 1992 og fengust 8 einstaklingar (1 karl, 7 konur) með sömu sjúkdómsskilmerki og hópurinn sem fékk inter- ferón. Meðalaldur var 80,9 ár, meðallengd eftirfylgni var 8 mánuðir. Meðferð hófst ekki síðar en viku frá greiningu. Meðferðarhópurinn fékk 1.5 milljónir ae interferón alfa-2a undir húð þrisvar í viku. Til að minnka auka- verkanir var gefið T. paracetamól 500 mg í hvert sinn. Tveir fengu 1.0 milljón ae þrisvar í viku vegna auka- verkana. Æðamyndataka var gerð á flestum á fjögurra vikna fresti meðan á meðferð stóð og 3 og 6 mánuðum eftir að meðferð lauk. Blóðstatus var tekinn hjá öllum áður en meðferð hófst. NIÐURSTÖÐUR: Sjón var talin marktækt betri eða verri ef sjúklingur fór upp eða niður um tvær Knur á Snellentöflu. Við 6 mánaða eftirfylgni voru 6 í með- ferðarhópnum (86%, n=7) með óbreytta sjón en 1 sá verr (14%). í samanburðarhópnum voru 2 (33%, n=6) með óbreytta sjón 6 mánuðum eftir greiningu en 4 (67%) sáu verr. Helmingi meðferðarhópsins þótti sjón sín betri en í upphafi meðferðar. Þeir sögðust sjá betur frá sér og bjögun (metamorphopsia) var minni. Allir í meðferðarhópnum fengu væg flensueinkenni eftir fyrstu sprautugjafimar, hroll og beinverki. Aðrar aukaverkanir voru slappleiki og aukin svefnþörf (31.5%), ógleði og lystarleysi (26%), höfuðverkur (21%), húðþurrkur (16%), niðurgangur (16%), kláði (10,5%), svimi (5%). Lækkun varð á hvítum blóð- komum (100%) og blóðflögum (33%). UMRÆÐA: Rannsóknir sem gerðar hafa verið hingað til á gjöf interferóns alfa-2a við æðanetum undir fovea hafa verið smáar í sniðum og flestar án samanburðarhóps. Niðurstöðum þeirra um notagildi interferóns alfa-2a við æðanetum undir fovea ber ekki saman. Okkar niðurstöður benda ótvírætt til þess að gjöf interferóns alfa-2a geti haldið sjón óbreyttri í lengri tíma en ef ekkert er að gert. Gera þarf stórar tvíblindar rannsóknir í langan tíma til að fá glögga mynd af notagildi gjafar interferóns alfa-2a við æða- netum undir fovea. 21. Fyrstu kynni af hringsjónsviðsmæli Árni B. Stefánsson Svínn Lars Frisén hefur hannað og þróað nýja gerð sjónsviðsmælis, Opthimus Ring Perimeter. Þessi að- ferð við sjónsviðsmælingu er einnig kölluð „High-pass resolution perimetri“. Við rannsóknina er notuð pc tölva og nýjasta tækni í tölvugrafík. Hringir af mismunandi stærðum birtast á sjúklingaskjá. Hringimir er gerðir úr björtum kjama með dökkum röndum og blandast þeir bakgrunnslýs- ingunni um leið og sj. hættir að greina þá. Mörkin milli greiningar og ekki greiningar hringja em mjög skörp og gerir það að verkum að rannsóknin er mjög ná- kvæm. Tækið metur næmi eða sjónskerpu 50 valdra staða í miðlægu sjónsviði, 30° til hvorrar hliðar, 20° upp og 25° niður. (Eins og aðrir sjáfvirkir sjónsviðs- mælar). Auk þess að mæla sjónsviðið metur tækið hlutfall starfhæfra smárra hnoðfmma í sjónhimnu í prósentum (parvocellular response), svokallaða taugarýmd (neural capacity). Er þar um nýja, afar gagnlega mælistærð að ræða. Flestar samanburðar- rannsóknir erlendis benda til þess að niðurstöður úr hringsjónsviðsmæli séu sambærilegar og jafngóðar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.