Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 16
228 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 inn og litast um í kviðarholinu. Undir auga sjónvarpslinsunnar var þessu næst sett inn 10 mm port rétt hægra megin við sívalaband lifrar (ligamentum teres) upp undir rifjaboga og þar á eftir tvö 5 mm port, annað undir rifjabogan- um lengra út undir síðunni en hitt á línu milli nafla og fremri efri mjaðmarnibbu (spina iliaca ant. sup.). Farið var inn með griptangir um litlu portin tvö og tekið með annarri í botn (fundus) gallblöðrunnar en með hinni í gall- blöðruhálsinn. Þannig var gallblöðrunni lyft upp úr beði sínum. Inn um 10 mm portið var síðan ýmist farið með brennslukrók eða klemmutöng og er athyglisvert hversu hand- verkfæri sem notuð eru við aðgerðina eru fá (mynd 8). Gallrásin (ductus cysticus) var yfir- leitt fundin fyrst og frílögð með brennslu- króknum á nægilega löngum kafla upp við gall- blöðruna til að hægt væri að taka gallvegamynd eða taka gallrásina í sundur milli klemma. Ekki var reynt að rekja gallrásina alveg niður að gallpípunni (ductus choledochus). Gall- blöðruslagæðin (arteria cystica) var þessu næst fundin og bæði hún og gallrásin teknar í sundur milli klemma, einnar nær gallblöðrunni og tveggja fjær. Þá var gallblaðran skræld út úr beði sínum með brennslukróknum, beðurinn skolaður og gallblaðran að lokum fjarlægð út um naflaportið. Ekki var lagður inn keri. Ef tekin var gallvegamynd fór skuggaefnis- leggurinn inn í gegnum annað 5 mm portið eða í gegnum sérstaka nál sem stungið var gegnum kviðvegginn á hentugum stað. Hert var að gall- rásinni utan um legginn með klemmu ef með þurfti en myndatakan að öðru leyti gerð á sama hátt og gert er í opinni aðgerð. Mynd 9 sýnir skurðstofu þar sem verið er að framkvæma gallblöðrutöku um kviðsjá. Niðurstöður Afdrif: Af fyrstu 100 sjúklingunum þar sem byrjað var á gallblöðrutökunni um kviðsjá voru 75 kallaðir inn af biðlista en 25 fóru í aðgerð í beinu framhaldi af bráðainnlögn, það er að segja í sömu legu. Tíu sjúklingar höfðu bráða gallblöðrubólgu og varð að breyta yfir í opna aðgerð hjá fimm þeirra, en alls þurfti að breyta yfir í opna aðgerð í 10 tilvikum eða hjá 10%. Ástæðumar voru; bráð gallblöðmbólga (5), samanskroppin gallblaðra sem ekki var hægt að ná taki á með töng (1), samvextir eftir fyrri að- gerðir (2), blæðing (1) og óljós líffæraskipan (1). Alls vom teknar 15 gallvegamyndir við aðgerð dagar dagar dagur dagar dagar Mynd 7. Fjöldi daga eftir aðgerð uns vinnufœrni eða fyrri fœrni var náð. Mynd 8. Verkfœraborð við gallblöðrutöku um kviðsjá. Áber- andi er hve handverkfæri eru fá. Mynd 9. Gallblöðrutaka um kviðsjá. Svipmynd af skurð- stofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.