Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 56
Tryggingafréttir
Sex mánaða biðtími
eftir sjúkratryggingu
Ný lög um almannatryggingar, sem
gengu í gildi um áramótin, fela í sér ákvæði
um biðtíma eftir sjúkratryggingu hérlendis.
Flytji fólk hingað frá landi utan EES, þarf
það að bíða í sex mánuði eftir að fá sjúkra-
tryggingu hér.
Læknar og forráðamenn sjúkrahúsa ættu
því að kanna hvort sjúklingur sé sjúkra-
tryggður, áður en hann er látinn greiða fyrir
þjónustuna.
Sé sjúklingur ekki tryggður, greiðir
Tryggingastofnun ekki kostnaðarhlut sjúkra-
trygginga. í skyndilegum sjúkdómstilfellum
er stofnuninni þó heimilt að greiða nauðsyn-
lega læknisþjónustu.
Atvinnulausir greiða lægri
gjöld fyrir læknisþjónustu
Atvinnulausir eiga nú rétt á heil-
brigðisþjónustú á sama verði og lífeyrisþegar.
Atvinnuleysistryggingasjóður gefur út
skírteini fyrir þá, sem hafa verið atvinnulausir í
sex mánuði eða lengur.
Gegn framvísun skírteinis greiðir atvinnu-
laus einstaklingur lægra gjald fyrir komu til
læknis, læknisvitjun, rannsóknir, krabba-
meinsleit og komu á bráðamóttöku. Skírteinið
veitir ekki afslátt af lyfjum.
Umsóknarfrestur vegna
endurgreiðslu kostnaðar
Umsóknarfrestur vegna endurgreiðslu á
læknis- og lyfjakostnaði sjúklinga á tímabilinu
1. janúar til 1. júlí 1994 rennur út 1. september.
Sjúklingum, sem hafa orðið fyrir miklum
útgjöldum vegna lyfja og læknisþjónustu á
þessu tímabili, skal bent á að sækja um endur-
greiðslu hluta þess kostnaðar til Trygginga-
stofnunar á sérstöku eyðublaði.
Útskrift frá lyfjaverslun og kvittanir verða
að fylgja umsókn. Við mat á rétti til endur-
greiðslu er tekið tillit til tekna einstaklings eða
hjóna, auk heildarútgjalda vegna læknishjálpar
og lyfja.
Vissir þú...
... að öldrunarstofnunum ber að greiða
að fullu öll hjálpartæki vistmanna,
nema gleraugu, heyrnartæki og
hjólastóla?
... að gagnlegar leiðbeiningar um
örorkumöt vegna lífeyrissjóða eru á
bakhlið vottorðseyðublaða lífeyris-
sjóðanna vegna umsóknar um
örorkulífeyri?
... að Tryggingastofnun greiðir að
jafnaði ekki kostnað vegna forvarna og
hóprannsókna?
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS